„Hornsteinar menntakerfisins eru ekki á góðum stað“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. janúar 2024 09:31 Jón Zimsen er aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla. Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla segir að í stað þess að menntakerfið, skólastjórnendur og kennarar fari í vörn þurfi menn að horfa inn á við, viðurkenna að það verði að gera betur. Seint á síðasta ári kom í ljós að fjörutíu prósent fimmtán ára nemenda á Ísland búi ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Hlutfall nemenda sem nær þessari grunnhæfni hefur lækkað um fjórtán prósentustig frá síðustu könnun. Á sama tíma er þessi tala í kringum þrjú til átta prósent hjá löndum sem við berum okkur saman við. Sindri Sindrason hitti Jón Zimsen í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hann segir að við séum einfaldlega í ruglinu. „Auðvitað er ofboðslega margt gott gert hjá okkur og bara fullt af hlutum en hornsteinar menntakerfisins eru ekki á góðum stað. Núna frá 2018 höfum við tapað tæpum tveimur skólaárum, sem þýðir það að ef við ætluðum að fá tíu ára menntun þá fáum við aðeins átta ára menntun í lesskilningi og stærðfræði þrátt fyrir að skólarnir hafi mest verið opnir hér á Íslandi í Covid af öllum skólum í heiminum,“ segir Jón sem bætir við að fólk í menntakerfinu sé mjög mikið að tala niður þessar niðurstöður. „En um leið eru þetta fjörutíu prósent nemanda sem geta ekki lesið sér til gagns. Sem þýðir það að þau geta ekki túlkað upplýsingar á netinu, þau skilja ekki boðskap eða innihald texta og út á það gengur PISA prófið, próf sem er mjög gott að mæla lesskilning. Og lesskilningur er hornsteinn okkar sem þjóðar, tungumálsins og svo að sjálfsögðu lýðræðisins. Þegar við höfum ekki lesskilning og getum ekki hlustað til gagns þá er mjög auðvelt að stjórna okkur,“ segir Jón sem bætir við að það sé hættulegt þegar umræðan gangi út á það að það skuli enginn leita að sökudólgum. „Það er akkúrat þessi firring ábyrgðar í menntakerfinu,“ segir Jón en hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins. Áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Hornsteinar menntakerfisins eru ekki á góðum stað PISA-könnun Ísland í dag Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Sjá meira
Seint á síðasta ári kom í ljós að fjörutíu prósent fimmtán ára nemenda á Ísland búi ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Hlutfall nemenda sem nær þessari grunnhæfni hefur lækkað um fjórtán prósentustig frá síðustu könnun. Á sama tíma er þessi tala í kringum þrjú til átta prósent hjá löndum sem við berum okkur saman við. Sindri Sindrason hitti Jón Zimsen í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hann segir að við séum einfaldlega í ruglinu. „Auðvitað er ofboðslega margt gott gert hjá okkur og bara fullt af hlutum en hornsteinar menntakerfisins eru ekki á góðum stað. Núna frá 2018 höfum við tapað tæpum tveimur skólaárum, sem þýðir það að ef við ætluðum að fá tíu ára menntun þá fáum við aðeins átta ára menntun í lesskilningi og stærðfræði þrátt fyrir að skólarnir hafi mest verið opnir hér á Íslandi í Covid af öllum skólum í heiminum,“ segir Jón sem bætir við að fólk í menntakerfinu sé mjög mikið að tala niður þessar niðurstöður. „En um leið eru þetta fjörutíu prósent nemanda sem geta ekki lesið sér til gagns. Sem þýðir það að þau geta ekki túlkað upplýsingar á netinu, þau skilja ekki boðskap eða innihald texta og út á það gengur PISA prófið, próf sem er mjög gott að mæla lesskilning. Og lesskilningur er hornsteinn okkar sem þjóðar, tungumálsins og svo að sjálfsögðu lýðræðisins. Þegar við höfum ekki lesskilning og getum ekki hlustað til gagns þá er mjög auðvelt að stjórna okkur,“ segir Jón sem bætir við að það sé hættulegt þegar umræðan gangi út á það að það skuli enginn leita að sökudólgum. „Það er akkúrat þessi firring ábyrgðar í menntakerfinu,“ segir Jón en hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins. Áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Hornsteinar menntakerfisins eru ekki á góðum stað
PISA-könnun Ísland í dag Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Sjá meira