Sundhnúkagígaröð „langlanglíklegasta“ upptakasvæði eldgoss Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. janúar 2024 18:39 Jarðeðlisfræðingur segir minni líkur á eldgosi við Svartsengi í hættumatskorti endurspegla það að langlíklegast sé að eldsupptök verði í Sundhnúkagígaröð Veðurstofa Íslands Í uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar eru líkur á eldgosi við Svartsengi lækkaðar úr töluverðum líkum í nokkrar. Jarðeðlisfræðingur segir að breytingin sé fyrst og fremst til marks um að öll gögn bendi til að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröð. Veðurstofan sendi um hálf sex frá sér uppfært hættumatskort vegna jarðhræringa við Grindavík. Fréttastofa ræddi við Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðing sem vann við uppfærslu hættumatskortins. „Við gerðum ekki stórar breytingar en breytingarnar sem við gerðum urðu til þess að Svartsengi fór á milli flokka, fór úr því að vera appelsínugult yfir í að vera gult. Það voru nú einu markverðu breytingarnar,“ sagði Benedikt um uppfærsluna. Hættumatskort Veðurstofu vegna jarðhræringa við Grindavík hefur verið uppfært þó breytingarnar séu ekki miklar.Veðurstofan Hvað þýðir það? „Í raun endurspegla vöktunargögnin og sömuleiðis skoðanir flestra að það sé langlíkegast að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröðinni. Það endurspeglast í lægri líkum á eldgosi annars staðar á svæðinu,“ sagði hann. „Öll gögn benda á Sundhnjúkagígaröðina þarna milli Hagafells og Stóra-Skógafells sem langlanglíklegasta upptakasvæðið fyrir eldgos. Endurspeglar fyrst og fremst það frekar en að það séu einhverjar stórar breytingar á Svartsengissvæðinu sjálfu,“ sagði Benedikt. „Sömuleiðis voru þarna inni sprunguhreyfingar. Það eru sprunguhreyfingar en engar stórar sem valda hættu sem menn hafa séð á svæðinu síðustu viku. Þannig við lækkuðum það aðeins,“ segir hann. Jarðeðlisfræðingur segir öll gögn benda til að eldgos eigi upptök sín á svæðinu við Sundhnúkagíga. Minnkaðar líkur á hættu á gosi við Svartsengi endurspegli það.Vísir/Vilhelm Hægt og rólega að hægjast á landrisi Svæði 1 og 2 á kortinu, sem ná yfir Sundhnjúkagígaröð, eru nú rauðmerkt sem þýðir að það sé mikil hætta á eldgosi. Efst á hættukvarðanum er fjólublár flokkur sem táknar mjög mikla hættu á eldgosi. Aðspurður hvað þurfi til að svæði sé sett í efsta flokk og merkt fjólublátt segir Benedikt að þá þurfi „eiginlega eldgos eða algjörlega yfirvofandi eldgos.“ Rauður sé því eiginlega hæsti flokkurinn þegar gos er ekki hafið. Sjáið þið einhvern tímaramma á þessu? „Það er ekki nokkur leið að segja til um tímaramma í þessu. Við höfum verið að horfa á að það er hægt og rólega að hægja á aflöguninni, landrisinu.,“ segir Benedikt. „Það eru alltaf þessar tvær túlkanir á því. Það getur verið að styttast í að eitthvað gerist en það getur líka þýtt að það sé að minnka umflæði. Það er nú kannski ekkert eins og er sem bendir til að flæðið sé að minnka. Það er frekar að það benda til að styttist í eitthvað. Allavega eins og er. En tíminn verður bara að leiða það ljós,“ sagði Benedikt að lokum. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp Enn hægist á landrisi við Svartsengi, en það er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukist líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Þetta kemur fram í uppfærslu frá Veðurstofu Íslands, en þar segir að ekki sé útilokað að það dragi úr kvikuinnflæði. 5. janúar 2024 13:55 Mest lesið Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hver einasta mínúta skipti máli Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira
Veðurstofan sendi um hálf sex frá sér uppfært hættumatskort vegna jarðhræringa við Grindavík. Fréttastofa ræddi við Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðing sem vann við uppfærslu hættumatskortins. „Við gerðum ekki stórar breytingar en breytingarnar sem við gerðum urðu til þess að Svartsengi fór á milli flokka, fór úr því að vera appelsínugult yfir í að vera gult. Það voru nú einu markverðu breytingarnar,“ sagði Benedikt um uppfærsluna. Hættumatskort Veðurstofu vegna jarðhræringa við Grindavík hefur verið uppfært þó breytingarnar séu ekki miklar.Veðurstofan Hvað þýðir það? „Í raun endurspegla vöktunargögnin og sömuleiðis skoðanir flestra að það sé langlíkegast að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröðinni. Það endurspeglast í lægri líkum á eldgosi annars staðar á svæðinu,“ sagði hann. „Öll gögn benda á Sundhnjúkagígaröðina þarna milli Hagafells og Stóra-Skógafells sem langlanglíklegasta upptakasvæðið fyrir eldgos. Endurspeglar fyrst og fremst það frekar en að það séu einhverjar stórar breytingar á Svartsengissvæðinu sjálfu,“ sagði Benedikt. „Sömuleiðis voru þarna inni sprunguhreyfingar. Það eru sprunguhreyfingar en engar stórar sem valda hættu sem menn hafa séð á svæðinu síðustu viku. Þannig við lækkuðum það aðeins,“ segir hann. Jarðeðlisfræðingur segir öll gögn benda til að eldgos eigi upptök sín á svæðinu við Sundhnúkagíga. Minnkaðar líkur á hættu á gosi við Svartsengi endurspegli það.Vísir/Vilhelm Hægt og rólega að hægjast á landrisi Svæði 1 og 2 á kortinu, sem ná yfir Sundhnjúkagígaröð, eru nú rauðmerkt sem þýðir að það sé mikil hætta á eldgosi. Efst á hættukvarðanum er fjólublár flokkur sem táknar mjög mikla hættu á eldgosi. Aðspurður hvað þurfi til að svæði sé sett í efsta flokk og merkt fjólublátt segir Benedikt að þá þurfi „eiginlega eldgos eða algjörlega yfirvofandi eldgos.“ Rauður sé því eiginlega hæsti flokkurinn þegar gos er ekki hafið. Sjáið þið einhvern tímaramma á þessu? „Það er ekki nokkur leið að segja til um tímaramma í þessu. Við höfum verið að horfa á að það er hægt og rólega að hægja á aflöguninni, landrisinu.,“ segir Benedikt. „Það eru alltaf þessar tvær túlkanir á því. Það getur verið að styttast í að eitthvað gerist en það getur líka þýtt að það sé að minnka umflæði. Það er nú kannski ekkert eins og er sem bendir til að flæðið sé að minnka. Það er frekar að það benda til að styttist í eitthvað. Allavega eins og er. En tíminn verður bara að leiða það ljós,“ sagði Benedikt að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp Enn hægist á landrisi við Svartsengi, en það er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukist líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Þetta kemur fram í uppfærslu frá Veðurstofu Íslands, en þar segir að ekki sé útilokað að það dragi úr kvikuinnflæði. 5. janúar 2024 13:55 Mest lesið Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hver einasta mínúta skipti máli Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira
Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp Enn hægist á landrisi við Svartsengi, en það er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukist líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Þetta kemur fram í uppfærslu frá Veðurstofu Íslands, en þar segir að ekki sé útilokað að það dragi úr kvikuinnflæði. 5. janúar 2024 13:55