Argur út í borgina og vill herða eftirlit: „Hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. janúar 2024 19:52 Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, er óánægður með framlengingu Reykjavíkurborgar á leyfi tjaldbúa við Austurvöll. Tjaldbúðirnar séu hörmung og herða þurfi landamæraeftirlit. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir óboðlegt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli og þær hafi ekkert með venjuleg mótmæli að gera. Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, skrifar um tjaldbúðirnar á Austurvelli í Facebook-færslu. „Það er hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll sem nú hafa staðið þar síðan 27. desember síðastliðinn. Það er óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum á þessum helga stað milli styttunnar af Jóni Sigurðssyni og Alþingis,“ skrifar Bjarni í færslunni. „Í gær beit Reykjavíkurborg höfuðið af skömminni með því að framlengja leyfið. Það má gera ráð fyrir að það hafi verið hugsað í þeim tilgangi að tryggja að tjöldin stæðu þarna að lágmarki fram yfir samkomudag þingsins í upphafi næstu viku,“ skrifar hann einnig. „Þessar dapurlegu tjaldbúðir hafa ekkert með hefðbundin mótmæli að gera sem löng hefð er fyrir að geti farið fram á Austurvelli. Í þessu tilviki hefur Reykjavíkurborg leyft því að gerast að hópur mótmælenda kemur sér í heilan mánuð fyrir með tjöldum og búnaði,“ segir jafnframt í færslunni. Mótmæli í tjaldbúðunum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga. Í nýju leyfir Reykjavíkurborg er mótmælendum settar meiri skorður, meg bara vera með eitt tjald á Austurvelli og mega ekki gista í því. Ætti ekki að líðast að þjóðfána sé flaggað fyrir framan Alþingi svo vikum skipti Óskiljanlegt sé að tjaldbúðirnar hafi fengið að viðgangast og að Reykjavíkurborg leggi sérstaka blessun yfir flöggun fánans við framlengingu leyfisins. Hann gefur ekkert fyrir lítillega breytt skilyrði sem fylgja framlengingu leyfisins. „Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi Íslands svo vikum skipti til að mótmæla íslenskum stjórnvöldum. Hvað þá að festa slíka fána á ljósastaura og annað lauslegt og láta þá hanga þar svo vikum skipti,“ segir hann í færslunni. Bjarni segir að þeir sem mótmæli séu í landi sem fær margfalt fleiri umsóknir hælisleitenda en nágrannaríkin og að hærra hlutfall umsókna sé jafnframt tekið til efnislegrar meðferðar hér með jákvæðri niðurstöðu. „Ekkert Norðurlandanna hefur tekið við fleiri Palestínumönnum en Ísland undanfarið og ekkert annað land hefur tekið til flýtimeðferðar beiðnir um fjölskyldusameiningar eftir 7. október. Þessi hópur krefst þess nú að íslensk stjórnvöld gangi einnig lengra en allar nágrannaþjóðir til þess að tryggja að það fólk komist frá Gaza,“ skrifar hann í færslunni. Auka þurfi eftirlit og herða reglur Í lok færslunnar segir Bjarni að næsta sem þurfi að gerast í málaflokknum sé að herða reglur um hælisleitendamál, samræma við það sem gerist hjá nágrannaþjóðum og auka þurfi eftirlit á landamærum. „Núverandi fyrirkomulag er algerlega komið úr böndunum, bæði varðandi kostnað og fjölda umsókna. Innviðir okkar komnir að þolmörkum og á því þingi sem tekur aftur til starfa á mánudaginn fram á sumar skiptir öllu að á þessum málum verði tekið af festu og öryggi,“ skrifar hann. „Alþingi hefur ítrekað brugðist og hafnað tillögum dómsmálaráðherra sem m.a. hafa átt að taka á þessari stöðu, þótt nokkur jákvæð skref hafi verið tekin. Samhliða þessu þarf að styrkja lögregluna m.a. með auknum heimildum í baráttunni gegn brotastarfsemi, þ.m.t. alþjóðlegri brotastarfsemi,“ segir hann að lokum. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Mega bara vera með eitt tjald og mega ekki gista í því Mótmæli í tjaldbúðum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga en með nýju leyfi Reykjavíkurborgar hafa mótmælendum verið settar meiri skorður. Nú mega þeir bara vera með eitt tjald og ekki gista í því. 19. janúar 2024 21:41 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, skrifar um tjaldbúðirnar á Austurvelli í Facebook-færslu. „Það er hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll sem nú hafa staðið þar síðan 27. desember síðastliðinn. Það er óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum á þessum helga stað milli styttunnar af Jóni Sigurðssyni og Alþingis,“ skrifar Bjarni í færslunni. „Í gær beit Reykjavíkurborg höfuðið af skömminni með því að framlengja leyfið. Það má gera ráð fyrir að það hafi verið hugsað í þeim tilgangi að tryggja að tjöldin stæðu þarna að lágmarki fram yfir samkomudag þingsins í upphafi næstu viku,“ skrifar hann einnig. „Þessar dapurlegu tjaldbúðir hafa ekkert með hefðbundin mótmæli að gera sem löng hefð er fyrir að geti farið fram á Austurvelli. Í þessu tilviki hefur Reykjavíkurborg leyft því að gerast að hópur mótmælenda kemur sér í heilan mánuð fyrir með tjöldum og búnaði,“ segir jafnframt í færslunni. Mótmæli í tjaldbúðunum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga. Í nýju leyfir Reykjavíkurborg er mótmælendum settar meiri skorður, meg bara vera með eitt tjald á Austurvelli og mega ekki gista í því. Ætti ekki að líðast að þjóðfána sé flaggað fyrir framan Alþingi svo vikum skipti Óskiljanlegt sé að tjaldbúðirnar hafi fengið að viðgangast og að Reykjavíkurborg leggi sérstaka blessun yfir flöggun fánans við framlengingu leyfisins. Hann gefur ekkert fyrir lítillega breytt skilyrði sem fylgja framlengingu leyfisins. „Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi Íslands svo vikum skipti til að mótmæla íslenskum stjórnvöldum. Hvað þá að festa slíka fána á ljósastaura og annað lauslegt og láta þá hanga þar svo vikum skipti,“ segir hann í færslunni. Bjarni segir að þeir sem mótmæli séu í landi sem fær margfalt fleiri umsóknir hælisleitenda en nágrannaríkin og að hærra hlutfall umsókna sé jafnframt tekið til efnislegrar meðferðar hér með jákvæðri niðurstöðu. „Ekkert Norðurlandanna hefur tekið við fleiri Palestínumönnum en Ísland undanfarið og ekkert annað land hefur tekið til flýtimeðferðar beiðnir um fjölskyldusameiningar eftir 7. október. Þessi hópur krefst þess nú að íslensk stjórnvöld gangi einnig lengra en allar nágrannaþjóðir til þess að tryggja að það fólk komist frá Gaza,“ skrifar hann í færslunni. Auka þurfi eftirlit og herða reglur Í lok færslunnar segir Bjarni að næsta sem þurfi að gerast í málaflokknum sé að herða reglur um hælisleitendamál, samræma við það sem gerist hjá nágrannaþjóðum og auka þurfi eftirlit á landamærum. „Núverandi fyrirkomulag er algerlega komið úr böndunum, bæði varðandi kostnað og fjölda umsókna. Innviðir okkar komnir að þolmörkum og á því þingi sem tekur aftur til starfa á mánudaginn fram á sumar skiptir öllu að á þessum málum verði tekið af festu og öryggi,“ skrifar hann. „Alþingi hefur ítrekað brugðist og hafnað tillögum dómsmálaráðherra sem m.a. hafa átt að taka á þessari stöðu, þótt nokkur jákvæð skref hafi verið tekin. Samhliða þessu þarf að styrkja lögregluna m.a. með auknum heimildum í baráttunni gegn brotastarfsemi, þ.m.t. alþjóðlegri brotastarfsemi,“ segir hann að lokum.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Mega bara vera með eitt tjald og mega ekki gista í því Mótmæli í tjaldbúðum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga en með nýju leyfi Reykjavíkurborgar hafa mótmælendum verið settar meiri skorður. Nú mega þeir bara vera með eitt tjald og ekki gista í því. 19. janúar 2024 21:41 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Mega bara vera með eitt tjald og mega ekki gista í því Mótmæli í tjaldbúðum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga en með nýju leyfi Reykjavíkurborgar hafa mótmælendum verið settar meiri skorður. Nú mega þeir bara vera með eitt tjald og ekki gista í því. 19. janúar 2024 21:41