Anton vill tæpar 600 milljónir fyrir nýja einbýlið Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. janúar 2024 09:49 Anton Kristinn Þórarinsson keypti einbýlishús á Haukanesi árið 2020 á 120 milljónir króna og lét rífa það. Bygging á nýja húsinu hefur staðið yfir í þrjú ár og sér nú fyrir endann á. Vísir/Vilhelm Anton Kristinn Þórarinsson hefur sett verðmiða á risastórt einbýlishús sem hann hefur verið með í smíðum á Arnarnesinu undanfarin ár. Anton Kristinn vill 590 milljónir króna fyrir húsið en fasteignamat þess er upp á 258 milljónir króna. Húsið er það langdýrasta til sölu á Íslandi um þessar mundir. Anton Kristinn, sem var um tíma á meðal sakborninga í Rauðagerðismálinu svokallaða en var ekki meðal ákærðu. Hann hlaut dóm fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot árið 2021, setti húsið á sölu í desember. Þá var óskað eftir tilboðum í húsið sem stendur við Haukanes á Arnarnesi. REMAX hefur húsið til sölu.Fasteignaljósmyndun Nú er kominn verðmiði á húsið sem er mjög langt komið í byggingu. Það er 621 fermetrar að stærð svo sett fermetraverðið er tæp milljón á fermetra. Frágangur á lóðinni sem snýr að sjónum er eftir miðað við myndir á fasteignavef Vísis. Tölvugerð mynd af húsinu.Fasteignaljósmyndun Húsið er á tveimur hæðum. Á efri hæðinni er meðal annars að finna bílskúr, fataherbergi, hjónasvítu, sjónvarpshol og stóra skrifstofu. Tölvugerð mynd af húsinu í vetrarbúningi.Fasteignaljósmyndun Á neðri hæðinni er síðan að finna tvö svefnherbergi, stóra geymslu, stórt opið afþreyingarrými, tæknirými auk herbergja sem eru hugsuð sem kvikmyndaherbergi og leikherbergi. Hægt verður að fylgjast með sólsetrinu úr húsinu.Fasteignaljósmyndun Jafnframt kemur fram að af neðri hæðinni sé útgengt út á lóðina og niður í fjöru, en samkvæmt seljanda er þar heimilt að setja bátaskýli á lóðina. Húsið er á tæplega 1500 fermetra lóð.Fasteignaljósmyndun Ljóst er að ef húsið selst á 590 milljónir króna verður um að ræða eitt dýrasta einbýlishús sem selst hefur í sögu landsins. Dýrustu hús landsins undanfarin ár hafa verið að fara á innan við 400 milljónir króna. Nánar á fasteignavef Vísis. Fasteignamarkaður Garðabær Hús og heimili Tengdar fréttir Toni setur ókláraða höll á Arnarnesi á sölu Anton Kristinn Þórarinsson, einnig þekktur sem Toni, hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt á Arnarnesinu í Garðabæ á sölu. Húsið, sem er enn í byggingu, telur rúma 620 fermetra á tæplega 1500 fermetra lóð, en fasteignamat þess er 258 milljónir króna, og brunabótamat tæpar 138 milljónir. 14. desember 2023 23:26 Anton Kristinn og sakborningar féllust í faðma Anton Kristinn Þórarinsson, sem sætti gæsluvarðhaldi í Rauðagerðismálinu en var ekki ákærður, fagnaði með sakborningum sem sýknaðir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Anton féllst í faðma með ákærðu í morgun. 21. október 2021 11:00 Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sjá meira
Anton Kristinn, sem var um tíma á meðal sakborninga í Rauðagerðismálinu svokallaða en var ekki meðal ákærðu. Hann hlaut dóm fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot árið 2021, setti húsið á sölu í desember. Þá var óskað eftir tilboðum í húsið sem stendur við Haukanes á Arnarnesi. REMAX hefur húsið til sölu.Fasteignaljósmyndun Nú er kominn verðmiði á húsið sem er mjög langt komið í byggingu. Það er 621 fermetrar að stærð svo sett fermetraverðið er tæp milljón á fermetra. Frágangur á lóðinni sem snýr að sjónum er eftir miðað við myndir á fasteignavef Vísis. Tölvugerð mynd af húsinu.Fasteignaljósmyndun Húsið er á tveimur hæðum. Á efri hæðinni er meðal annars að finna bílskúr, fataherbergi, hjónasvítu, sjónvarpshol og stóra skrifstofu. Tölvugerð mynd af húsinu í vetrarbúningi.Fasteignaljósmyndun Á neðri hæðinni er síðan að finna tvö svefnherbergi, stóra geymslu, stórt opið afþreyingarrými, tæknirými auk herbergja sem eru hugsuð sem kvikmyndaherbergi og leikherbergi. Hægt verður að fylgjast með sólsetrinu úr húsinu.Fasteignaljósmyndun Jafnframt kemur fram að af neðri hæðinni sé útgengt út á lóðina og niður í fjöru, en samkvæmt seljanda er þar heimilt að setja bátaskýli á lóðina. Húsið er á tæplega 1500 fermetra lóð.Fasteignaljósmyndun Ljóst er að ef húsið selst á 590 milljónir króna verður um að ræða eitt dýrasta einbýlishús sem selst hefur í sögu landsins. Dýrustu hús landsins undanfarin ár hafa verið að fara á innan við 400 milljónir króna. Nánar á fasteignavef Vísis.
Fasteignamarkaður Garðabær Hús og heimili Tengdar fréttir Toni setur ókláraða höll á Arnarnesi á sölu Anton Kristinn Þórarinsson, einnig þekktur sem Toni, hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt á Arnarnesinu í Garðabæ á sölu. Húsið, sem er enn í byggingu, telur rúma 620 fermetra á tæplega 1500 fermetra lóð, en fasteignamat þess er 258 milljónir króna, og brunabótamat tæpar 138 milljónir. 14. desember 2023 23:26 Anton Kristinn og sakborningar féllust í faðma Anton Kristinn Þórarinsson, sem sætti gæsluvarðhaldi í Rauðagerðismálinu en var ekki ákærður, fagnaði með sakborningum sem sýknaðir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Anton féllst í faðma með ákærðu í morgun. 21. október 2021 11:00 Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sjá meira
Toni setur ókláraða höll á Arnarnesi á sölu Anton Kristinn Þórarinsson, einnig þekktur sem Toni, hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt á Arnarnesinu í Garðabæ á sölu. Húsið, sem er enn í byggingu, telur rúma 620 fermetra á tæplega 1500 fermetra lóð, en fasteignamat þess er 258 milljónir króna, og brunabótamat tæpar 138 milljónir. 14. desember 2023 23:26
Anton Kristinn og sakborningar féllust í faðma Anton Kristinn Þórarinsson, sem sætti gæsluvarðhaldi í Rauðagerðismálinu en var ekki ákærður, fagnaði með sakborningum sem sýknaðir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Anton féllst í faðma með ákærðu í morgun. 21. október 2021 11:00