„Þetta er sami grauturinn í annarri skál“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2024 10:00 Snorri Steinn Guðjónsson er enn ósigraður sem landsliðsþjálfari Íslands. vísir/vilhelm Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í Þýskalandi, segist ekki sjá miklar breytingar á leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta frá síðustu mótum. Ísland vann Svartfjallaland með minnsta mun, 30-31, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í gær. Íslendingar eru með þrjú stig í C-riðli og mæta Ungverjum í lokaumferð riðlakeppninnar annað kvöld. Ísland þarf að vinna leikinn til að fara með tvö stig inn í milliriðla. Rúnar fylgdist vel með leiknum gegn Svartfjallalandi í gær og gaf strákunum í hlaðvarpinu Besta sætið skýrslu um hann. „Ég sá æsispennandi leik. Það er fyrir öllu að við unnum leik. Það er það sem maður tekur út úr þessu. Það er það sem skiptir mestu máli. Allt annað er hægt að spekúlera um. En ég held að allir hafi vonast eftir og reiknað með betri leik en við sýndum,“ sagði Rúnar. Að hans mati vantar ýmislegt upp á í íslensku sókninni. „Mér finnst sóknarleikurinn ekki vera nógu góður. Hann er of staður. Ég held að það sé deginum ljósara að Gísli Þorgeir [Kristjánsson] sé ekki búinn að ná fyrri styrk. Það er alveg á hreinu. Menn sjá það og bíða flatari á hann. Hann er ekkert að fara að skjóta fyrir utan sex metrana og þetta verður erfiðara gegn betri andstæðingum því Svartfjallaland spilaði alls ekki góða vörn. Þetta var eiginlega veisla en við náðum ekki að nýta okkur það.“ Rúnar hefur ekki séð mikla breytingu á leik íslenska liðsins frá síðustu mótum. „Það er ekki enn allt að smella hjá okkur, því miður. Þetta er sami grauturinn í annarri skál. Þetta er bara framhald frá síðustu mótum. Við verðum að fara að skipta um gír,“ sagði Rúnar. Þrátt fyrir misjafna spilamennsku það sem af er móti býst Rúnar við því að íslenska liðið fari áfram í milliriðla. „Ég held að við förum áfram. Það kemur bara næsti leikur og það er alveg hægt að byrja upp á nýtt. Ég held að við séum ekki að spila mikið verr en þetta. Kannski jafn illa en ekki verr,“ sagði Rúnar. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir „Hefðum svo auðveldlega getað verið með núll stig eftir þessa tvo leiki“ Ísland vann Svartfjallaland 31-30 á EM í handbolta í Munchen í gær. Tæpara mátti það ekki standa og var leikurinn gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætið í gærkvöldi. 15. janúar 2024 08:01 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Ísland vann Svartfjallaland með minnsta mun, 30-31, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í gær. Íslendingar eru með þrjú stig í C-riðli og mæta Ungverjum í lokaumferð riðlakeppninnar annað kvöld. Ísland þarf að vinna leikinn til að fara með tvö stig inn í milliriðla. Rúnar fylgdist vel með leiknum gegn Svartfjallalandi í gær og gaf strákunum í hlaðvarpinu Besta sætið skýrslu um hann. „Ég sá æsispennandi leik. Það er fyrir öllu að við unnum leik. Það er það sem maður tekur út úr þessu. Það er það sem skiptir mestu máli. Allt annað er hægt að spekúlera um. En ég held að allir hafi vonast eftir og reiknað með betri leik en við sýndum,“ sagði Rúnar. Að hans mati vantar ýmislegt upp á í íslensku sókninni. „Mér finnst sóknarleikurinn ekki vera nógu góður. Hann er of staður. Ég held að það sé deginum ljósara að Gísli Þorgeir [Kristjánsson] sé ekki búinn að ná fyrri styrk. Það er alveg á hreinu. Menn sjá það og bíða flatari á hann. Hann er ekkert að fara að skjóta fyrir utan sex metrana og þetta verður erfiðara gegn betri andstæðingum því Svartfjallaland spilaði alls ekki góða vörn. Þetta var eiginlega veisla en við náðum ekki að nýta okkur það.“ Rúnar hefur ekki séð mikla breytingu á leik íslenska liðsins frá síðustu mótum. „Það er ekki enn allt að smella hjá okkur, því miður. Þetta er sami grauturinn í annarri skál. Þetta er bara framhald frá síðustu mótum. Við verðum að fara að skipta um gír,“ sagði Rúnar. Þrátt fyrir misjafna spilamennsku það sem af er móti býst Rúnar við því að íslenska liðið fari áfram í milliriðla. „Ég held að við förum áfram. Það kemur bara næsti leikur og það er alveg hægt að byrja upp á nýtt. Ég held að við séum ekki að spila mikið verr en þetta. Kannski jafn illa en ekki verr,“ sagði Rúnar. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir „Hefðum svo auðveldlega getað verið með núll stig eftir þessa tvo leiki“ Ísland vann Svartfjallaland 31-30 á EM í handbolta í Munchen í gær. Tæpara mátti það ekki standa og var leikurinn gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætið í gærkvöldi. 15. janúar 2024 08:01 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
„Hefðum svo auðveldlega getað verið með núll stig eftir þessa tvo leiki“ Ísland vann Svartfjallaland 31-30 á EM í handbolta í Munchen í gær. Tæpara mátti það ekki standa og var leikurinn gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætið í gærkvöldi. 15. janúar 2024 08:01
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita