„Skandall að Messi hafi unnið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2024 07:46 Lionel Messi hefur unnið öll stærstu verðlaunin síðan að hann hjálpaði Argentínu að verða heimsmeistari 2022. Getty/Marcello Dias Norski fótboltasérfræðingurinn Carl-Erik Torp var allt annað en sáttur við það þegar Lionel Messi var í gær kosinn besti knattspyrnumaður ársins hjá FIFA. Þetta var enn eitt skiptið þar sem er gengið fram hjá norska framherjanum Erling Braut Haaland en í ljós kom að Messi hafði þarna unnið með minnsta mögulega mun. Messi varð heimsmeistari árið 2022 en gerði ekki mjög mikið á árinu 2023. Það er ekki hægt að segja sömu sögu af Haaland. Haaland varð langmarkahæsti leikmaður Manchester City sem vann þrennuna á síðasta tímabili. Haaland bætti líka markametið á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni, bestu deild í heimi. „Ég verð að róa mig aðeins niður. Þetta kemur mér á óvart. Með fullri virðingu fyrir Lionel Messi, sem er að mínu mati besti fótboltamaður allra tíma,“ sagði Carl-Erik Torp en hélt áfram: „Ég myndi segja að það sé skandall að Messi hafi unnið,“ sagði Torp. NRK fór yfir viðbrögð manna. Torp var ekki eini fótboltasérfræðingurinn sem fannst valið ekki vera rétt að þessu sinni. „Mjög skrýtin ákvörðun. Þetta átti alltaf að vera Erling Haaland,“ skrifaði Martyn Ziegler, blaðamaður hjá The Times, á samfélagsmiðilinn X. „Lionel Messi er besti fótboltamaður allra tíma en hann var ekki besti leikmaðurinn á árinu 2023. Þessi verðlaun áttu að fara til Erling Braut Haaland,“ skrifaði fótboltasérfræðingurinn Lars Tjærnås. Slakt gengi norska landsliðsins er aftur á móti ekki að hjálpa Haaland mikið enda Norðmenn langt frá því að komast á EM. FIFA Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Þetta var enn eitt skiptið þar sem er gengið fram hjá norska framherjanum Erling Braut Haaland en í ljós kom að Messi hafði þarna unnið með minnsta mögulega mun. Messi varð heimsmeistari árið 2022 en gerði ekki mjög mikið á árinu 2023. Það er ekki hægt að segja sömu sögu af Haaland. Haaland varð langmarkahæsti leikmaður Manchester City sem vann þrennuna á síðasta tímabili. Haaland bætti líka markametið á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni, bestu deild í heimi. „Ég verð að róa mig aðeins niður. Þetta kemur mér á óvart. Með fullri virðingu fyrir Lionel Messi, sem er að mínu mati besti fótboltamaður allra tíma,“ sagði Carl-Erik Torp en hélt áfram: „Ég myndi segja að það sé skandall að Messi hafi unnið,“ sagði Torp. NRK fór yfir viðbrögð manna. Torp var ekki eini fótboltasérfræðingurinn sem fannst valið ekki vera rétt að þessu sinni. „Mjög skrýtin ákvörðun. Þetta átti alltaf að vera Erling Haaland,“ skrifaði Martyn Ziegler, blaðamaður hjá The Times, á samfélagsmiðilinn X. „Lionel Messi er besti fótboltamaður allra tíma en hann var ekki besti leikmaðurinn á árinu 2023. Þessi verðlaun áttu að fara til Erling Braut Haaland,“ skrifaði fótboltasérfræðingurinn Lars Tjærnås. Slakt gengi norska landsliðsins er aftur á móti ekki að hjálpa Haaland mikið enda Norðmenn langt frá því að komast á EM.
FIFA Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira