Rannsókn á meintum hótunum Páls skipstjóra blásin af Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. janúar 2024 07:01 Eyþór Þorbergsson saksóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra og Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri þegar hún tók við lyklavöldum lögreglunnar fyrir norðan árið 2020. Lögreglan Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur fellt niður kæru tveggja blaðamanna Heimildarinnar og útvarpsstjóra á hendur Páli Steingrímssyni skipstjóra hjá Samherja fyrir hótun sumarið 2022. Blaðamennirnir lásu hótun út úr orðum Páls í tölvupósti til þeirra að hann þyrfti að grípa til annarra ráða til að stoppa þá. Blaðamennirnir, Aðalsteinn Kjartansson og Þórður Snær Júlíusson sem einnig er ritstjóri á Heimildinni, tjá sig um þá niðurstöðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra í færslum á Facebook. Þórður lýsir aðdraganda kærunnar sem varð tilefni til ítarlegs pistils á Kjarnanum, nú Heimildinni, í september 2022. Meindýr eða blaðamenn? „Páll sendi tölvupóst á mig og fleiri þar sem hann sagði í niðurlaginu neyðast til þess að „grípa til annara ráða til þess að stoppa ykkur.“ Ég taldi umræddan póst fela í sér hótun, meðal annars með vísun í að umræddur Páll virðist eiga umtalsvert magn af skotvopnum og hafði birt mynd af slíku vopni á samfélagsmiðlum þar sem hann ýjaði að því að um væri að ræða það vopn sem hann vildi helst nota á blaðamenn,“ segir Þórður í færslu sinni á Facebook. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Aðalsteinn fengu einnig póstinn frá Páli og kærðu. Páll hafnaði því alfarið í skoðanapistli á Vísi í vikunni að hafa hótað blaðamönnunum í fyrrnefndum tölvupósti sumarið 2022. Þá hafnar hann sömuleiðis því að hafa átt við blaðamenn í umræðu um hælbíta og meindýr á samfélagsmiðlum fyrir tveimur árum sem hann ætlaði að bana með byssu. Félagi hans sem hann ræddi við sé meindýraeyðir. Aðalsteinn útskýrir að öllum megi verið ljóst hvert samhengið sé. „En kannski er einhver sem trúir að þarna hafi farið fram umræða um eiginleg meindýr á umræðuþræði um Samherja.“ Skjáskot af umræðunum má sjá hér að neðan. Skjáskot af umræðunum sem Páll Steingrímsson segir snúast um meindýr en blaðamennirnir telja um dulda hótun að ræða. Þórður segist ekkert hafa heyrt af framvindu kærunnar hjá lögreglu frá því hún var lögð fram fyrr en hann ákvað að kanna stöðu þess hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, með tölvupósti til lögreglumannsins sem tók af honum skýrslu sumarið 2022. „Hann greindi mér frá því að málið hefði verið sent til lögreglunnar á Norðurlandi eystra, þeirri sömu og hefur nú haft fjarstæðukenndar ávirðingar Páls Steingrímssonar í garð míns og fjögurra annarra blaðamanna til rannsóknar í brátt þrjú ár og haldið okkur með stöðu sakbornings í brátt tvö ár, þrátt fyrir að ekkert í gögnum málsins sýni fram á að nokkuð sé til í þeirri sögu sem umræddur Páll seldi þeim. Enda er hún tilbúningur.“ Rannsókn upp á 22 mínútna skýrslutöku Þórður fékk svo svar frá aðstoðarsaksóknara á Akureyri þann 27. desember um að frá og með þeim degi hefði rannsókn á meintum hótunum Páls í garð þeirra Aðalsteins og Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra verið hætt. „Ég óskaði eftir rökstuðningi og eftir því að fá aðgang að öllum málsgögnum. Rökstuðningurinn og málsgögnin bárust 2. janúar 2024, fyrir heilum tveimur dögum síðan. Í rökstuðningnum segir að til þess að eitthvað teljist hótun í skilningi hegningarlaga verði að vera sett fram hótun um að fremja refsverðan verknað af tilteknum grófleika. Lögreglan á Norðurlandi eystra telur það orðalag sem Páll notaði ekki fela í sér hótun um refsiverðan verknað.“ Þórður Snær segir málsgögnin sýna að rannsókn málsins hafi samanstaðið af einni 22 mínútna langri skýrslutöku yfir Páli í byrjun nóvember 2022. „Svo gerði lögreglan ekkert í rúma 13 mánuði, eða þar til að ég spurðist fyrir um afdrif málsins og hún ákvað að fella það niður. Ég læt öðrum um að meta hversu eðlilegt það er, jafnt gagnvart þeim sem sakaðir eru um glæpi og þeim sem telja sig hafa orðið fyrir slíkum, að lögregla láti slíkt mál bara hanga óuppgert í meira en ár án þess að gera neitt.“ Jólakveðja frá Páli Aðalsteinn segir að kveikjan að því að hann tjái sig nú um málið á Facebook vera þá að Páll Steingrímsson hafi sent honum jólakveðju með tengil á bloggfærslu nafna síns Vilhjálmssonar. Hann hafi áhyggjur af andlegri líðan sinnar og fjölskyldunnar vegna áreitis Páls og Páls. Páll Vilhjálmsson hlaut nýlega dóm fyrir ærumeiðingar í garð blaðamanna Heimildarinnar. Aðalsteinn segist hafa kært málið í september 2022 með undirskrift á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Síðan hafi málið verið flutt til lögreglunnar á Norðurlandi eystra án hans vitneskju og nú liggi fyrir að rannsókn málsins stóð yfir í innan við hálftíma. „Niðurstaðan hjá lögregluembættinu er því mjög einföld: það má hóta, sé það gert rétt, en það má ekki birta fréttir um þetta fólk. „Við ætlum ekki að leyfa blaðamönnum að komast upp með að fara í gegnum síma einhvers fólks,“ sagði saksóknari við lögregluembættið fyrir norðan þegar ég lét reyna á lögmæti lögreglurannsóknar á okkur vegna fréttaflutnings. Sú rannsókn hefur staðið yfir í tæp tvö ár.“ Aðalsteinn segir að honum hafi ekki órað fyrir því við fréttavinnslu árið 2019 á umfjöllun um múturgreiðslur Samherja í Namibíu að fjórum árum síðar væri enn verið að reyna að ata blaðamennina í leðju í örvæntingarfullri tilraun til að draga athyglina frá því sem afhjúpaðist í Samherjamálinu. Hann minnir á að tíu einstaklingar sitji á bak við lás og slá í Namibíu fyrir að hafa tekið við peningum frá Samherja og reynt að þvætta þá. Þar bíða þeir þess að réttað verði í málum þeirra. Þá stendur yfir rannsókn héraðssaksóknara á þætti Íslendinganna, þeirra á meðal Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja. Saksóknari hjá embættinu sagði í beiðni sinni um gögn frá Namibíu að um væri að ræða mestu spillingarrannsókn sem farið hefði fram hér á landi. Bernhardt Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.Wikileaks Héraðssaksóknari hefur fengið öll gögn sem hann hefur óskað eftir frá yfirvöldum í Namibíu og er rannsókn embættisins í fullum gangi. Kveikjan að deilu Páls Steingrímssonar við fjölmiðlamennina Aðalstein og Þórð Snæ má, að frátaldri spillingarrannsókninni í kjölfar uppljóstrunar á starfsemi Samherja, rekja til umfjöllunar Kjarnans árið 2021 um svokallaða skæruliðadeild innan Samherja. Páll hafði frá umfjöllun Kveiks, Stundarinnar og Al Jazeera í nóvember 2019 um hátterni Samherja í Afríku verið hávær í greinaskrifum sem skipstjóri Samherja og komið fyrirtæki sínu til varna. Í umfjöllun Kjarnans árið 2021 sem byggir á gögnum á borð við tölvupósta og skilaboð Páls til starfsmanna og verktaka hjá Samherja var rakið hvernig Páll hefði boðist til að vera andlit greinaskrifa um málið í fjölmiðlum. Gögnin sýndu að fjölda greina sem Páll hafði birt í sínu nafni en höfðu ýmist verið skrifaðar að mestu eða ritstýrt af Þorbirni Þórðarsyni almannatengsli og lögfræðingi eða Örnu Bryndísi McClure Baldvinsdóttur, þáverandi lögmanni Samherja. Páll kærði þjófnað á síma sínum í framhaldi af umfjölluninni. Í framhaldi af því fengu þau Aðalsteinn, Þórður Snær, Þóra Arnórsdóttir þáverandi ritstjóra Kveiks og Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður á Heimildinni stöðu sakbornings í málinu. Lögreglan á Norðurlandi hefur málið á sínu borði og hefur upplýst Aðalstein og Þórð að þeir séu grunaðir um brot á 228. og 229. greinum almennra hegningarlaga sem snúast um friðhelgi einkalífs. Blaðmennirnir liggja samkvæmt því ekki undir grun að hafa átt þátt í því að Páli yrði byrlað eða síma hans stolið eins og Páll Vilhjálmsson hefur haldið fram í umræðunni. Páll Steingrímsson hefur á síðari stigum málsins upplýst að hann telji að fyrrverandi eiginkona sín hafi byrlað sér, stolið símanum og komið honum í hendur blaðamanna á Ríkisútvarpinu. Samantekt af skýrslutöku yfir Þórði Snæ hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Aðalsteinn og Þórður þvertaka fyrir að hafa meðhöndlað síma Páls. Þá segist Þórður ekki fengið staðfestingu á því að kynferðislegt efni hafi verið á síma Páls fyrr en hann fékk gögn málsins afhent þar sem sjá megi skjáskot úr kynlífsmyndbandi. Það mál er enn á borði lögreglu og ræddi Þórður Snær málið lítilega í umræðuþætti á Samstöðinni á dögunum. Hann sagðist ekki hafa hugmynd um hvernig málinu vindi fram. Litlar upplýsingar væri að fá. Hann hefði þó áhyggjur af umræðunni enda þyrfti hann að svara fyrir alls konar vitleysu í fjölskylduboðum. Pistlar Páls Steingrímssonar og Vilhjálmssonar með reglulegu millibili, þar sem hamrað sé á sömu ósannindunum og viðtöl í hinum ýmsu miðlum geri það að verkum að bull geti orðið að staðreynd í hugum einhverra með slíkum ítrunum. „Þeir fá pláss í Bítinu, þeir fá pláss í Mogganum, þeir fá pláss á Mbl, DV, Mannlífi, hjá Frosta og Reyni Traustasyni. Það er alltaf verið að endurtaka þetta allt saman,“ segir Þórður. Fullyrðingar manna sem allajafna hefðu ekki mikinn trúverðugleika. Ljóst sé af öllum gögnum málsins að frásögn Páls og Páls, sem lögreglan á Norðurlandi eystra hafi leitað leiða til að sannreyna, sé ekki studd með neinum gögnum. Atburðarásin sé ekki til neins staðar nema í huga Páls Steingrímssonar. Aðalsteinn Kjartansson er á meðal fjögurra blaðamanna með stöðu sakbornings við rannsókn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Hinir eru Arnar Þór Ingólfsson á Kjarnanum, Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum og Þóra Arnórsdóttir hjá RÚV.Vísir/Egill „Við sem höfum stöðu sakbornings í málinu þurfum að standa frammi fyrir því að svara fyrir það reglulega í fjölskylduboðum, þegar einhverjar frænkur spyrja: Af hverju voruð þið að eitra fyrir Páli? Af hverju voruð þið að misnota einhverja konu? Af hverju voruð þið að stela símum? Er það blaðamennska?“ Þórður hefur viðurkennt að allar líkur séu á því að gögnin sem fréttirnar hafi unnið eftir séu illa fengin. Þannig sé þó með ýmis gögn sem blaðamenn nýti til að fjalla um fréttnæma hluti. Þórður segir að málið verði gert upp þegar því ljúki sem hljóti að styttast í. Hann hafi séð öll rannsóknargögn og viti til þess að lögreglan geti ekki sýnt fram á neitt af því sem lagt hafi verið upp með. Hvorki með vitnisburðum né gögnum sem hún hafi aflað. Málinu sé löngu lokið. „Eini tilgangur þess er að draga það á langinn svo við þurfum að sitja undir þessu lengur,“ segir Þórður sem hefur ekki bara áhyggjur af málinu fyrir hönd þessara fjögurra blaðamanna og þeirra miðla heldur fjölmiðla á Íslandi í heild sinni. