„Hver ber ábyrgð á vegum þegar þeir eru orðnir dauðagildra?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2024 15:01 Róbert segir enga stjórn hægt að hafa á bílum þegar ekið er niður brekkuna í hálku eins og þeirra sem sést á myndinni. Vísir Sumarhúsaeigandi við Jarðlangsstaði í Borgarbyggð segir hvorki sveitarfélagið né Vegagerðina vilja taka ábyrgð á hálkuvörnum á veginum sem leiðir að sumarhúsabyggðinni. Í henni eru meira en 150 sumarbústaðir og segir hann flughálku hafa verið á veginum í fleiri daga. Litlu megi muna að þar verði mannskæð bílslys nánast daglega. „Vegagerðin og Borgarbyggð gera samkomulag um að Borgarbyggð sjái um snjómokstur og Vegagerðin heldur veginum við. Ég missti bílinn minn niður þessa brekku, á nýjum vetrardekkjum þvert á veginn og ég var næstum því búinn að missa bílinn þarna niður,“ segir Róbert Ágústsson, sumarhúsaeigandi við Jarðlangsstaði, og vísar þar til árfarvegs sem rennur undir veginn og Róbert segir nánast gil. Brekkan sem Róbert vísar til er á miðjum Stangarholtsvegi við Tannalækjarhóla.Vísir/Hjalti „Þetta er slysagildra. Þegar við hjónin fórum þarna töldum við átta bíla sem höfðu farið út af. Ég er búinn að standa í því í þrettán ár að reyna að fá einhver svör um hver beri ábyrgð á þessu og það vísa allir bara hver á annan,“ segir Róbert. Erfiðar aðstæður Þegar fréttastofa leitaði svara hjá Borgarbyggð um söltun á veginum fengust þau svör að verkefnið væri á lista hjá Vegagerðinni en að vegurinn sé ekki í forgangi. Forgang fái þeir vegir þar sem er skólaakstur. Þegar fréttastofa hringdi í Vegagerðina var verið að salta veginn og ryðja hann. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa fékk þarf að berast beiðni til Borgarbyggðar sem svo óskar eftir við Vegagerðina, eða við verktaka sína, að vegir verði saltaðir og ruddir. Þannig er það á borði sveitarfélagsins en ekki Vegagerðarinnar að fara fram á eða ákveða að sveitavegirnir verði ruddir eða saltaðir. Hver ber ábyrgð? Róbert segir málið orðið mjög flókið og spurninguna ekki síst um hver beri ábyrgð á veginum, og þá sérstaklega þessari brekku, þegar hann er orðinn svo hættulegur að þar geti orðið banaslys. Mannskaðahálka myndast oft í brekkunni til norðurs niður af Tannalækjarhólum.Róbert Ágústsson „Er það Borgarbyggð sem á að loka veginum, er það Vegagerðin, er það lögreglan? Enginn gerir neitt,“ segir Róbert. „Ef þetta væri einn bóndabær og tveir sumarbústaðir þá væri ég kannski ekki að gera svona mikið mál en þetta er ein stærsta sumarhúsabyggð í Borgarbyggð. Það er svo mikil umferð þarna. Hver ber ábyrgð á vegum þegar þeir eru orðin dauðagildra?“ Hann veltir því fyrir sér hvernig slökkviliðs- eða sjúkrabíll ætlaði að komast niður þessa brekku ef upp kæmi neyðaratvik í byggðinni. „Ef það kviknar í bústað eða einhver fær hjartaáfall, hvernig ætlar slökkvibíll fullur af vatni að komast niður þessa brekku eða sjúkrabíll í flughálku?“ Borgarbyggð Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Sjá meira
„Vegagerðin og Borgarbyggð gera samkomulag um að Borgarbyggð sjái um snjómokstur og Vegagerðin heldur veginum við. Ég missti bílinn minn niður þessa brekku, á nýjum vetrardekkjum þvert á veginn og ég var næstum því búinn að missa bílinn þarna niður,“ segir Róbert Ágústsson, sumarhúsaeigandi við Jarðlangsstaði, og vísar þar til árfarvegs sem rennur undir veginn og Róbert segir nánast gil. Brekkan sem Róbert vísar til er á miðjum Stangarholtsvegi við Tannalækjarhóla.Vísir/Hjalti „Þetta er slysagildra. Þegar við hjónin fórum þarna töldum við átta bíla sem höfðu farið út af. Ég er búinn að standa í því í þrettán ár að reyna að fá einhver svör um hver beri ábyrgð á þessu og það vísa allir bara hver á annan,“ segir Róbert. Erfiðar aðstæður Þegar fréttastofa leitaði svara hjá Borgarbyggð um söltun á veginum fengust þau svör að verkefnið væri á lista hjá Vegagerðinni en að vegurinn sé ekki í forgangi. Forgang fái þeir vegir þar sem er skólaakstur. Þegar fréttastofa hringdi í Vegagerðina var verið að salta veginn og ryðja hann. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa fékk þarf að berast beiðni til Borgarbyggðar sem svo óskar eftir við Vegagerðina, eða við verktaka sína, að vegir verði saltaðir og ruddir. Þannig er það á borði sveitarfélagsins en ekki Vegagerðarinnar að fara fram á eða ákveða að sveitavegirnir verði ruddir eða saltaðir. Hver ber ábyrgð? Róbert segir málið orðið mjög flókið og spurninguna ekki síst um hver beri ábyrgð á veginum, og þá sérstaklega þessari brekku, þegar hann er orðinn svo hættulegur að þar geti orðið banaslys. Mannskaðahálka myndast oft í brekkunni til norðurs niður af Tannalækjarhólum.Róbert Ágústsson „Er það Borgarbyggð sem á að loka veginum, er það Vegagerðin, er það lögreglan? Enginn gerir neitt,“ segir Róbert. „Ef þetta væri einn bóndabær og tveir sumarbústaðir þá væri ég kannski ekki að gera svona mikið mál en þetta er ein stærsta sumarhúsabyggð í Borgarbyggð. Það er svo mikil umferð þarna. Hver ber ábyrgð á vegum þegar þeir eru orðin dauðagildra?“ Hann veltir því fyrir sér hvernig slökkviliðs- eða sjúkrabíll ætlaði að komast niður þessa brekku ef upp kæmi neyðaratvik í byggðinni. „Ef það kviknar í bústað eða einhver fær hjartaáfall, hvernig ætlar slökkvibíll fullur af vatni að komast niður þessa brekku eða sjúkrabíll í flughálku?“
Borgarbyggð Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Sjá meira