„Þá ættuð þið að heyra í okkur uppi á herbergi“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2024 14:31 Aron Pálmarsson þakkar íslensku stuðningsmönnunum í München fyrir stuðninginn. Þeir gerðu sitt besta til að hvetja liðið til dáða. VÍSIR/VILHELM Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, lætur neikvæðni annarra í garð liðsins eftir tapið slæma gegn Ungverjalandi ekki á sig fá. Leikmenn séu sjálfir mun óvægnari í gagnrýni á eigin frammistöðu en blaðamenn. Íslenska landsliðið býr sig nú undir afar erfiðan leik við Þjóðverja á þeirra heimavelli í Lanxess-höllinni í Köln í kvöld. Þangað kom íslenski hópurinn rétt fyrir kvöldmat í gær, eftir langa lestarferð frá München. Strákarnir okkar hafa valdið mörgum vonbrigðum hingað til á EM og geta þakkað Svartfellingum fyrir að vera enn með á mótinu. Versta frammistaðan var í fyrrakvöld, gegn Ungverjum. „Þetta var erfitt [í fyrrakvöld] auðvitað. Ég vaknaði pínu pirraður [í gærmorgun], en svo hefur þú ekkert tíma í að fara eitthvað dýpra í það. Þú gerir það bara eftir mót,“ sagði Aron á hóteli landsliðsins í gærkvöld. Klippa: Aron lætur bölsýni annarra ekki trufla sig „Við fórum yfir þetta [tapið gegn Ungverjum] á hótelinu sem lið, og svo aðeins hver í sínu horni, til að kafa og finna lausnir. En svo er enginn tími til að staldra við þetta. Þú mátt hvorki fara of hátt eftir sigurleiki, eða of langt niður þegar þú spilar illa. Núna er bara full einbeiting á Þjóðverja,“ sagði Aron sem hittir sinn gamla læriföður Alfreð Gíslason, þjálfara Þýskalands, í kvöld og reiknar með gríðarlegri stemningu í höllinni. Aðspurður hvort Aron hafi orðið var við þá miklu svartsýni sem var á samfélagsmiðlum eftir síðasta leik, og hvort leikmenn nái að leiða hana hjá sér, svaraði fyrirliðinn margreyndi: „Ég vona það. Ég er ekki mikið á þessu en auðvitað sér maður fréttir, eðlilega, og það er ekkert sem að kemur manni á óvart þar. Ef að þið haldið að þið blaðamenn séuð neikvæðir þá ættuð þið að heyra í okkur uppi á herbergi eftir svona leik. Þetta er ekki eitthvað sem ætti að slá okkur eitthvað út af laginu.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31 „Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31 „Þeir boluðu Guðmundi í burtu, fengu sinn mann inn og verða að stíga upp“ Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta verða að girða sig í brók og sýna betri frammistöðu. Þeir geti ekki lengur skýlt sér á bak við landsliðsþjálfarann. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram. 18. janúar 2024 09:00 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Sjá meira
Íslenska landsliðið býr sig nú undir afar erfiðan leik við Þjóðverja á þeirra heimavelli í Lanxess-höllinni í Köln í kvöld. Þangað kom íslenski hópurinn rétt fyrir kvöldmat í gær, eftir langa lestarferð frá München. Strákarnir okkar hafa valdið mörgum vonbrigðum hingað til á EM og geta þakkað Svartfellingum fyrir að vera enn með á mótinu. Versta frammistaðan var í fyrrakvöld, gegn Ungverjum. „Þetta var erfitt [í fyrrakvöld] auðvitað. Ég vaknaði pínu pirraður [í gærmorgun], en svo hefur þú ekkert tíma í að fara eitthvað dýpra í það. Þú gerir það bara eftir mót,“ sagði Aron á hóteli landsliðsins í gærkvöld. Klippa: Aron lætur bölsýni annarra ekki trufla sig „Við fórum yfir þetta [tapið gegn Ungverjum] á hótelinu sem lið, og svo aðeins hver í sínu horni, til að kafa og finna lausnir. En svo er enginn tími til að staldra við þetta. Þú mátt hvorki fara of hátt eftir sigurleiki, eða of langt niður þegar þú spilar illa. Núna er bara full einbeiting á Þjóðverja,“ sagði Aron sem hittir sinn gamla læriföður Alfreð Gíslason, þjálfara Þýskalands, í kvöld og reiknar með gríðarlegri stemningu í höllinni. Aðspurður hvort Aron hafi orðið var við þá miklu svartsýni sem var á samfélagsmiðlum eftir síðasta leik, og hvort leikmenn nái að leiða hana hjá sér, svaraði fyrirliðinn margreyndi: „Ég vona það. Ég er ekki mikið á þessu en auðvitað sér maður fréttir, eðlilega, og það er ekkert sem að kemur manni á óvart þar. Ef að þið haldið að þið blaðamenn séuð neikvæðir þá ættuð þið að heyra í okkur uppi á herbergi eftir svona leik. Þetta er ekki eitthvað sem ætti að slá okkur eitthvað út af laginu.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31 „Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31 „Þeir boluðu Guðmundi í burtu, fengu sinn mann inn og verða að stíga upp“ Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta verða að girða sig í brók og sýna betri frammistöðu. Þeir geti ekki lengur skýlt sér á bak við landsliðsþjálfarann. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram. 18. janúar 2024 09:00 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Sjá meira
Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31
„Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31
„Þeir boluðu Guðmundi í burtu, fengu sinn mann inn og verða að stíga upp“ Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta verða að girða sig í brók og sýna betri frammistöðu. Þeir geti ekki lengur skýlt sér á bak við landsliðsþjálfarann. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram. 18. janúar 2024 09:00