Bifreiðastyrkir til fólks með hreyfihömlun hækkaðir í fyrsta sinn í 8 ár Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 5. janúar 2024 07:00 Þau tímamót urðu um áramótin að bifreiðastyrkir til fólks með hreyfihömlun hækkuðu í fyrsta sinn í 8 ár. Þetta gerðist í kjölfar reglugerðar sem ég undirritaði nú í desember. Reglugerðin tryggir einnig að framvegis verða hækkanirnar árlega en ekki á margra ára fresti líkt og verið hefur. Enn fremur er nú tryggt að hreyfihamlaðir einstaklingar geta betur en áður tekið þátt í orkuskiptum í samgöngum. Gott samstarf hefur verið við ÖBÍ-réttindasamtök um þessar þýðingarmiklu breytingar og ég fagna því að geta með þessu bætt aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu, aukið stuðning við tekjuminna fólk og stuðlað að auknum orkuskiptum og réttlátum grænum umskiptum í samfélaginu. Fyrsta hækkun í átta ár Hækkanirnar tóku gildi þann 1. janúar síðastliðinn. Fjárhæð uppbótar vegna bifreiðakaupa er nú 500.000 kr. og fjárhæð uppbótar vegna kaupa á fyrstu bifreið er 1.000.000 kr. Styrkur til kaupa á bifreið fyrir þau sem eru verulega hreyfihömluð nemur eftir hækkunina 2.000.000 kr. Fjárhæðirnar hækkuðu síðast í nóvember 2015. Þess ber að geta að uppbætur og styrkir vegna bifreiðakaupa hafa ekki áhrif á fjárhæðir annarra greiðslna almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar. Þá hefur hámarksfjárhæð styrks til kaupa á sérútbúinni bifreið hækkað í 7.400.000 kr. en þar er um að ræða einstaklinga sem vegna mikillar fötlunar komast ekki af án sérútbúinnar bifreiðar. Upphæð þessa styrks hækkaði síðast í júní 2020. Loks er 10% hærri styrkur fyrir sérútbúna hreina rafbíla samkvæmt reglugerðinni og hámarksfjárhæð 8.140.000 kr. Framvegis verði hækkanir árlega Með reglugerðarbreytingunni hef ég einnig gert þá mikilvægu breytingu að hækkanir á uppbótum og styrkjum vegna bifreiðakaupa verða í samræmi við hækkun bóta almannatrygginga á ári hverju. Þannig er sem fyrr segir tryggt að hækkanirnar eigi sér stað árlega sem festir í sessi reglubundnar hækkanir á þessum mikilvæga stuðningi við fatlað fólk. Stuðlað að réttlátum grænum umskiptum Markmiðið er að hreyfihömluðum einstaklingum gefist í auknum mæli kostur á að fjárfesta í umhverfisvænni bifreiðum sem hafa minni neikvæð áhrif á loftslagið. Almennt gildir að einstaklingar geta nú sótt um styrk til Orkusjóðs til rafbílakaupa, allt að 900 þúsund krónur, að því gefnu að kaupverð bifreiðar sé undir 10.000.000 krónum. Sérútbúnar bifreiðar fyrir hreyfihamlaða eru hins vegar gjarnan dýrari en þetta hámark kaupverðs og því er það fellt niður í tilfelli sérútbúinna hreinna rafbíla. Auk þess gerir reglugerð mín ráð fyrir sérstökum aukastyrk fyrir þessar bifreiðar þar sem að þær eru dýrari í verði. Hreyfihamlaður einstaklingur sem kaupir sérútbúinn hreinan rafbíl getur þannig hvort tveggja fengið 900.000 kr. styrk úr Orkusjóði og allt að 8.140.000 kr. styrk á grundvelli framangreindrar reglugerðar. Þessi stefnubreyting er í samræmi við loftslagsmarkmið íslenskra stjórnvalda og aukna félagslega sjálfbærni. Með þessu stuðlar ríkisstjórnin að því að tiltekinn hópur sem margt tekjulægra fólk tilheyrir geti frekar tekið þátt í orkuskiptum og þar með að réttlátari grænum umskiptum. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og þingmaður Vinstri grænna í SV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þau tímamót urðu um áramótin að bifreiðastyrkir til fólks með hreyfihömlun hækkuðu í fyrsta sinn í 8 ár. Þetta gerðist í kjölfar reglugerðar sem ég undirritaði nú í desember. Reglugerðin tryggir einnig að framvegis verða hækkanirnar árlega en ekki á margra ára fresti líkt og verið hefur. Enn fremur er nú tryggt að hreyfihamlaðir einstaklingar geta betur en áður tekið þátt í orkuskiptum í samgöngum. Gott samstarf hefur verið við ÖBÍ-réttindasamtök um þessar þýðingarmiklu breytingar og ég fagna því að geta með þessu bætt aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu, aukið stuðning við tekjuminna fólk og stuðlað að auknum orkuskiptum og réttlátum grænum umskiptum í samfélaginu. Fyrsta hækkun í átta ár Hækkanirnar tóku gildi þann 1. janúar síðastliðinn. Fjárhæð uppbótar vegna bifreiðakaupa er nú 500.000 kr. og fjárhæð uppbótar vegna kaupa á fyrstu bifreið er 1.000.000 kr. Styrkur til kaupa á bifreið fyrir þau sem eru verulega hreyfihömluð nemur eftir hækkunina 2.000.000 kr. Fjárhæðirnar hækkuðu síðast í nóvember 2015. Þess ber að geta að uppbætur og styrkir vegna bifreiðakaupa hafa ekki áhrif á fjárhæðir annarra greiðslna almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar. Þá hefur hámarksfjárhæð styrks til kaupa á sérútbúinni bifreið hækkað í 7.400.000 kr. en þar er um að ræða einstaklinga sem vegna mikillar fötlunar komast ekki af án sérútbúinnar bifreiðar. Upphæð þessa styrks hækkaði síðast í júní 2020. Loks er 10% hærri styrkur fyrir sérútbúna hreina rafbíla samkvæmt reglugerðinni og hámarksfjárhæð 8.140.000 kr. Framvegis verði hækkanir árlega Með reglugerðarbreytingunni hef ég einnig gert þá mikilvægu breytingu að hækkanir á uppbótum og styrkjum vegna bifreiðakaupa verða í samræmi við hækkun bóta almannatrygginga á ári hverju. Þannig er sem fyrr segir tryggt að hækkanirnar eigi sér stað árlega sem festir í sessi reglubundnar hækkanir á þessum mikilvæga stuðningi við fatlað fólk. Stuðlað að réttlátum grænum umskiptum Markmiðið er að hreyfihömluðum einstaklingum gefist í auknum mæli kostur á að fjárfesta í umhverfisvænni bifreiðum sem hafa minni neikvæð áhrif á loftslagið. Almennt gildir að einstaklingar geta nú sótt um styrk til Orkusjóðs til rafbílakaupa, allt að 900 þúsund krónur, að því gefnu að kaupverð bifreiðar sé undir 10.000.000 krónum. Sérútbúnar bifreiðar fyrir hreyfihamlaða eru hins vegar gjarnan dýrari en þetta hámark kaupverðs og því er það fellt niður í tilfelli sérútbúinna hreinna rafbíla. Auk þess gerir reglugerð mín ráð fyrir sérstökum aukastyrk fyrir þessar bifreiðar þar sem að þær eru dýrari í verði. Hreyfihamlaður einstaklingur sem kaupir sérútbúinn hreinan rafbíl getur þannig hvort tveggja fengið 900.000 kr. styrk úr Orkusjóði og allt að 8.140.000 kr. styrk á grundvelli framangreindrar reglugerðar. Þessi stefnubreyting er í samræmi við loftslagsmarkmið íslenskra stjórnvalda og aukna félagslega sjálfbærni. Með þessu stuðlar ríkisstjórnin að því að tiltekinn hópur sem margt tekjulægra fólk tilheyrir geti frekar tekið þátt í orkuskiptum og þar með að réttlátari grænum umskiptum. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og þingmaður Vinstri grænna í SV-kjördæmi.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun