Stefnir í besta úrslitaleik sögunnar á HM: „Þeir virðast vera algjörlega taugalausir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. janúar 2024 19:01 Hallgrímur er einn besti pílukastari landsins í dag. vísir/sigurjón Úrslitin á heimsmeistaramótinu í pílukasti ráðast í kvöld þegar hinn sextán ára Luke Littler og Luke Humphries eigast við. Einn besti pílukastari landsins segir að viðureignin gæti orðið sú besta í sögunni. „Þetta verður eitthvað algjörlega epískt,“ segir Hallgrímur Egilsson sigurvegari í úrvalsdeildinni í pílu hér á landi. Littler hefur slegið eftirminnilega í gegn á HM en þessi sextán ára Englendingur hefur unnið alla sex leiki sína á mótinu og einungis tapað sex settum á því öllu. Humphries hefur eins og aðrir keppendur á HM fallið í skuggann á Littler. Hann hefur farið torfærari leið í úrslitin en spilaði stórvel gegn Scott Williams í undanúrslitunum í gær. Humphries vann leikinn, 6-0, og var með 108 í meðaltal sem er það hæsta sem nokkur keppandi hefur verið með á HM. „Þessir menn eru báðir bara mjög einbeittir á leikina. Humphries byrjaði mótið illa og Luke Littler hefur líka misstígið sig og var til að mynda heppinn að komast áfram í einum leik. En þeir virðast vera algjörlega taugalausir og eins og þeir séu bara að fara í sunnudagsbíltúrinn að fá sér ís í þessum látum og þessum hita sem er þarna.“ Hallgrímur segir að sá sem tapi í kvöld gæti verið með hæsta meðaltal í sögunni hjá þeim sem hafnar í öðru sæti, í úrslitum HM. Hann segir að leikurinn í kvöld gæti orðið besti úrslitaleikurinn í sögu HM. Rætt var við Hallgrím í kvöldfréttum Stöðvar 2 áðan. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður í beinni á Vodafone Sport. Pílukast Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
„Þetta verður eitthvað algjörlega epískt,“ segir Hallgrímur Egilsson sigurvegari í úrvalsdeildinni í pílu hér á landi. Littler hefur slegið eftirminnilega í gegn á HM en þessi sextán ára Englendingur hefur unnið alla sex leiki sína á mótinu og einungis tapað sex settum á því öllu. Humphries hefur eins og aðrir keppendur á HM fallið í skuggann á Littler. Hann hefur farið torfærari leið í úrslitin en spilaði stórvel gegn Scott Williams í undanúrslitunum í gær. Humphries vann leikinn, 6-0, og var með 108 í meðaltal sem er það hæsta sem nokkur keppandi hefur verið með á HM. „Þessir menn eru báðir bara mjög einbeittir á leikina. Humphries byrjaði mótið illa og Luke Littler hefur líka misstígið sig og var til að mynda heppinn að komast áfram í einum leik. En þeir virðast vera algjörlega taugalausir og eins og þeir séu bara að fara í sunnudagsbíltúrinn að fá sér ís í þessum látum og þessum hita sem er þarna.“ Hallgrímur segir að sá sem tapi í kvöld gæti verið með hæsta meðaltal í sögunni hjá þeim sem hafnar í öðru sæti, í úrslitum HM. Hann segir að leikurinn í kvöld gæti orðið besti úrslitaleikurinn í sögu HM. Rætt var við Hallgrím í kvöldfréttum Stöðvar 2 áðan. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður í beinni á Vodafone Sport.
Pílukast Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira