Jólagjafir, tölvur og nóg af nærbuxum í töskunni Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2024 12:01 Bjarki Már Elísson og félagar í landsliðinu hafa mikinn tíma til að drepa á stórmótum, á milli þess sem þeir spila leiki sem öll þjóðin fylgist með. VÍSIR/VILHELM Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu eru margir orðnir býsna vanir því að verja janúar á hóteli – á stórmóti. Helsta vopn þeirra til að drepa tímann með á vonandi löngu móti í Þýskalandi eru Ipadar og aðrar tölvur. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort eitthvað leyndist í ferðatöskunni sem gæti komið fólki á óvart að væri þar. „Ég tek mikið af græjum með mér. Ipad, tölvu og svo er ég með statíf til að setja á náttborðið svo ég geti hengt upp Ipadinn. Annars er þetta bara klassískt. Nóg af nærbuxum og handboltaskó, þá ertu í nokkuð góðum málum,“ sagði Bjarki Már Elísson léttur, á æfingu landsliðsins skömmu áður en mótið hófst. Svörin má sjá í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Hvað leynist í ferðatöskunni á EM? „Maður er með fullt af jólagjöfum í töskunni sem maður þarf að taka með aftur til Frakklands. Annars ekkert rosalega óvenjulegt. Bara föt og jólafötin og svona,“ sagði Kristján Örn Kristjánsson, Donni, sem hefur þurft að sætta sig við að vera utan hóps í leikjunum gegn Serbíu og Svartfjallalandi. Hann er til taks og tekur fullan þátt í öllum æfingum, og hefur gert frá því að íslenska liðið hóf æfingar á Íslandi um jólin. Donni keypti sér tölvuleik fyrir mótið: „Ég er með tölvuna með mér til að vera á YouTube og spila tölvuleiki og svona. Það var nú ágætlega mikilvægt þegar við vorum í Covid-aðstæðunum að vera með eitthvað til að gera. Ég var að byrja að spila Baldursgate 3, og er rosa spenntur fyrir honum. Ég held ég muni eiga nægan tíma til að spila hann, svo ég ákvað að kaupa hann og sjá hvernig gengur,“ sagði Donni. Ómar Ingi Magnússon glotti bara þegar hann var spurður um hvort eitthvað óvenjulegt leyndist í ferðatöskunni. Svo er ekki. „Ég er ekki hjátrúarfullur eða neitt þannig, og ekki með neina rútínu eða slíkt. Ég er bara með það sem ég þarf til að spila handbolta,“ sagði Ómar. Er hann ekki einu sinni með spilastokk? „Nei, ekki einu sinni. Ég er bara með Ipadinn og símann. Þá er ég góður.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Ungverjaland á morgun klukkan 19.30. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Ísland komið áfram áður en leikur hefst? Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni fyrir lokadaginn í C-riðli EM karla í handbolta á morgun. Örlögin eru í höndum Íslands sem með sigri á Ungverjum stæði uppi með fullkomna draumaniðurstöðu en ef allt fer á versta veg er liðið fallið úr keppni. 15. janúar 2024 08:31 „Þetta er sami grauturinn í annarri skál“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í Þýskalandi, segist ekki sjá miklar breytingar á leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta frá síðustu mótum. 15. janúar 2024 10:00 Skýrsla Sindra: Hvenær kviknar á liðinu hans Snorra? Síðbúin jólagjöf frá Svartfellingum kom í veg fyrir algjöra martraðarniðurstöðu fyrir íslenska landsliðið á EM í handbolta í kvöld. Strákarnir okkar höfnuðu öllum tækifærum til að hrista mótherjana af sér en lönduðu samt að lokum eins tæpum sigri og hugsast gæti, 31-30. 14. janúar 2024 22:31 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Sjá meira
Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort eitthvað leyndist í ferðatöskunni sem gæti komið fólki á óvart að væri þar. „Ég tek mikið af græjum með mér. Ipad, tölvu og svo er ég með statíf til að setja á náttborðið svo ég geti hengt upp Ipadinn. Annars er þetta bara klassískt. Nóg af nærbuxum og handboltaskó, þá ertu í nokkuð góðum málum,“ sagði Bjarki Már Elísson léttur, á æfingu landsliðsins skömmu áður en mótið hófst. Svörin má sjá í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Hvað leynist í ferðatöskunni á EM? „Maður er með fullt af jólagjöfum í töskunni sem maður þarf að taka með aftur til Frakklands. Annars ekkert rosalega óvenjulegt. Bara föt og jólafötin og svona,“ sagði Kristján Örn Kristjánsson, Donni, sem hefur þurft að sætta sig við að vera utan hóps í leikjunum gegn Serbíu og Svartfjallalandi. Hann er til taks og tekur fullan þátt í öllum æfingum, og hefur gert frá því að íslenska liðið hóf æfingar á Íslandi um jólin. Donni keypti sér tölvuleik fyrir mótið: „Ég er með tölvuna með mér til að vera á YouTube og spila tölvuleiki og svona. Það var nú ágætlega mikilvægt þegar við vorum í Covid-aðstæðunum að vera með eitthvað til að gera. Ég var að byrja að spila Baldursgate 3, og er rosa spenntur fyrir honum. Ég held ég muni eiga nægan tíma til að spila hann, svo ég ákvað að kaupa hann og sjá hvernig gengur,“ sagði Donni. Ómar Ingi Magnússon glotti bara þegar hann var spurður um hvort eitthvað óvenjulegt leyndist í ferðatöskunni. Svo er ekki. „Ég er ekki hjátrúarfullur eða neitt þannig, og ekki með neina rútínu eða slíkt. Ég er bara með það sem ég þarf til að spila handbolta,“ sagði Ómar. Er hann ekki einu sinni með spilastokk? „Nei, ekki einu sinni. Ég er bara með Ipadinn og símann. Þá er ég góður.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Ungverjaland á morgun klukkan 19.30. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Ísland komið áfram áður en leikur hefst? Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni fyrir lokadaginn í C-riðli EM karla í handbolta á morgun. Örlögin eru í höndum Íslands sem með sigri á Ungverjum stæði uppi með fullkomna draumaniðurstöðu en ef allt fer á versta veg er liðið fallið úr keppni. 15. janúar 2024 08:31 „Þetta er sami grauturinn í annarri skál“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í Þýskalandi, segist ekki sjá miklar breytingar á leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta frá síðustu mótum. 15. janúar 2024 10:00 Skýrsla Sindra: Hvenær kviknar á liðinu hans Snorra? Síðbúin jólagjöf frá Svartfellingum kom í veg fyrir algjöra martraðarniðurstöðu fyrir íslenska landsliðið á EM í handbolta í kvöld. Strákarnir okkar höfnuðu öllum tækifærum til að hrista mótherjana af sér en lönduðu samt að lokum eins tæpum sigri og hugsast gæti, 31-30. 14. janúar 2024 22:31 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Sjá meira
Ísland komið áfram áður en leikur hefst? Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni fyrir lokadaginn í C-riðli EM karla í handbolta á morgun. Örlögin eru í höndum Íslands sem með sigri á Ungverjum stæði uppi með fullkomna draumaniðurstöðu en ef allt fer á versta veg er liðið fallið úr keppni. 15. janúar 2024 08:31
„Þetta er sami grauturinn í annarri skál“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í Þýskalandi, segist ekki sjá miklar breytingar á leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta frá síðustu mótum. 15. janúar 2024 10:00
Skýrsla Sindra: Hvenær kviknar á liðinu hans Snorra? Síðbúin jólagjöf frá Svartfellingum kom í veg fyrir algjöra martraðarniðurstöðu fyrir íslenska landsliðið á EM í handbolta í kvöld. Strákarnir okkar höfnuðu öllum tækifærum til að hrista mótherjana af sér en lönduðu samt að lokum eins tæpum sigri og hugsast gæti, 31-30. 14. janúar 2024 22:31