Ráðherra eigi að vita betur en að kalla ákvörðunina óskiljanlega Bjarki Sigurðsson skrifar 5. janúar 2024 12:08 Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir ákvörðun lífeyrissjóða um að fella ekki niður vexti og verðbætur Grindvíkinga óskiljanlega. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir að ráðherra eigi að vita betur. Eftir að Grindvíkingar þurftu að yfirgefa heimili sín vegna jarðskjálftanna og eldgosahættunnar í bænum þann 10. nóvember síðastliðinn ákváðu viðskiptabankarnir þrír að bjóða Grindvíkingum að frysta húsnæðislán sem íbúar höfðu hjá sér og felldu niður vexti og verðbætur af lánunum. Grindvíkingar með lán hjá lífeyrissjóðum hafa þó ekki fengið þessa niðurfellingu, einungis greiðslufrest. Þeir hafa reynt að vekja athygli á málinu og krefja sjóðina um svipaða meðferð og þeir sem eru með lán hjá bönkunum en ekki fengið sínu framgengt. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi málið. Þar sagði hann afstöðu lífeyrissjóðanna vera óskiljanlega. „Vegna þess að það er bara eitthvað óskiljanlegt og ef menn eru að fela sig á bak við það að það þurfi einhverja lagabreytingu þá bara þurfa þeir að koma til ríkisins og segja, eða til Alþingis og segja: „Heyrðu, við viljum eðlilega eins og allir aðrir koma til móts við þetta fólk sem situr við óeðlilegar og óvenjulegar og algjörlega fordæmalausar aðstæður, en við megum það ekki, þannig að þið verðið að breyta lögunum svo við getum gert það.“ Þeir hljóta að vilja það. Það hlýtur að vera meginmálið,“ sagði Sigurður Ingi. Lífeyrissjóðirnir segja þeim ekki vera heimilt að afskrifa vexti og verðbætur þar sem þeim sé óheimilt að ráðstafa fjármunum í öðrum tilgangi en að greiða lífeyri og vísa í lögfræðiálit lögmannsstofunnar LEX. Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, bendir á að lífeyrissjóðir séu ekki með eigið fé, heldur eignir sjóðfélaga. Hún telur að innviðaráðherra eigi að vita betur en að kalla afstöðu sjóðanna óskiljanlega. „Þar með þurfa lífeyrissjóðir að fara mjög varlega ef það á að fara með fjármunina með öðrum hætti en að ávaxta þeim á eðlilegan hátt. En lífeyrissjóðirnir geta tekið tillit til sjóðfélaga sem eru í einhverskonar greiðsluvandræðum eða slíkt, og það er það úrræði sem þeir hafa veitt. Að veita fólki greiðsluskjól,“ segir Þórey. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Eftir að Grindvíkingar þurftu að yfirgefa heimili sín vegna jarðskjálftanna og eldgosahættunnar í bænum þann 10. nóvember síðastliðinn ákváðu viðskiptabankarnir þrír að bjóða Grindvíkingum að frysta húsnæðislán sem íbúar höfðu hjá sér og felldu niður vexti og verðbætur af lánunum. Grindvíkingar með lán hjá lífeyrissjóðum hafa þó ekki fengið þessa niðurfellingu, einungis greiðslufrest. Þeir hafa reynt að vekja athygli á málinu og krefja sjóðina um svipaða meðferð og þeir sem eru með lán hjá bönkunum en ekki fengið sínu framgengt. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi málið. Þar sagði hann afstöðu lífeyrissjóðanna vera óskiljanlega. „Vegna þess að það er bara eitthvað óskiljanlegt og ef menn eru að fela sig á bak við það að það þurfi einhverja lagabreytingu þá bara þurfa þeir að koma til ríkisins og segja, eða til Alþingis og segja: „Heyrðu, við viljum eðlilega eins og allir aðrir koma til móts við þetta fólk sem situr við óeðlilegar og óvenjulegar og algjörlega fordæmalausar aðstæður, en við megum það ekki, þannig að þið verðið að breyta lögunum svo við getum gert það.“ Þeir hljóta að vilja það. Það hlýtur að vera meginmálið,“ sagði Sigurður Ingi. Lífeyrissjóðirnir segja þeim ekki vera heimilt að afskrifa vexti og verðbætur þar sem þeim sé óheimilt að ráðstafa fjármunum í öðrum tilgangi en að greiða lífeyri og vísa í lögfræðiálit lögmannsstofunnar LEX. Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, bendir á að lífeyrissjóðir séu ekki með eigið fé, heldur eignir sjóðfélaga. Hún telur að innviðaráðherra eigi að vita betur en að kalla afstöðu sjóðanna óskiljanlega. „Þar með þurfa lífeyrissjóðir að fara mjög varlega ef það á að fara með fjármunina með öðrum hætti en að ávaxta þeim á eðlilegan hátt. En lífeyrissjóðirnir geta tekið tillit til sjóðfélaga sem eru í einhverskonar greiðsluvandræðum eða slíkt, og það er það úrræði sem þeir hafa veitt. Að veita fólki greiðsluskjól,“ segir Þórey.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira