Jafntefli gegn Serbum í fyrsta leik gæti vitað á gott Smári Jökull Jónsson skrifar 13. janúar 2024 10:00 Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason eru núverandi landsliðsþjálfarar íslenska landsliðsins en þeir voru báðir í liðinu sem vann brons árið 2010 og gerði jafntefli við Serba í fyrsta leik mótsins. Vísir/Vilhelm Ísland og Serbía gerðu jafntefli í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu í handknattleik í gær. Síðast þegar það gerðist náði Ísland sínum besta árangri á EM í sögunni. Leikur Íslands og Serbíu í Munchen í gær var vægast sagt spennandi. Ísland var þremur mörkum undir þegar innan við tvær mínútur voru eftir en náðu samt sem áður að tryggja sér 27-27 jafntefli og gríðarlega mikilvægt stig í riðlinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísland leikur gegn Serbum í fyrsta leik á Evrópumóti. Árið 2010 þegar mótið fór fram í Austurríki mættust liðin í Linz og þar varð einnig jafntefli. Lokatölur þá 29-29. Í næsta leik á eftir gerði Ísland einnig jafntefli. Þá mætti Ísland heimaliði austurríkismanna og missti niður öruggt forskot í lokin, ekki ólíkt því sem gerðist í gær hjá Serbum. Eftir þetta komst Ísland hins vegar á beinu brautina. Liðið vann frábæran 27-22 sigur á Dönum í leik þrjú og eftir jafntefli gegn Króötum og sigra á Rússum og Norðmönnum í milliriðlinum var Ísland komið í undanúrslit mótsins. Við máttum alls ekki missa Serba tveimur stigum fram úr okkur út af Ólympíuumspilinu. Að ná þessu jafntefli í lokin er því algjörlega frábær úrslit upp á framhaldið. Gleymum því svo ekki að við gerðum jafntefli í fyrsta leik á EM 2010 þegar við unnum bronsið. Jú, á móti Serbum!— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) January 12, 2024 Þrátt fyrir átta marka tap gegn Frökkum í undanúrslitaleiknum náði liðið vopnum sínum fyrir bronsleikinn gegn Pólverjum og vann sín fyrstu verðlaun á stórmóti. Fyrir utan sigurinn er bronsleiksins einna helst minnst fyrir ótrúlegan varnarleik Alexander Petersson sem stal boltanum af leikmanni pólska liðsins í miðju hraðaupphlaupi. Tveir núverandi leikmenn íslenska liðsins voru í liðinu sem vann bronsið í Austurríki. Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var þá á sínu fyrsta stórmóti og var meðal annars markahæstur í undanúrslitaleiknum gegn Frökkum. Þá var Björgvin Páll Gústavsson í marki íslenska liðsins líkt og nú. Þar að auki voru núverandi þjálfarar Íslands í leikmannahópi liðsins árið 2010. Arnór Atlason aðstoðarþjálfari varð þá í fjórða sæti yfir markahæstu menn mótsins með 39 mörk og Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari kom ekki langt þar á eftir með 36 mörk. Næsti leikur íslenska liðsins er á morgun gegn Svartfellingum og lokaleikur riðilsins gegn Ungverjum á þriðjudag. Vonandi veit jafntefli gegn Serbíu í fyrsta leik á Evrópumóti á gott, líkt og gerðist árið 2010. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Leikur Íslands og Serbíu í Munchen í gær var vægast sagt spennandi. Ísland var þremur mörkum undir þegar innan við tvær mínútur voru eftir en náðu samt sem áður að tryggja sér 27-27 jafntefli og gríðarlega mikilvægt stig í riðlinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísland leikur gegn Serbum í fyrsta leik á Evrópumóti. Árið 2010 þegar mótið fór fram í Austurríki mættust liðin í Linz og þar varð einnig jafntefli. Lokatölur þá 29-29. Í næsta leik á eftir gerði Ísland einnig jafntefli. Þá mætti Ísland heimaliði austurríkismanna og missti niður öruggt forskot í lokin, ekki ólíkt því sem gerðist í gær hjá Serbum. Eftir þetta komst Ísland hins vegar á beinu brautina. Liðið vann frábæran 27-22 sigur á Dönum í leik þrjú og eftir jafntefli gegn Króötum og sigra á Rússum og Norðmönnum í milliriðlinum var Ísland komið í undanúrslit mótsins. Við máttum alls ekki missa Serba tveimur stigum fram úr okkur út af Ólympíuumspilinu. Að ná þessu jafntefli í lokin er því algjörlega frábær úrslit upp á framhaldið. Gleymum því svo ekki að við gerðum jafntefli í fyrsta leik á EM 2010 þegar við unnum bronsið. Jú, á móti Serbum!— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) January 12, 2024 Þrátt fyrir átta marka tap gegn Frökkum í undanúrslitaleiknum náði liðið vopnum sínum fyrir bronsleikinn gegn Pólverjum og vann sín fyrstu verðlaun á stórmóti. Fyrir utan sigurinn er bronsleiksins einna helst minnst fyrir ótrúlegan varnarleik Alexander Petersson sem stal boltanum af leikmanni pólska liðsins í miðju hraðaupphlaupi. Tveir núverandi leikmenn íslenska liðsins voru í liðinu sem vann bronsið í Austurríki. Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var þá á sínu fyrsta stórmóti og var meðal annars markahæstur í undanúrslitaleiknum gegn Frökkum. Þá var Björgvin Páll Gústavsson í marki íslenska liðsins líkt og nú. Þar að auki voru núverandi þjálfarar Íslands í leikmannahópi liðsins árið 2010. Arnór Atlason aðstoðarþjálfari varð þá í fjórða sæti yfir markahæstu menn mótsins með 39 mörk og Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari kom ekki langt þar á eftir með 36 mörk. Næsti leikur íslenska liðsins er á morgun gegn Svartfellingum og lokaleikur riðilsins gegn Ungverjum á þriðjudag. Vonandi veit jafntefli gegn Serbíu í fyrsta leik á Evrópumóti á gott, líkt og gerðist árið 2010.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira