Yfirstandandi kjaraviðræður og þjóðarsátt – fyrir suma Aðalgeir Ásvaldsson skrifar 9. janúar 2024 10:30 Legið hefur fyrir um langt skeið að Samtök atvinnulífsins (SA) fara ekki með umboð þeirra 170 fyrirtækja sem eru aðildarfélög Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Félagsmenn SVEIT búa til um 5.500 störf á veitingamarkaði og fráleitt að hefðir eða reglur annarra hagsmunafélaga haldi SVEIT frá kjaraviðræðum og kalli það þjóðarsátt. Í heildina starfa 12.000 manns og 1.000 fyrirtæki á veitingamarkaði og engum blöðum er um það að fletta að bág staða og óstöðugleiki greinarinnar er bein afleiðing afleiddra kjarasamninga. Þar sem ítrekað hefur verið samið umfram innistöðu og þvert á hagsmuni greinarinnar. Umboðslaus aðili enn við stýri Óhjákvæmilegt er að samtökin verði hluti af kjaraviðræðum greinarinnar enda einn af aðilum vinnumarkaðsins, stærsta hagsmunafélag fyrirtækja á veitingamarkaði og hefur óumdeilanlega umboð sinna félagsmanna. Óboðlegt er að umboðslaus aðili semji fyrir okkar hönd. SA fara ekki með umboð félagsmanna SVEIT, sem eru sjálfstæðir atvinnurekendur og standa utan SA. Þar af leiðandi getur SA vart tekið sér það vald að gera kjarasamninga sem gildir almennt á markaði. Hvorki er lagaheimild fyrir því né samningur við SVEIT um að semja í umboði samtakanna. Samningsumboð SVEIT er ótvírætt og samtökin ættu með réttu að leiða kjaraviðæður fyrir greinina. Breytt fyrirkomulag EKKI lægri laun Krafa SVEIT er EKKI að lækka laun heldur sérkjarasamningur sem byggir á breyttu launafyrirkomulagi vegna sérstöðu greinarinnar. Slíkur samningur mun stuðla að stöðuleika bæði í rekstri og starfi auk þess að skapa samkeppnishæfan veitingamarkað. Það eru ekki nema tæplega 300 gildir kjarasamningar í dag og við þurfum sannarlega okkar. Hverra hagur er það að halda áfram á sömu braut og neyða fyrirtæki á veitingamarkaði í rekstrarumhverfi sem er ýtir undir hlutastörf og óstöðugleika? Neyðarástand veitingaþjónustu er ásættanlegur fórnarkostnaður Á veitingamarkaði ríkir neyðarástand, sérstaða greinarinnar hefur verið hundsuð ítrekað þegar kemur að því að semja um kaup og kjör. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að launakostnaður er stærsti kostnaður greinarinnar. Eftir miðlunartillögu og brúarsamning er launahlutfall komið í 50% af veltu fyrirtækja. Hagsmunum greinarinnar hefur verið leikið sem peði og fórnað ítrekað í hagsmunaskák þeirra sem ráða ferð innan SA. Samningsaðilar sem bera ábyrgð á óstöðugleika og ómögulegum rekstrarskilyrðum vita mæta vel hverjar afleiðingar fórnfýsinnar yrðu. Samt sem áður er haldið áfram sömu leið og skilaboðin ótvíræð… gerið eins og ykkur er sagt! Höfrungasátt ekki þjóðarsátt Ef aðilar vinnumarkaðsins ætla raunverulega að stefna að þjóðarsátt er ljóst að SVEIT þarf sitt sæti. Höfrungahlaupið heldur áfram því flöt krónutöluhækkun upp á 26.000 krónur ofan á 50% launakostnað fyrirtækja á veitingamarkið mun ekki skapa né viðhalda störfum í greininni. Heldur þvert á móti og ósjálfbær þróun greinarinnar heldur áfram. SA og verkalýðshreyfingin hafa samið milli sín um, hvorki meira né minna en 63% launahækkun frá 2016. Útséð er að í þessu neyðarástandi þurfum við að fara aðrar leiðir. Þegar kerfið virkar ekki getum við annaðhvort sokkið með því eða lagað það. Óásættanlegt er að SVEIT sé haldið frá jafn mikilvægum ákvörðunum og kjarasamningum sem ramma inn einn mikilvægasta þátt rekstrarumhverfisins. Núverandi ástand og þróun er hvorki ásættanleg fyrir rekstraraðila né starfsmenn greinarinnar. Höfrungahlaupið heldur því áfram. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT - Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Aðalgeir Ásvaldsson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Legið hefur fyrir um langt skeið að Samtök atvinnulífsins (SA) fara ekki með umboð þeirra 170 fyrirtækja sem eru aðildarfélög Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Félagsmenn SVEIT búa til um 5.500 störf á veitingamarkaði og fráleitt að hefðir eða reglur annarra hagsmunafélaga haldi SVEIT frá kjaraviðræðum og kalli það þjóðarsátt. Í heildina starfa 12.000 manns og 1.000 fyrirtæki á veitingamarkaði og engum blöðum er um það að fletta að bág staða og óstöðugleiki greinarinnar er bein afleiðing afleiddra kjarasamninga. Þar sem ítrekað hefur verið samið umfram innistöðu og þvert á hagsmuni greinarinnar. Umboðslaus aðili enn við stýri Óhjákvæmilegt er að samtökin verði hluti af kjaraviðræðum greinarinnar enda einn af aðilum vinnumarkaðsins, stærsta hagsmunafélag fyrirtækja á veitingamarkaði og hefur óumdeilanlega umboð sinna félagsmanna. Óboðlegt er að umboðslaus aðili semji fyrir okkar hönd. SA fara ekki með umboð félagsmanna SVEIT, sem eru sjálfstæðir atvinnurekendur og standa utan SA. Þar af leiðandi getur SA vart tekið sér það vald að gera kjarasamninga sem gildir almennt á markaði. Hvorki er lagaheimild fyrir því né samningur við SVEIT um að semja í umboði samtakanna. Samningsumboð SVEIT er ótvírætt og samtökin ættu með réttu að leiða kjaraviðæður fyrir greinina. Breytt fyrirkomulag EKKI lægri laun Krafa SVEIT er EKKI að lækka laun heldur sérkjarasamningur sem byggir á breyttu launafyrirkomulagi vegna sérstöðu greinarinnar. Slíkur samningur mun stuðla að stöðuleika bæði í rekstri og starfi auk þess að skapa samkeppnishæfan veitingamarkað. Það eru ekki nema tæplega 300 gildir kjarasamningar í dag og við þurfum sannarlega okkar. Hverra hagur er það að halda áfram á sömu braut og neyða fyrirtæki á veitingamarkaði í rekstrarumhverfi sem er ýtir undir hlutastörf og óstöðugleika? Neyðarástand veitingaþjónustu er ásættanlegur fórnarkostnaður Á veitingamarkaði ríkir neyðarástand, sérstaða greinarinnar hefur verið hundsuð ítrekað þegar kemur að því að semja um kaup og kjör. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að launakostnaður er stærsti kostnaður greinarinnar. Eftir miðlunartillögu og brúarsamning er launahlutfall komið í 50% af veltu fyrirtækja. Hagsmunum greinarinnar hefur verið leikið sem peði og fórnað ítrekað í hagsmunaskák þeirra sem ráða ferð innan SA. Samningsaðilar sem bera ábyrgð á óstöðugleika og ómögulegum rekstrarskilyrðum vita mæta vel hverjar afleiðingar fórnfýsinnar yrðu. Samt sem áður er haldið áfram sömu leið og skilaboðin ótvíræð… gerið eins og ykkur er sagt! Höfrungasátt ekki þjóðarsátt Ef aðilar vinnumarkaðsins ætla raunverulega að stefna að þjóðarsátt er ljóst að SVEIT þarf sitt sæti. Höfrungahlaupið heldur áfram því flöt krónutöluhækkun upp á 26.000 krónur ofan á 50% launakostnað fyrirtækja á veitingamarkið mun ekki skapa né viðhalda störfum í greininni. Heldur þvert á móti og ósjálfbær þróun greinarinnar heldur áfram. SA og verkalýðshreyfingin hafa samið milli sín um, hvorki meira né minna en 63% launahækkun frá 2016. Útséð er að í þessu neyðarástandi þurfum við að fara aðrar leiðir. Þegar kerfið virkar ekki getum við annaðhvort sokkið með því eða lagað það. Óásættanlegt er að SVEIT sé haldið frá jafn mikilvægum ákvörðunum og kjarasamningum sem ramma inn einn mikilvægasta þátt rekstrarumhverfisins. Núverandi ástand og þróun er hvorki ásættanleg fyrir rekstraraðila né starfsmenn greinarinnar. Höfrungahlaupið heldur því áfram. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT - Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun