Í tilkynningu frá Strætó segir að yfir allt árið hafi um 12,64 milljónir innstiga mælst en áður var metið árið 2019 sem var með 12,18 milljón innstiga.
„Nokkrir metmánuðir voru einnig á árinu en alls voru sex mánuðir á árinu þar sem aldrei hafa mælst fleiri innstig í þeim mánuði áður, þetta voru janúar, mars, apríl, júní, nóvember og desember.
Þar að auki var mars 2023 metmánuður allra mánaða þar sem aldrei áður hafa mælst jafn mörg innstig í neinum mánuði áður,“ segir í tilkynningunni.
