Kærir ráðherra fyrir að skipa Ástráð sem ríkissáttasemjara Jón Þór Stefánsson skrifar 18. janúar 2024 07:01 Frá vinstri: Ástráður Haraldsson, Aldís G. Sigurðardóttir, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Samsett Dr. Aldís G. Sigurðardóttir hefur lagt fram kæru til kærunefndar jafnréttismála vegna ákvörðunar Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, um að skipa Ástráð Haraldsson í embætti ríkissáttasemjara. Aldís sótti líka um embættið. Hæfnisnefnd mat bæði hana og Ástráð sem „mjög vel hæf“ og að lokum var ráðherra falið að velja á milli þeirra. Í útdrætti úr kæru Aldísar, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að hún telji verulega ágalla á niðurstöðu hæfnisnefndarinnar. Hún vill meina að sér hafi verið mismunað á grundvalli kyns. Segja matið beinlínis rangt á köflum „Vinnumarkaðsráðherra hafi ekki fært fram staðreyndir eða önnur gögn og upplýsingar sem sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið til grundvallar ákvörðunar hans,“ segir í útdrættinum. Þar er meðal annars gagnrýnt að hæfnisnefndin hafi lagt menntun Aldísar og Ástráðs að jöfnu. Hún er með doktorsgráðu í viðskiptafræði, en hann embættispróf í lögfræði. Í niðurstöðu hæfnisnefndar segir að bæði séu mjög hæf til að genga embættinu, en að Ástráður hafi það umfram Aldísi að hafa verið settur ríkissáttasemjari í tæpa þrjá mánuði og verið dómari í Félagsdómi í þremur til fjórum málum yfir starfsævina. Hins vegar sé ekkert minnst á reynslu og þekkingu Aldísar af vinnudeilum. Í útdrættinum er því haldið fram að með þessu sé vísvitandi verið að gera lítið úr hæfni Aldísar, á meðan meira sé gert úr hæfi Ástráðs. Bent er á að ábyrgðin á skipuninni sé á vegum ráðherra. „Aldís telur að í þessu tilviki hefði einfaldur samanburður vinnumarkaðsráðherra á umsóknargögnum þessara tveggja umsækjenda sem voru báðir metnir mjög vel hæfir átt að leiða í ljós að mat nefndarinnar hafi verið ófullnægjandi og í mörgum tilvikum beinlínis rangt,“ segir í útdrættinum. Vísvitandi lítið gert úr hæfi Aldísar Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Aldísar, segir í samtali við Vísi að eftir að hafa skoðað gögn málsins þyki henni ljóst að ákvörðun ráðherra sé gölluð. Breytingar hafi til að mynda verið á orðalagi á viðmiðum frá auglýsingu og við mat nefndarinnar. „Mér finnst rauði þráðurinn í gegnum allt þetta mál, þegar ég fer yfir gögnin, vera svolítið þannig að það hafi vísvitandi verið gert lítið úr hæfni hennar, reynslu og þekkingu á vinnumarkaði. En að sama skapi er verið að gera meira úr reynslu núverandi ríkissáttasemjara, sem fékk embættið.“ Lítið gerst síðan kæran var lögð fram Þá segir Erna að kæran hafi verið lögð fram til kærunefndar jafnréttismála hinn 28. nóvember á síðasta ári. Hún hafi fengið staðfestingu á móttöku hennar, en svo virðist sem málið hafi numið staðar. Lítið hafi gerst, en Erna segist meðal annars hafa fengið svör um að hæfi nefndarmanna sé til skoðunar. „Mér finnst svolítið skrýtið að það sé ekkert að gerast. Ég velti fyrir mér afhverju það er. Er verið að draga þetta? Eða er verið að passa upp á að það komi ekki upp mál sem eru óþægileg fyrir félags- og vinnumarkaðsráðherra?“ spyr Erna. Þess má geta að árið 2017 dæmdi Hæstiréttur íslenska ríkið til að greiða Ástráði Haraldssyni bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar sem þeir urðu fyrir við skipun dómara í Landsrétt, sem þáverandi dómsmálaráðherra stóð fyrir. Kjaramál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Jafnréttismál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Aldís sótti líka um embættið. Hæfnisnefnd mat bæði hana og Ástráð sem „mjög vel hæf“ og að lokum var ráðherra falið að velja á milli þeirra. Í útdrætti úr kæru Aldísar, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að hún telji verulega ágalla á niðurstöðu hæfnisnefndarinnar. Hún vill meina að sér hafi verið mismunað á grundvalli kyns. Segja matið beinlínis rangt á köflum „Vinnumarkaðsráðherra hafi ekki fært fram staðreyndir eða önnur gögn og upplýsingar sem sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið til grundvallar ákvörðunar hans,“ segir í útdrættinum. Þar er meðal annars gagnrýnt að hæfnisnefndin hafi lagt menntun Aldísar og Ástráðs að jöfnu. Hún er með doktorsgráðu í viðskiptafræði, en hann embættispróf í lögfræði. Í niðurstöðu hæfnisnefndar segir að bæði séu mjög hæf til að genga embættinu, en að Ástráður hafi það umfram Aldísi að hafa verið settur ríkissáttasemjari í tæpa þrjá mánuði og verið dómari í Félagsdómi í þremur til fjórum málum yfir starfsævina. Hins vegar sé ekkert minnst á reynslu og þekkingu Aldísar af vinnudeilum. Í útdrættinum er því haldið fram að með þessu sé vísvitandi verið að gera lítið úr hæfni Aldísar, á meðan meira sé gert úr hæfi Ástráðs. Bent er á að ábyrgðin á skipuninni sé á vegum ráðherra. „Aldís telur að í þessu tilviki hefði einfaldur samanburður vinnumarkaðsráðherra á umsóknargögnum þessara tveggja umsækjenda sem voru báðir metnir mjög vel hæfir átt að leiða í ljós að mat nefndarinnar hafi verið ófullnægjandi og í mörgum tilvikum beinlínis rangt,“ segir í útdrættinum. Vísvitandi lítið gert úr hæfi Aldísar Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Aldísar, segir í samtali við Vísi að eftir að hafa skoðað gögn málsins þyki henni ljóst að ákvörðun ráðherra sé gölluð. Breytingar hafi til að mynda verið á orðalagi á viðmiðum frá auglýsingu og við mat nefndarinnar. „Mér finnst rauði þráðurinn í gegnum allt þetta mál, þegar ég fer yfir gögnin, vera svolítið þannig að það hafi vísvitandi verið gert lítið úr hæfni hennar, reynslu og þekkingu á vinnumarkaði. En að sama skapi er verið að gera meira úr reynslu núverandi ríkissáttasemjara, sem fékk embættið.“ Lítið gerst síðan kæran var lögð fram Þá segir Erna að kæran hafi verið lögð fram til kærunefndar jafnréttismála hinn 28. nóvember á síðasta ári. Hún hafi fengið staðfestingu á móttöku hennar, en svo virðist sem málið hafi numið staðar. Lítið hafi gerst, en Erna segist meðal annars hafa fengið svör um að hæfi nefndarmanna sé til skoðunar. „Mér finnst svolítið skrýtið að það sé ekkert að gerast. Ég velti fyrir mér afhverju það er. Er verið að draga þetta? Eða er verið að passa upp á að það komi ekki upp mál sem eru óþægileg fyrir félags- og vinnumarkaðsráðherra?“ spyr Erna. Þess má geta að árið 2017 dæmdi Hæstiréttur íslenska ríkið til að greiða Ástráði Haraldssyni bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar sem þeir urðu fyrir við skipun dómara í Landsrétt, sem þáverandi dómsmálaráðherra stóð fyrir.
Kjaramál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Jafnréttismál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira