„Við ætlum að skemma stemninguna þeirra“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2024 12:01 Ómar Ingi Magnússon er sannkallaður burðarás í íslenska landsliðinu enda flestir sammála um að hann sé einn albesti sóknarmaður heims. VÍSIR/VILHELM Ómar Ingi Magnússon vonast eftir að fyrsti „heili, góði“ leikur Íslands á EM í handbolta komi í kvöld, í „geggjaðri“ stemningu í Lanxess-höllinni í Köln þar sem Ísland mætir Þjóðverjum. Íslenska liðið mætti til Kölnar síðdegis í gær, þökk sé aðstoð frá Svartfellingum með að komast í milliriðilinn. Ómar og félagar vilja hrista af sér vonbrigðin gegn Ungverjum í síðasta leik og sýna hvað í þá er spunnið í kvöld. Upphafsstaðan í milliriðli 1. Spilaðir verða þrír leikir í dag og á Ísland lokaleikinn, við Þýskaland. „Við erum náttúrulega hundfúlir með frammistöðuna. Þetta er alls ekki nógu gott og við þurfum að skoða það og sjá hvað við getum gert betur. Það hafa komið skorpur hér og þar sem hafa verið allt í lagi en við höfum ekki náð einum, heilum góðum leik hingað til. Það viljum við bæta. Fara að vera stöðugir í okkar leik. Mótið er ekki búið og við þurfum að vera jákvæðir áfram, megum ekki gefast upp. Við þurfum að finna lausnir og þá er allt opið í þessu,“ segir Ómar. Klippa: Ómar Ingi klár í kvöldið „Kannski eitthvað í hausnum hjá manni“ Ómar er einn af bestu sóknarmönnum heims í dag og blómstrar nánast í hverri viku með besta liði Þýskalands, en hefur verið fjarri sínu besta á EM. Hvað vantar í íslenska liðið sem hann hefur hjá Magdeburg? „Þetta snýst ekkert um mig. Liðið þarf að spila vel, allir þurfa að spila vel. Aðalatriðið er að liðið standi sig. Mér finnst vörnin hafa verið skárri en sóknarleikurinn. Það vantar einhvern takt eða flæði í sóknarleikinn. Það er ekki alveg nógu mikið af lausnum þar. Það er aðaldæmið. Svo þurfum við mögulega að skoða [vannýtt] færi og tapaða bolta. Þar er þetta kannski eitthvað í hausnum hjá manni,“ segir Ómar sem býr sig undir erfiðan leik í kvöld: „Þetta verður hörkuleikur. Þeir eru með hörkulið, stabílir á öllum sviðum og gera allt vel. Það eru ekkert allt of miklar sveiflur í þeirra leik og þeir eru bara vel mannaðir. Það verður geggjað að spila á móti Þýskalandi hérna, fyrir framan þýska áhorfendur, og við ætlum að skemma stemninguna þeirra.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Þeir boluðu Guðmundi í burtu, fengu sinn mann inn og verða að stíga upp“ Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta verða að girða sig í brók og sýna betri frammistöðu. Þeir geti ekki lengur skýlt sér á bak við landsliðsþjálfarann. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram. 18. janúar 2024 09:00 Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31 „Ég verð honum ævinlega þakklátur“ „Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld. 18. janúar 2024 08:02 Besta sætið: „Fá Donna inn hægra megin, fórna Ómari og fórna Viggó“ Stefán Árni Pálsson ræddi við þá Einar Jónsson og Rúnar Kárason í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Besta sætið en þar var farið yfir leik Íslands og Ungverjalands á EM í handbolta í gærkvöldi. 17. janúar 2024 22:43 „Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Sjá meira
Íslenska liðið mætti til Kölnar síðdegis í gær, þökk sé aðstoð frá Svartfellingum með að komast í milliriðilinn. Ómar og félagar vilja hrista af sér vonbrigðin gegn Ungverjum í síðasta leik og sýna hvað í þá er spunnið í kvöld. Upphafsstaðan í milliriðli 1. Spilaðir verða þrír leikir í dag og á Ísland lokaleikinn, við Þýskaland. „Við erum náttúrulega hundfúlir með frammistöðuna. Þetta er alls ekki nógu gott og við þurfum að skoða það og sjá hvað við getum gert betur. Það hafa komið skorpur hér og þar sem hafa verið allt í lagi en við höfum ekki náð einum, heilum góðum leik hingað til. Það viljum við bæta. Fara að vera stöðugir í okkar leik. Mótið er ekki búið og við þurfum að vera jákvæðir áfram, megum ekki gefast upp. Við þurfum að finna lausnir og þá er allt opið í þessu,“ segir Ómar. Klippa: Ómar Ingi klár í kvöldið „Kannski eitthvað í hausnum hjá manni“ Ómar er einn af bestu sóknarmönnum heims í dag og blómstrar nánast í hverri viku með besta liði Þýskalands, en hefur verið fjarri sínu besta á EM. Hvað vantar í íslenska liðið sem hann hefur hjá Magdeburg? „Þetta snýst ekkert um mig. Liðið þarf að spila vel, allir þurfa að spila vel. Aðalatriðið er að liðið standi sig. Mér finnst vörnin hafa verið skárri en sóknarleikurinn. Það vantar einhvern takt eða flæði í sóknarleikinn. Það er ekki alveg nógu mikið af lausnum þar. Það er aðaldæmið. Svo þurfum við mögulega að skoða [vannýtt] færi og tapaða bolta. Þar er þetta kannski eitthvað í hausnum hjá manni,“ segir Ómar sem býr sig undir erfiðan leik í kvöld: „Þetta verður hörkuleikur. Þeir eru með hörkulið, stabílir á öllum sviðum og gera allt vel. Það eru ekkert allt of miklar sveiflur í þeirra leik og þeir eru bara vel mannaðir. Það verður geggjað að spila á móti Þýskalandi hérna, fyrir framan þýska áhorfendur, og við ætlum að skemma stemninguna þeirra.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Þeir boluðu Guðmundi í burtu, fengu sinn mann inn og verða að stíga upp“ Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta verða að girða sig í brók og sýna betri frammistöðu. Þeir geti ekki lengur skýlt sér á bak við landsliðsþjálfarann. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram. 18. janúar 2024 09:00 Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31 „Ég verð honum ævinlega þakklátur“ „Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld. 18. janúar 2024 08:02 Besta sætið: „Fá Donna inn hægra megin, fórna Ómari og fórna Viggó“ Stefán Árni Pálsson ræddi við þá Einar Jónsson og Rúnar Kárason í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Besta sætið en þar var farið yfir leik Íslands og Ungverjalands á EM í handbolta í gærkvöldi. 17. janúar 2024 22:43 „Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Sjá meira
„Þeir boluðu Guðmundi í burtu, fengu sinn mann inn og verða að stíga upp“ Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta verða að girða sig í brók og sýna betri frammistöðu. Þeir geti ekki lengur skýlt sér á bak við landsliðsþjálfarann. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram. 18. janúar 2024 09:00
Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31
„Ég verð honum ævinlega þakklátur“ „Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld. 18. janúar 2024 08:02
Besta sætið: „Fá Donna inn hægra megin, fórna Ómari og fórna Viggó“ Stefán Árni Pálsson ræddi við þá Einar Jónsson og Rúnar Kárason í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Besta sætið en þar var farið yfir leik Íslands og Ungverjalands á EM í handbolta í gærkvöldi. 17. janúar 2024 22:43
„Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31