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem þess var ekki getið að Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefði einnig kært Pál fyrir hótun. Hann hefur ekki tjáð sig um niðurfellinguna opinberlega ólíkt Aðalsteini, Þórði Snæ og Páli Steingrímssyni. Akureyri Lögreglumál Samherjaskjölin Fjölmiðlar Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Blaðamennirnir, Aðalsteinn Kjartansson og Þórður Snær Júlíusson sem einnig er ritstjóri á Heimildinni, tjá sig um þá niðurstöðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra í færslum á Facebook. Þórður lýsir aðdraganda kærunnar sem varð tilefni til ítarlegs pistils á Kjarnanum, nú Heimildinni, í september 2022. Meindýr eða blaðamenn? „Páll sendi tölvupóst á mig og fleiri þar sem hann sagði í niðurlaginu neyðast til þess að „grípa til annara ráða til þess að stoppa ykkur.“ Ég taldi umræddan póst fela í sér hótun, meðal annars með vísun í að umræddur Páll virðist eiga umtalsvert magn af skotvopnum og hafði birt mynd af slíku vopni á samfélagsmiðlum þar sem hann ýjaði að því að um væri að ræða það vopn sem hann vildi helst nota á blaðamenn,“ segir Þórður í færslu sinni á Facebook. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Aðalsteinn fengu einnig póstinn frá Páli og kærðu. Páll hafnaði því alfarið í skoðanapistli á Vísi í vikunni að hafa hótað blaðamönnunum í fyrrnefndum tölvupósti sumarið 2022. Þá hafnar hann sömuleiðis því að hafa átt við blaðamenn í umræðu um hælbíta og meindýr á samfélagsmiðlum fyrir tveimur árum sem hann ætlaði að bana með byssu. Félagi hans sem hann ræddi við sé meindýraeyðir. Aðalsteinn útskýrir að öllum megi verið ljóst hvert samhengið sé. „En kannski er einhver sem trúir að þarna hafi farið fram umræða um eiginleg meindýr á umræðuþræði um Samherja.“ Skjáskot af umræðunum má sjá hér að neðan. Skjáskot af umræðunum sem Páll Steingrímsson segir snúast um meindýr en blaðamennirnir telja um dulda hótun að ræða. Þórður segist ekkert hafa heyrt af framvindu kærunnar hjá lögreglu frá því hún var lögð fram fyrr en hann ákvað að kanna stöðu þess hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, með tölvupósti til lögreglumannsins sem tók af honum skýrslu sumarið 2022. „Hann greindi mér frá því að málið hefði verið sent til lögreglunnar á Norðurlandi eystra, þeirri sömu og hefur nú haft fjarstæðukenndar ávirðingar Páls Steingrímssonar í garð míns og fjögurra annarra blaðamanna til rannsóknar í brátt þrjú ár og haldið okkur með stöðu sakbornings í brátt tvö ár, þrátt fyrir að ekkert í gögnum málsins sýni fram á að nokkuð sé til í þeirri sögu sem umræddur Páll seldi þeim. Enda er hún tilbúningur.“ Rannsókn upp á 22 mínútna skýrslutöku Þórður fékk svo svar frá aðstoðarsaksóknara á Akureyri þann 27. desember um að frá og með þeim degi hefði rannsókn á meintum hótunum Páls í garð þeirra Aðalsteins og Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra verið hætt. „Ég óskaði eftir rökstuðningi og eftir því að fá aðgang að öllum málsgögnum. Rökstuðningurinn og málsgögnin bárust 2. janúar 2024, fyrir heilum tveimur dögum síðan. Í rökstuðningnum segir að til þess að eitthvað teljist hótun í skilningi hegningarlaga verði að vera sett fram hótun um að fremja refsverðan verknað af tilteknum grófleika. Lögreglan á Norðurlandi eystra telur það orðalag sem Páll notaði ekki fela í sér hótun um refsiverðan verknað.“ Þórður Snær segir málsgögnin sýna að rannsókn málsins hafi samanstaðið af einni 22 mínútna langri skýrslutöku yfir Páli í byrjun nóvember 2022. „Svo gerði lögreglan ekkert í rúma 13 mánuði, eða þar til að ég spurðist fyrir um afdrif málsins og hún ákvað að fella það niður. Ég læt öðrum um að meta hversu eðlilegt það er, jafnt gagnvart þeim sem sakaðir eru um glæpi og þeim sem telja sig hafa orðið fyrir slíkum, að lögregla láti slíkt mál bara hanga óuppgert í meira en ár án þess að gera neitt.“ Jólakveðja frá Páli Aðalsteinn segir að kveikjan að því að hann tjái sig nú um málið á Facebook vera þá að Páll Steingrímsson hafi sent honum jólakveðju með tengil á bloggfærslu nafna síns Vilhjálmssonar. Hann hafi áhyggjur af andlegri líðan sinnar og fjölskyldunnar vegna áreitis Páls og Páls. Páll Vilhjálmsson hlaut nýlega dóm fyrir ærumeiðingar í garð blaðamanna Heimildarinnar. Aðalsteinn segist hafa kært málið í september 2022 með undirskrift á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Síðan hafi málið verið flutt til lögreglunnar á Norðurlandi eystra án hans vitneskju og nú liggi fyrir að rannsókn málsins stóð yfir í innan við hálftíma. „Niðurstaðan hjá lögregluembættinu er því mjög einföld: það má hóta, sé það gert rétt, en það má ekki birta fréttir um þetta fólk. „Við ætlum ekki að leyfa blaðamönnum að komast upp með að fara í gegnum síma einhvers fólks,“ sagði saksóknari við lögregluembættið fyrir norðan þegar ég lét reyna á lögmæti lögreglurannsóknar á okkur vegna fréttaflutnings. Sú rannsókn hefur staðið yfir í tæp tvö ár.“ Aðalsteinn segir að honum hafi ekki órað fyrir því við fréttavinnslu árið 2019 á umfjöllun um múturgreiðslur Samherja í Namibíu að fjórum árum síðar væri enn verið að reyna að ata blaðamennina í leðju í örvæntingarfullri tilraun til að draga athyglina frá því sem afhjúpaðist í Samherjamálinu. Hann minnir á að tíu einstaklingar sitji á bak við lás og slá í Namibíu fyrir að hafa tekið við peningum frá Samherja og reynt að þvætta þá. Þar bíða þeir þess að réttað verði í málum þeirra. Þá stendur yfir rannsókn héraðssaksóknara á þætti Íslendinganna, þeirra á meðal Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja. Saksóknari hjá embættinu sagði í beiðni sinni um gögn frá Namibíu að um væri að ræða mestu spillingarrannsókn sem farið hefði fram hér á landi. Bernhardt Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.Wikileaks Héraðssaksóknari hefur fengið öll gögn sem hann hefur óskað eftir frá yfirvöldum í Namibíu og er rannsókn embættisins í fullum gangi. Kveikjan að deilu Páls Steingrímssonar við fjölmiðlamennina Aðalstein og Þórð Snæ má, að frátaldri spillingarrannsókninni í kjölfar uppljóstrunar á starfsemi Samherja, rekja til umfjöllunar Kjarnans árið 2021 um svokallaða skæruliðadeild innan Samherja. Páll hafði frá umfjöllun Kveiks, Stundarinnar og Al Jazeera í nóvember 2019 um hátterni Samherja í Afríku verið hávær í greinaskrifum sem skipstjóri Samherja og komið fyrirtæki sínu til varna. Í umfjöllun Kjarnans árið 2021 sem byggir á gögnum á borð við tölvupósta og skilaboð Páls til starfsmanna og verktaka hjá Samherja var rakið hvernig Páll hefði boðist til að vera andlit greinaskrifa um málið í fjölmiðlum. Gögnin sýndu að fjölda greina sem Páll hafði birt í sínu nafni en höfðu ýmist verið skrifaðar að mestu eða ritstýrt af Þorbirni Þórðarsyni almannatengsli og lögfræðingi eða Örnu Bryndísi McClure Baldvinsdóttur, þáverandi lögmanni Samherja. Páll kærði þjófnað á síma sínum í framhaldi af umfjölluninni. Í framhaldi af því fengu þau Aðalsteinn, Þórður Snær, Þóra Arnórsdóttir þáverandi ritstjóra Kveiks og Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður á Heimildinni stöðu sakbornings í málinu. Lögreglan á Norðurlandi hefur málið á sínu borði og hefur upplýst Aðalstein og Þórð að þeir séu grunaðir um brot á 228. og 229. greinum almennra hegningarlaga sem snúast um friðhelgi einkalífs. Blaðmennirnir liggja samkvæmt því ekki undir grun að hafa átt þátt í því að Páli yrði byrlað eða síma hans stolið eins og Páll Vilhjálmsson hefur haldið fram í umræðunni. Páll Steingrímsson hefur á síðari stigum málsins upplýst að hann telji að fyrrverandi eiginkona sín hafi byrlað sér, stolið símanum og komið honum í hendur blaðamanna á Ríkisútvarpinu. Samantekt af skýrslutöku yfir Þórði Snæ hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Aðalsteinn og Þórður þvertaka fyrir að hafa meðhöndlað síma Páls. Þá segist Þórður ekki fengið staðfestingu á því að kynferðislegt efni hafi verið á síma Páls fyrr en hann fékk gögn málsins afhent þar sem sjá megi skjáskot úr kynlífsmyndbandi. Það mál er enn á borði lögreglu og ræddi Þórður Snær málið lítilega í umræðuþætti á Samstöðinni á dögunum. Hann sagðist ekki hafa hugmynd um hvernig málinu vindi fram. Litlar upplýsingar væri að fá. Hann hefði þó áhyggjur af umræðunni enda þyrfti hann að svara fyrir alls konar vitleysu í fjölskylduboðum. Pistlar Páls Steingrímssonar og Vilhjálmssonar með reglulegu millibili, þar sem hamrað sé á sömu ósannindunum og viðtöl í hinum ýmsu miðlum geri það að verkum að bull geti orðið að staðreynd í hugum einhverra með slíkum ítrunum. „Þeir fá pláss í Bítinu, þeir fá pláss í Mogganum, þeir fá pláss á Mbl, DV, Mannlífi, hjá Frosta og Reyni Traustasyni. Það er alltaf verið að endurtaka þetta allt saman,“ segir Þórður. Fullyrðingar manna sem allajafna hefðu ekki mikinn trúverðugleika. Ljóst sé af öllum gögnum málsins að frásögn Páls og Páls, sem lögreglan á Norðurlandi eystra hafi leitað leiða til að sannreyna, sé ekki studd með neinum gögnum. Atburðarásin sé ekki til neins staðar nema í huga Páls Steingrímssonar. Aðalsteinn Kjartansson er á meðal fjögurra blaðamanna með stöðu sakbornings við rannsókn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Hinir eru Arnar Þór Ingólfsson á Kjarnanum, Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum og Þóra Arnórsdóttir hjá RÚV.Vísir/Egill „Við sem höfum stöðu sakbornings í málinu þurfum að standa frammi fyrir því að svara fyrir það reglulega í fjölskylduboðum, þegar einhverjar frænkur spyrja: Af hverju voruð þið að eitra fyrir Páli? Af hverju voruð þið að misnota einhverja konu? Af hverju voruð þið að stela símum? Er það blaðamennska?“ Þórður hefur viðurkennt að allar líkur séu á því að gögnin sem fréttirnar hafi unnið eftir séu illa fengin. Þannig sé þó með ýmis gögn sem blaðamenn nýti til að fjalla um fréttnæma hluti. Þórður segir að málið verði gert upp þegar því ljúki sem hljóti að styttast í. Hann hafi séð öll rannsóknargögn og viti til þess að lögreglan geti ekki sýnt fram á neitt af því sem lagt hafi verið upp með. Hvorki með vitnisburðum né gögnum sem hún hafi aflað. Málinu sé löngu lokið. „Eini tilgangur þess er að draga það á langinn svo við þurfum að sitja undir þessu lengur,“ segir Þórður sem hefur ekki bara áhyggjur af málinu fyrir hönd þessara fjögurra blaðamanna og þeirra miðla heldur fjölmiðla á Íslandi í heild sinni. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem þess var ekki getið að Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefði einnig kært Pál fyrir hótun. Hann hefur ekki tjáð sig um niðurfellinguna opinberlega ólíkt Aðalsteini, Þórði Snæ og Páli Steingrímssyni.
Akureyri Lögreglumál Samherjaskjölin Fjölmiðlar Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira