Liðin mættu bæði til leiks á Ancient þar sem ÍBV hófu leik í vörn. Young Prodigies hófu leikinn með betri fótinn fyrir framan sig, en þeir leiddu leikinn með 3 lotum í þeirri fimmtu, staðan þá 1-4. ÍBV sigraði loks að nýju í níundu lotu eftir frábæra frammistöðu Cyntax, og komu stöðunni í 2-6.
ÍBV fundu aðeins tvær lotur til viðbótar í fyrri hálfleik og Young Prodigies höfðu þægilegt forskot inn í seinni hálfleikinn.
Staðan í hálfleik: ÍBV 4-8 Young Prodigies
ÍBV sigruðu fyrstu lotu seinni hálfleiks en Young Prodigies héldu uppteknum hætti í kjölfarið og sigruðu að nýju, 5-9. ÍBV reyndist aðeins finna tvær lotur til viðbótar í leik sem reyndist vera þægilegur sigur young Prodigies eftir að stjórna þorra leiksins.
Lokatölur: ÍBV 7-12 Young Prodigies
Young Prodigies eru sem stendur í sjöunda sæti deildarinnar með 14 stig en ÍBV í því níunda með tvö stig. ÍBV eru nú komnir upp fyrir Atlantic eftir að ljóst var að þeir hafi hætt keppni á tímabilinu og fá því dæmdan ósigur fyrir alla leiki tímabilsins.