„Hún var eins og sprengja inn á vellinum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2024 16:30 Elísabet Thelma Róbertsdóttir (númer tólf) fagnar sigri með liðsfélögum sínum í gær. Vísir/Diego Elísabet Thelma Róbertsdóttir átti frábæra innkomu í Íslandsmeistaralið Vals í Subway deild kvenna í körfubolta í gær þegar liðið kom til baka með frábærum lokaleikhluta og vann langþráðan sigur. Elísabet skoraði fimm stig í leiknum en það var ekki síst barátta hennar og varnarleikur sem gerði gæfumuninn. Það sást vel á plús og mínus en Valur vann með fimmtán stigum þær átján mínútur sem hún spilaði. Körfuboltakvöld þótt líka ástæða til að taka fyrir frammistöðu Valskonunnar. Valur var níu stigum undir fyrir lokaleikhlutann en vann leikinn með fimm stiga mun, 80-75. Íslandsmeistararnir enduðu þar með fjögurra leikja taphrinu sína. „Elísabet Róbertsdóttir er stelpa fædd árið 2002 og búin að vera í Val lengi. Hún hefur aldrei fengið almennilega tækifærið. Hún kemur inn á í fjórða leikhluta og breytir leiknum eins og Hjalti (Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals) talað sjálfur um,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds kvenna. „Við höfðum orð á því þegar við vorum að horfa á leikinn hérna að þegar hún fær tækifærið þá finnst mér hún alltaf koma inn af krafti. Hún var ekkert að setja boltann í körfuna en hún gjörsamlega slökkti á henni Rachel og var allt í öllu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, annar sérfræðingur þáttarins. Raquel Laneiro var búin að fara mikinn í leiknum en aðeins 5 af 26 stigum hennar komu í fjórða leikhlutanum. „Hún var eins og sprengja inn á vellinum og þetta smitar svo út frá sér. Þú ert með einhvern sem er tilbúin að gera allt hundrað prósent og þá koma hinar með. Þetta var flott hjá henni,“ sagði Ólöf Helga. „Það er ótrúlega gaman að sjá. Nú er liðið án Hildar (Bjargar Kjartansdóttur) og án Söru (Líf Boama) sem er búin að vera mikilvægur varnarmaður í Valsliðinu. Beta (Elísabet) nýtir þessar mínútur sem hún er að fá ótrúlega vel,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, annar sérfræðingur þáttarins. „Hún berst eins og ljón og er á fullu allan tímann,“ sagði Berglind. „Hún ætlaði ekki að tapa þessu,“ skaut Ólöf inn í. „Það er gaman að sjá hvað hún er búin að bæta sig og líka það að hún sé að fá þetta tækifæri og traust,“ sagði Berglind. Það má sjá alla umfjöllunina um Elísabetu hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Innkoma Elísabetu Subway-deild kvenna Valur Fjölnir Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Elísabet skoraði fimm stig í leiknum en það var ekki síst barátta hennar og varnarleikur sem gerði gæfumuninn. Það sást vel á plús og mínus en Valur vann með fimmtán stigum þær átján mínútur sem hún spilaði. Körfuboltakvöld þótt líka ástæða til að taka fyrir frammistöðu Valskonunnar. Valur var níu stigum undir fyrir lokaleikhlutann en vann leikinn með fimm stiga mun, 80-75. Íslandsmeistararnir enduðu þar með fjögurra leikja taphrinu sína. „Elísabet Róbertsdóttir er stelpa fædd árið 2002 og búin að vera í Val lengi. Hún hefur aldrei fengið almennilega tækifærið. Hún kemur inn á í fjórða leikhluta og breytir leiknum eins og Hjalti (Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals) talað sjálfur um,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds kvenna. „Við höfðum orð á því þegar við vorum að horfa á leikinn hérna að þegar hún fær tækifærið þá finnst mér hún alltaf koma inn af krafti. Hún var ekkert að setja boltann í körfuna en hún gjörsamlega slökkti á henni Rachel og var allt í öllu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, annar sérfræðingur þáttarins. Raquel Laneiro var búin að fara mikinn í leiknum en aðeins 5 af 26 stigum hennar komu í fjórða leikhlutanum. „Hún var eins og sprengja inn á vellinum og þetta smitar svo út frá sér. Þú ert með einhvern sem er tilbúin að gera allt hundrað prósent og þá koma hinar með. Þetta var flott hjá henni,“ sagði Ólöf Helga. „Það er ótrúlega gaman að sjá. Nú er liðið án Hildar (Bjargar Kjartansdóttur) og án Söru (Líf Boama) sem er búin að vera mikilvægur varnarmaður í Valsliðinu. Beta (Elísabet) nýtir þessar mínútur sem hún er að fá ótrúlega vel,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, annar sérfræðingur þáttarins. „Hún berst eins og ljón og er á fullu allan tímann,“ sagði Berglind. „Hún ætlaði ekki að tapa þessu,“ skaut Ólöf inn í. „Það er gaman að sjá hvað hún er búin að bæta sig og líka það að hún sé að fá þetta tækifæri og traust,“ sagði Berglind. Það má sjá alla umfjöllunina um Elísabetu hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Innkoma Elísabetu
Subway-deild kvenna Valur Fjölnir Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira