Rólan telst samþykkt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. janúar 2024 06:45 Húsfélögin töldu róluna ekki hafa verið samþykkta. Íbúi var ósammála og skaut málinu til kærunefndar. Vísir/Rakel Kærunefnd húsamál telur rólu á sameiginlegri lóð tveggja fjöleignarhúsa ekki þurfa samþykki 2/3 hluta eigenda húsanna. Rólan var samþykkt af einföldum meirihluta og telur nefndin það nóg. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að í húsunum tveimur séu annars vegar 71 íbúðir og hinsvegar 58 íbúðir. Íbúðareigandi í einu húsanna skaut málinu til nefndarinnar og krafðist þess að viðurkennt yrði að samþykki einfalds meirihluta eigenda miðað við hlutfallstölur, samanber lög um fjöleignarhús, þyrfti fyrir uppsetningu á rólum á sameiginlegri lóð. Húsfélögin töldu róluna ekki samþykkta Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að húsfélög í báðum húsum hafi talið að 2/3 atkvæða íbúa hafi þurft til þess að samþykkja staðsetningu rólunnar á sameiginlegri lóð. Haldinn hafi verið húsfundur beggja húsfélaga þann 21. júní 2023. Þangað hafi alls mætt 65 eigendur. 36 íbúar hafi greitt atkvæði með því að setja upp rólur á lóðinni, 25 gegn tillögunni og þá sátu fjórir hjá. Stjórn beggja húsfélaga taldi óljóst hvort krafa væri um 50 prósent fundarsókn og samþykki 2/3 til að kosningin teldist löglega samþykkt. Leituðu félögin því til fyrirtækis sem þau hafa rekstrarsamning við. Niðurstaða þess var sú að erfitt væri að lesa skýrt úr lögum um fjöleignahús og álitum kærunefndar húsamála hvað ætti við um málið. Því hafi verið ákveðið að fara varkárari leiðina, það er að fara fram á samþykki 2/3 hluta fundargesta. 40 fermetrar af 2000 Fram kemur í áliti nefndarinnar að húsfélögin hafi valið staðsetningu leiktækjanna eftir skoðun á lóðinni. Ákvörðunin hafi byggt á því að engin staðsetning væri fullkomin heldur hafi skásta staðsetningin verið lögð fram. Sú staðsetning hafi þó reynst umdeild meðal íbúa og sé í grennd við ákveðnar íbúðir á jarðhæð eins stigagangs. Orsök óánægju séu nálægð leiktækjanna, áhrif þeirra á breytt útsýni og ásýnd margra íbúða út um stofuglugga. Afstaða eigenda sé breytileg eftir því hvar eign þeirra sé með tilliti til mögulegs leiksvæðis. Kosningin hafi verið jöfn um leiktækin og með tilliti til erinda sem borist hafi húsfélögum gegn uppsetningu þeirra sé ekki hægt að staðhæfa um að fá eigendur sé að ræða. Kærunefnd fellst hinsvegar á kröfu íbúa um að það nægi samþykki einfalds meirihluta eigenda miðað við hlutfallstölur á húsfundi. Fyrirhugað leiksvæði sé aðeins um 40 fermetrar af 2000 fermetra sameiginlegri lóð. Því telur nefndin of íþyngjandi að krafist sé samþykki 2/3 íbúa. Þá telur nefndin það jafnframt hafa þýðingu að um sé að ræða tillögu um framkvæmd sem sérstaklega sé tekið fram í skilalýsingu hússins að sé möguleg, þó hún hafi ekki verið innifalin við byggingu þess. Húsnæðismál Hús og heimili Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að í húsunum tveimur séu annars vegar 71 íbúðir og hinsvegar 58 íbúðir. Íbúðareigandi í einu húsanna skaut málinu til nefndarinnar og krafðist þess að viðurkennt yrði að samþykki einfalds meirihluta eigenda miðað við hlutfallstölur, samanber lög um fjöleignarhús, þyrfti fyrir uppsetningu á rólum á sameiginlegri lóð. Húsfélögin töldu róluna ekki samþykkta Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að húsfélög í báðum húsum hafi talið að 2/3 atkvæða íbúa hafi þurft til þess að samþykkja staðsetningu rólunnar á sameiginlegri lóð. Haldinn hafi verið húsfundur beggja húsfélaga þann 21. júní 2023. Þangað hafi alls mætt 65 eigendur. 36 íbúar hafi greitt atkvæði með því að setja upp rólur á lóðinni, 25 gegn tillögunni og þá sátu fjórir hjá. Stjórn beggja húsfélaga taldi óljóst hvort krafa væri um 50 prósent fundarsókn og samþykki 2/3 til að kosningin teldist löglega samþykkt. Leituðu félögin því til fyrirtækis sem þau hafa rekstrarsamning við. Niðurstaða þess var sú að erfitt væri að lesa skýrt úr lögum um fjöleignahús og álitum kærunefndar húsamála hvað ætti við um málið. Því hafi verið ákveðið að fara varkárari leiðina, það er að fara fram á samþykki 2/3 hluta fundargesta. 40 fermetrar af 2000 Fram kemur í áliti nefndarinnar að húsfélögin hafi valið staðsetningu leiktækjanna eftir skoðun á lóðinni. Ákvörðunin hafi byggt á því að engin staðsetning væri fullkomin heldur hafi skásta staðsetningin verið lögð fram. Sú staðsetning hafi þó reynst umdeild meðal íbúa og sé í grennd við ákveðnar íbúðir á jarðhæð eins stigagangs. Orsök óánægju séu nálægð leiktækjanna, áhrif þeirra á breytt útsýni og ásýnd margra íbúða út um stofuglugga. Afstaða eigenda sé breytileg eftir því hvar eign þeirra sé með tilliti til mögulegs leiksvæðis. Kosningin hafi verið jöfn um leiktækin og með tilliti til erinda sem borist hafi húsfélögum gegn uppsetningu þeirra sé ekki hægt að staðhæfa um að fá eigendur sé að ræða. Kærunefnd fellst hinsvegar á kröfu íbúa um að það nægi samþykki einfalds meirihluta eigenda miðað við hlutfallstölur á húsfundi. Fyrirhugað leiksvæði sé aðeins um 40 fermetrar af 2000 fermetra sameiginlegri lóð. Því telur nefndin of íþyngjandi að krafist sé samþykki 2/3 íbúa. Þá telur nefndin það jafnframt hafa þýðingu að um sé að ræða tillögu um framkvæmd sem sérstaklega sé tekið fram í skilalýsingu hússins að sé möguleg, þó hún hafi ekki verið innifalin við byggingu þess.
Húsnæðismál Hús og heimili Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira