„Eigum ekki heimsklassa varnarmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2024 13:00 Lykilsóknarmenn Íslands eru í hópi þeirra bestu í heiminum að sögn Dags sem segir veikleika liðsins liggja í varnarleiknum. VÍSIR/VILHELM Dagur Sigurðsson segir Ísland hafa á að skipa einu albesta sóknarliðinu á EM karla í handbolta sem fram undan er í Þýskalandi og hefst í næstu viku. Veikleikar Íslands liggi hins vegar í varnarleiknum. Dagur var að sjálfsögðu spurður út í landsliðið og möguleika þess á EM, í Sportsíldinni sem sýnd var á Stöð 2 Sport á gamlársdag. Hluta af svari hans má sjá hér að neðan en áskrifendur geta fundið allan þáttinn hér. Klippa: Sportsíldin - Dagur um möguleika Íslands á EM „Við erum sennilega með eitt besta sóknarlið mótsins, á pappírunum, en við erum ekki eins góðir varnarlega og markvörslulega. Við erum alveg komnir með góðan markmann, og eigum alveg að geta staðið okkur, en fyrir fram mætti maður segja að þarna séu veikleikarnir,“ sagði Dagur. „Við erum með heimsklassa sóknarmenn, í Gísla og Ómari Inga og svona. Við eigum ekki heimsklassa varnarmenn,“ sagði Dagur. Ekki bætir úr skák hvað varnarleikinn varðar að Elvar Örn Jónsson hefur verið að glíma við meiðsli, tognun í magavöðva. „Þetta er samt alveg gríðarlega spennandi. Það gleymist stundum að hin liðin eru líka með eitthvað vesen. Þau eru ekki með svona eða svona leikmann. Ekki með Ómar Inga eða Gísla, eða Aron Pálmarsson sem verður vonandi í toppstandi og vill sýna fólki það,“ sagði Dagur. Býst við Aroni upp á sitt besta Guðmundur Benediktsson greip þá boltann og spurði Dag einmitt út í Aron, sem eftir langan og strangan atvinnumannaferil spilar í Olís-deildinni á Íslandi í vetur. Má kannski búast við að hann sýni sitt besta, vegna minna álags hjá sínu félagsliði en oft áður? „Mér finnst það bara mjög líklegt. Ég held að hann sé í góðu standi, reyndar alveg verið með smá meiðsli í vetur, en síðustu leikir hafa verið mjög flottir hjá honum. Svo er hlutverk hans í landsliðinu annað núna. Hann þarf ekki að bera þetta allt uppi. Það eru fleiri sem draga vagninn. Þetta er mjög spennandi.“ EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira
Dagur var að sjálfsögðu spurður út í landsliðið og möguleika þess á EM, í Sportsíldinni sem sýnd var á Stöð 2 Sport á gamlársdag. Hluta af svari hans má sjá hér að neðan en áskrifendur geta fundið allan þáttinn hér. Klippa: Sportsíldin - Dagur um möguleika Íslands á EM „Við erum sennilega með eitt besta sóknarlið mótsins, á pappírunum, en við erum ekki eins góðir varnarlega og markvörslulega. Við erum alveg komnir með góðan markmann, og eigum alveg að geta staðið okkur, en fyrir fram mætti maður segja að þarna séu veikleikarnir,“ sagði Dagur. „Við erum með heimsklassa sóknarmenn, í Gísla og Ómari Inga og svona. Við eigum ekki heimsklassa varnarmenn,“ sagði Dagur. Ekki bætir úr skák hvað varnarleikinn varðar að Elvar Örn Jónsson hefur verið að glíma við meiðsli, tognun í magavöðva. „Þetta er samt alveg gríðarlega spennandi. Það gleymist stundum að hin liðin eru líka með eitthvað vesen. Þau eru ekki með svona eða svona leikmann. Ekki með Ómar Inga eða Gísla, eða Aron Pálmarsson sem verður vonandi í toppstandi og vill sýna fólki það,“ sagði Dagur. Býst við Aroni upp á sitt besta Guðmundur Benediktsson greip þá boltann og spurði Dag einmitt út í Aron, sem eftir langan og strangan atvinnumannaferil spilar í Olís-deildinni á Íslandi í vetur. Má kannski búast við að hann sýni sitt besta, vegna minna álags hjá sínu félagsliði en oft áður? „Mér finnst það bara mjög líklegt. Ég held að hann sé í góðu standi, reyndar alveg verið með smá meiðsli í vetur, en síðustu leikir hafa verið mjög flottir hjá honum. Svo er hlutverk hans í landsliðinu annað núna. Hann þarf ekki að bera þetta allt uppi. Það eru fleiri sem draga vagninn. Þetta er mjög spennandi.“
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira