„Ég er svosem ekki að byrja í vinnunni í dag og er búinn að fá góðan undirbúning. Ég hef verið formaður borgarráðs í eitt og hálft ár,“ segir Einar á heimili sínu í Seljahverfinu í Reykjavík. Þar býr hann ásamt eiginkonu sinni Millu Ósk og þremur börnum. Einar á tvær dætur úr fyrra hjónabandi en hann og Milla eiga einn son saman.
„Það kemur mér í raun og veru mest á óvart hvað þetta er skemmtilegt. Fjölbreytt og ótrúlega ólíkir málaflokkar og alltaf eitthvað nýtt.“
Hér að neðan má sjá brot úr innslagi Íslands í dag frá því í gærkvöldi en áskrifendur geta horft á það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2.