Þetta kemur fram í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins. Þar segir að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi greint ríkislögmanni fyrir hönd íslenska ríkisins frá afléttingu bráðabirgðastöðvunarinnar og niðurfellingu kærunnar.
Í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins segir að fjölmiðlar hafi á fyrri stigum haldið almenningi upplýstum um gang þessa dómsmáls og það hlotið töluverða athygli. Því þyki rétt að upplýsa um málalyktir.
Íslensk stjórnvöld synjuðu fjölskyldunni upprunalega um alþjóðlega vernd hér á landi á þeim forsendum að þau væru þegar með slíka vernd í Grikklandi. Kæra fjölskyldunnar til Mannréttindadómstóls Evrópu byggði á því að málsmeðferð íslenskra stjórnvalda og brottvísun fjölskyldunnar úr landi hefði falið í sér brot á réttindum þeirra samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu.
äÁkvörðun dómstólsins um að taka kæruna ekki til efnismeðferðar er endanleg,“ segir í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins.