Þetta segir Sigríður Kristinsdóttir, náttúruvásérfræðingur í samtali við Vísi. Nokkuð öflugur skjálfti reið yfir Grímsvötn í morgun en upptök hans voru um þrjá og hálfan kílómetra norðaustur af Grímsfjalli í Vatnajökli.
Hann mældist 4,3 að stærð og átti upptök sín á um 100 metra dýpi tveimur kílómetrum norðaustur af Grímsfjalli. Dæmi eru um það á síðustu árum að eldgos hefjist í eldstöðinni í Grímsvötnum í kjölfar jökulhlaupa.
„Það eru merki um að við séum að sjá hlaupóróa, við sjáum það á skjálftamælum uppi á Grímsfjalli. Við erum að fylgjast með hvort vatnshæðin hækki í Gígjukvísl. Ef þetta er komið vel af stað þá nær þetta hámarki um helgina,“ segir Sigríður.