Välkommen Eggert
— IF Elfsborg (@IFElfsborg1904) January 9, 2024
_____#vitillsammans #elfsborg #borås pic.twitter.com/Kfyqpxju5E
Hjá Elfsborg hittir Eggert fyrir landsliðsmarkvörðinn Hákon Rafn Valdimarsson, sem var valinn besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, og Svein Aron Guðjohnsen. Elfsborg tapaði fyrir Malmö í úrslitaleik um sænska meistaratitilinn í lokaumferð deildarkeppninnar.
Þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára hefur Eggert leikið 65 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað sautján mörk. Tólf þeirra komu á síðasta tímabili þegar Eggert var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar.
Eggert gæti leikið sína fyrstu A-landsleiki þegar Ísland mætir Gvatemala og Hondúras í tveimur vináttulandsleikjum í Bandaríkjunum í næstu viku.