Félagslækningar og frelsi til bata Elsa Kristín Sigurðardóttir skrifar 5. janúar 2024 17:30 Umræðan um skaðaminnkandi lyfjameðferðir síðustu vikur hefur litast mikið af hinu læknisfræðilega módeli. Að horfa bara á líkamlegu hlið sjúkdóma kemur okkur ekki langt í heilsueflingu. Það er misjafnt hve mikil áhrif veikindi hafa á umhverfi okkar og það er mjög misjafnt hve vel samfélagið sýnir hinum mismunandi áskorunum veikinda skilning og stuðning. Skaðinn sem fíknivandi veldur er sjaldnast bara líkamlegur. Ef svo væri myndu mínir skjólstæðingar og þeirra fjölskyldur líklega ná bata mun fyrr. Fíknisjúkdómurinn tekur yfir líf fólks og öll samskipti þess. Þessi sjúkdómur umturnar öllum fjölskyldum og skilur eftir sig heldjúp sár þar sem erfitt er að finna vonina. Oftast þurfa margir þættir að koma saman þegar einstaklingur veikist af fíknisjúkdómi og að sama skapi er bataferlið flókið. Það krefst þess að margir þættir virki saman og á réttum tíma. Þetta hefur verið starf mitt síðustu ár – að berjast fyrir réttum stuðningi á réttum tíma en umfram allt að finna og halda í vonina. Það eru ýmsar meðferðir í boði, en þær henta ekki öllum. Þetta vitum við sem störfum á vettvangi. Leiðin sem Árni Tómas læknir hefur boðið upp á fyrir þá sem að hafa marg- og fullreynt allar aðrar leiðir hefur veitt fólki með fjölþættan og alvarlegan vímuefnavanda frelsi til að ná andanum og byrja að vinna í sínum bata. Oft eru fyrstu og stærstu skrefin í þeim bata félagsleg og það að ná stjórn á aðstæðum sínum. Þetta eru ekki nákvæmlega sömu lyf og flestar aðrar stofnanir bjóða upp á en þetta eru allt keimlík efni. Stóri munurinn er að meðferðin sem Árni veitir bíður skjólstæðingnum upp á að stýra sinni meðferð að einhverju leyti sjálfum, velja lyf sem henta þeim best og taka á þeim tíma sem gagnast best. Þetta er frelsi sem flestir telja sjálfsagt, en því miður virðist forræðishyggjan í samfélaginu enn vera yfirsterkari þegar kemur að þeim sem glíma við þennan sjúkdóm. Ótti samfélagsins og þörfin til að stjórna má ekki hefta frelsi einstaklinga til að leita sér bata. Þó til séu meðferðarúrræði sem gefið hafa góða raun þá er ekki þar með sagt að þau hjálpi og henti öllum og ættu þau ekki að útiloka önnur úrræði. Heilbrigði þýðir ekki að vera laus við sjúkdóma. Margir sjúkdómar krefjast þess að við lærum að lifa með þeim. Við finnum leiðir til þess að veikindin hafi sem minnst áhrif svo við sjálf fáum tímann og plássið í lífum okkar. Þetta gerum við ekki meðan við erum einangruð eða jaðarsett. Þetta gerum við í tengslum við okkar nánustu, virk og sjáanleg í samfélaginu og með stuðningi heilbrigðiskerfisins. Þannig næst raunverulegt heilbrigði og aukning lífsgæða. Mín von er sú að hlustað verði á þá sem þekkja til – einstaklingana sem hafa reynslu af meðferðinni og þverfaglegu vettvangsstarfsmennina sem sjá árangurinn, frelsið og lífsgæðabætinguna hjá fólki sem glímir við fíknivanda. Höfundur er vettvangs-hjúkrunarfræðingur með M.Sc. í hnattrænni heilsu og félagslegu réttlæti frá King's College London. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Lyf Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Umræðan um skaðaminnkandi lyfjameðferðir síðustu vikur hefur litast mikið af hinu læknisfræðilega módeli. Að horfa bara á líkamlegu hlið sjúkdóma kemur okkur ekki langt í heilsueflingu. Það er misjafnt hve mikil áhrif veikindi hafa á umhverfi okkar og það er mjög misjafnt hve vel samfélagið sýnir hinum mismunandi áskorunum veikinda skilning og stuðning. Skaðinn sem fíknivandi veldur er sjaldnast bara líkamlegur. Ef svo væri myndu mínir skjólstæðingar og þeirra fjölskyldur líklega ná bata mun fyrr. Fíknisjúkdómurinn tekur yfir líf fólks og öll samskipti þess. Þessi sjúkdómur umturnar öllum fjölskyldum og skilur eftir sig heldjúp sár þar sem erfitt er að finna vonina. Oftast þurfa margir þættir að koma saman þegar einstaklingur veikist af fíknisjúkdómi og að sama skapi er bataferlið flókið. Það krefst þess að margir þættir virki saman og á réttum tíma. Þetta hefur verið starf mitt síðustu ár – að berjast fyrir réttum stuðningi á réttum tíma en umfram allt að finna og halda í vonina. Það eru ýmsar meðferðir í boði, en þær henta ekki öllum. Þetta vitum við sem störfum á vettvangi. Leiðin sem Árni Tómas læknir hefur boðið upp á fyrir þá sem að hafa marg- og fullreynt allar aðrar leiðir hefur veitt fólki með fjölþættan og alvarlegan vímuefnavanda frelsi til að ná andanum og byrja að vinna í sínum bata. Oft eru fyrstu og stærstu skrefin í þeim bata félagsleg og það að ná stjórn á aðstæðum sínum. Þetta eru ekki nákvæmlega sömu lyf og flestar aðrar stofnanir bjóða upp á en þetta eru allt keimlík efni. Stóri munurinn er að meðferðin sem Árni veitir bíður skjólstæðingnum upp á að stýra sinni meðferð að einhverju leyti sjálfum, velja lyf sem henta þeim best og taka á þeim tíma sem gagnast best. Þetta er frelsi sem flestir telja sjálfsagt, en því miður virðist forræðishyggjan í samfélaginu enn vera yfirsterkari þegar kemur að þeim sem glíma við þennan sjúkdóm. Ótti samfélagsins og þörfin til að stjórna má ekki hefta frelsi einstaklinga til að leita sér bata. Þó til séu meðferðarúrræði sem gefið hafa góða raun þá er ekki þar með sagt að þau hjálpi og henti öllum og ættu þau ekki að útiloka önnur úrræði. Heilbrigði þýðir ekki að vera laus við sjúkdóma. Margir sjúkdómar krefjast þess að við lærum að lifa með þeim. Við finnum leiðir til þess að veikindin hafi sem minnst áhrif svo við sjálf fáum tímann og plássið í lífum okkar. Þetta gerum við ekki meðan við erum einangruð eða jaðarsett. Þetta gerum við í tengslum við okkar nánustu, virk og sjáanleg í samfélaginu og með stuðningi heilbrigðiskerfisins. Þannig næst raunverulegt heilbrigði og aukning lífsgæða. Mín von er sú að hlustað verði á þá sem þekkja til – einstaklingana sem hafa reynslu af meðferðinni og þverfaglegu vettvangsstarfsmennina sem sjá árangurinn, frelsið og lífsgæðabætinguna hjá fólki sem glímir við fíknivanda. Höfundur er vettvangs-hjúkrunarfræðingur með M.Sc. í hnattrænni heilsu og félagslegu réttlæti frá King's College London.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun