Rétturinn til að hvílast Sandra B. Franks skrifar 9. janúar 2024 08:00 Ein af mikilvægustu réttindum vinnuréttarins er hvíldartími starfsfólks. Verkalýðshreyfingin hafði mikið fyrir því að tryggja þennan grundvallarrétt. Þá hefur Evrópusambandið sett sérstaka vinnuréttartilskipun sem gildir einnig hér á landi. Markmið tilskipunarinnar er að setja lágmarkskröfur að umbótum, einkum því sem varðar starfsumhverfi, meðal annars til að tryggja öryggi og heilsuvernd launafólks. Vísbendingar eru um að íslensk stjórnvöld og einstaka stofnanir uppfylli ekki umrædda tilskipun. Í nýlegu áliti eftirlitsstofnunar EFTA frá 7. desember 2022, er athygli íslenskra stjórnvalda vakin á því að ekki hafi verið staðið rétt að málum við innleiðingu á vinnutímatilskipuninni og í því sambandi vísað til dómsniðurstöðu Evrópudómstólsins nr. C-55/18. Í dómnum er fjallað um skyldu atvinnurekanda um að virða reglur tilskipunarinnar. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að vinnuveitendum er skylt að hafa skráningarkerfi fyrir vinnutíma starfsfólks. Þessi skylda endurspeglast síðan meðal annars í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þar er fjallað um skyldu atvinnurekenda til að skipuleggja vinnu þannig að ákvæði laga og kjarasamninga um hvíldartíma séu virt. Kjarninn í þessu framangreinda áliti eftirlitsstofnunar EFTA og í dómi Evrópudómstólsins er að hvíldartími eru grundvallarréttindi í vinnurétti. Það eru því ríkar skyldur lagðar á vinnuveitanda að tryggja að þessi réttur og þar með talinn frítökuréttur, sé virtur. Jafnframt hvílir sú skylda á vinnuveitanda að halda utan um og upplýsa starfsfólk um áunninn en ótekinn frítökurétt á hverjum tíma. Ábyrgð vinnuveitanda Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands fáum ítrekað til okkar mál þar sem heilbrigðisstofnanir halda illa utan um frítökurétt sjúkraliða og hafna jafnvel réttindum þeirra um frítöku. Þegar gengið er á eftir þessum grundvallar réttindum er bent á að sjúkraliði hefði ekki átt að mæta til vinnu í samræmi við fyrirliggjandi vaktskrá þar sem tilskyldum lágmarkshvíldartíma milli vakta var ekki náð. Ljóst er að starfsumhverfi sjúkraliða byggir á vaktavinnu. Skipulag vinnutíma er í samræmi við þarfir og sérstakar óskir stofnunarinnar sem sett er fram í vaktaskýrslu. Til að skipuleggja starfsemina þarf að tryggja mönnun fagfólks í heilbrigðisþjónustunni sem mætir til starfa í samræmi við vaktaskýrslu sem stofnunin hefur sett fram. Í samræmi við ákvæði kjarasamninga er vaktaskýrslan, sem er í raun sérstök beiðni vinnuveitenda eftir vinnuframlagi, lögð fram með eins mánaðar fyrirvara. Sjúkraliðar eru vinnusamir og mæta iðulega í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu þar sem gert er ráð fyrir þeim til vinnu þrátt fyrir skerta hvíld. Ef sjúkraliði mætir ekki í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu þar sem gert er ráð fyrir honum, þá er það vinnustaðarins að tryggja að annar komi í hans stað. Staðreyndin er hins vegar sú að slíkt verklag er ekki viðhaft í heilbrigðisþjónustunni, heldur er undantekningarlaust gert ráð fyrir að sjúkraliði mæti í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu. Þó heimilt sé að stytta samfelldan hvíldartíma í allt að átta klukkustundir þegar eðli starfseminnar eða sérstakar aðstæður koma upp á. Þá er stenst það ekki að móta reglu sem gengur framar lögbundnum rétti sjúkraliða að „fá samsvarandi hvíldatíma síðar“. Rétturinn til frítöku er til staðar burtséð frá því, enda er vaktaskipulag á vinnutíma alltaf á ábyrgð vinnuveitanda. Höfundur er lögfræðingur og formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Ein af mikilvægustu réttindum vinnuréttarins er hvíldartími starfsfólks. Verkalýðshreyfingin hafði mikið fyrir því að tryggja þennan grundvallarrétt. Þá hefur Evrópusambandið sett sérstaka vinnuréttartilskipun sem gildir einnig hér á landi. Markmið tilskipunarinnar er að setja lágmarkskröfur að umbótum, einkum því sem varðar starfsumhverfi, meðal annars til að tryggja öryggi og heilsuvernd launafólks. Vísbendingar eru um að íslensk stjórnvöld og einstaka stofnanir uppfylli ekki umrædda tilskipun. Í nýlegu áliti eftirlitsstofnunar EFTA frá 7. desember 2022, er athygli íslenskra stjórnvalda vakin á því að ekki hafi verið staðið rétt að málum við innleiðingu á vinnutímatilskipuninni og í því sambandi vísað til dómsniðurstöðu Evrópudómstólsins nr. C-55/18. Í dómnum er fjallað um skyldu atvinnurekanda um að virða reglur tilskipunarinnar. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að vinnuveitendum er skylt að hafa skráningarkerfi fyrir vinnutíma starfsfólks. Þessi skylda endurspeglast síðan meðal annars í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þar er fjallað um skyldu atvinnurekenda til að skipuleggja vinnu þannig að ákvæði laga og kjarasamninga um hvíldartíma séu virt. Kjarninn í þessu framangreinda áliti eftirlitsstofnunar EFTA og í dómi Evrópudómstólsins er að hvíldartími eru grundvallarréttindi í vinnurétti. Það eru því ríkar skyldur lagðar á vinnuveitanda að tryggja að þessi réttur og þar með talinn frítökuréttur, sé virtur. Jafnframt hvílir sú skylda á vinnuveitanda að halda utan um og upplýsa starfsfólk um áunninn en ótekinn frítökurétt á hverjum tíma. Ábyrgð vinnuveitanda Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands fáum ítrekað til okkar mál þar sem heilbrigðisstofnanir halda illa utan um frítökurétt sjúkraliða og hafna jafnvel réttindum þeirra um frítöku. Þegar gengið er á eftir þessum grundvallar réttindum er bent á að sjúkraliði hefði ekki átt að mæta til vinnu í samræmi við fyrirliggjandi vaktskrá þar sem tilskyldum lágmarkshvíldartíma milli vakta var ekki náð. Ljóst er að starfsumhverfi sjúkraliða byggir á vaktavinnu. Skipulag vinnutíma er í samræmi við þarfir og sérstakar óskir stofnunarinnar sem sett er fram í vaktaskýrslu. Til að skipuleggja starfsemina þarf að tryggja mönnun fagfólks í heilbrigðisþjónustunni sem mætir til starfa í samræmi við vaktaskýrslu sem stofnunin hefur sett fram. Í samræmi við ákvæði kjarasamninga er vaktaskýrslan, sem er í raun sérstök beiðni vinnuveitenda eftir vinnuframlagi, lögð fram með eins mánaðar fyrirvara. Sjúkraliðar eru vinnusamir og mæta iðulega í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu þar sem gert er ráð fyrir þeim til vinnu þrátt fyrir skerta hvíld. Ef sjúkraliði mætir ekki í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu þar sem gert er ráð fyrir honum, þá er það vinnustaðarins að tryggja að annar komi í hans stað. Staðreyndin er hins vegar sú að slíkt verklag er ekki viðhaft í heilbrigðisþjónustunni, heldur er undantekningarlaust gert ráð fyrir að sjúkraliði mæti í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu. Þó heimilt sé að stytta samfelldan hvíldartíma í allt að átta klukkustundir þegar eðli starfseminnar eða sérstakar aðstæður koma upp á. Þá er stenst það ekki að móta reglu sem gengur framar lögbundnum rétti sjúkraliða að „fá samsvarandi hvíldatíma síðar“. Rétturinn til frítöku er til staðar burtséð frá því, enda er vaktaskipulag á vinnutíma alltaf á ábyrgð vinnuveitanda. Höfundur er lögfræðingur og formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun