Einkunnir Strákanna okkar á móti Frakklandi: Haukur, Óðinn og Viggó frábærir en vörn og markvarsla í molum Íþróttadeild Vísis skrifar 20. janúar 2024 16:39 Haukur Þrastarson kom með beinum hætti að sjö mörkum á þeim rúmu sextán mínútum sem hann spilaði gegn Frökkum. vísir/vilhelm Ísland tapaði þriðja leik sínum í röð á EM karla í handbolta þegar það laut í lægra haldi fyrir Frakklandi, 39-32, í milliriðli 1 í dag. Frakkar voru alltaf með undirtökin og skoruðu þegar þeim sýndist. Þeir gerðu alls 39 mörk og voru með 74 prósent skotnýtingu. Íslenska vörnin var slök og þeir Viktor Gísli Hallgrímsson og Björgvin Páll Gústavsson náðu sér engan veginn á strik í markinu. Óðinn Þór Ríkharðsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson svöruðu fyrir slaka frammistöðu á mótinu til þessa með flottum leik í dag. Óðinn skoraði sex mörk líkt og Elliði Snær Viðarsson og Viggó Kristjánsson sem lék á als oddi í sókninni í seinni hálfleik. Það jákvæðasta við leikinn frá sjónarhóli Íslendinga var samt innkoma Hauks Þrastarsonar sem skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar í seinni hálfleik. Næsti leikur Íslands er gegn Króatíu á mánudaginn og þann leik verður liðið að vinna til að eiga möguleika á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Frakklandi:- Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 2 (10 varin skot - 44:57 mín.) Náði sér engan veginn á strik. Fékk litla hjálp hjá íslensku vörninni en tíu varin skot og 24 prósent hlutfallsmarkvarsla er ekki ásættanlegt hjá jafn góðum markverði og Viktori. Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður - 1 (0 mörk - 51:13 mín.) Byrjaði inn á í fyrsta sinn á mótinu. Fékk úr engu að moða í fyrri hálfleik enda fór boltinn aldrei út í vinstra hornið. Klikkaði á báðum skotunum sínum í seinni hálfleik. Erfitt að réttlæta að vera með hornamann í hóp sem er fyrirmunað að nýta færin sín. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 2 (1 mark - 19:27 mín.) Byrjaði ekki vel en náði sér betur á strik eftir að hann kom inn á seinni hluta fyrri hálfleiks. Spilaði lítið sem ekkert í seinni hálfleik og virkaði hálf bensínlaus. Slakasti leikur fyrirliðans á mótinu. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (1 mark - 6:40 mín.) Byrjaði inn á en náði ekki fylgja eftir frábærum leik gegn Þýskalandi. Spilaði ekkert í seinni hálfleik. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 2 (2 mörk - 20:46 mín.) Fann sig ekki í leiknum og átti litla möguleika gegn sterkum Frökkum. Klúðraði enn einu vítinu á mótinu. Hefur aðeins skorað úr átta af fimmtán vítum á EM sem er hroðaleg nýting. Sigvaldi Guðjónsson, hægri hornamaður - 1 (0 mörk - 19:20 mín.) Slök frammistaða hjá Sigvalda eftir góðan seinni hálfleik gegn Þýskalandi. Klikkaði á báðum færunum sínum og var í kjölfarið tekinn af velli. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 4 (6 mörk - 46:46 mín.) Raðaði inn mörkum í fyrri hálfleik og var öruggur í færunum sínum. Var hins vegar ekki nógu sterkur í vörninni og miðjan á henni míglak. Náði sér heldur ekki á strik þegar hann var færður í bakvörðinn í vörn. Ýmir Örn Gíslason, varnarmaður - 2 (0 mörk - 19:18 mín.) Ekki jafn áræðinn og gegn Þjóðverjum. Frakkar skutu íslenska liðið í kaf án þess að Ýmir og félagar fengju rönd við reist. Hefði þurft að taka meira frumkvæði í vörninni. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 5 (6 mörk - 38:44 mín.) Velkominn til leiks Óðinn! Hefur verið afleitur á mótinu en skoraði undursamlegt sirkusmark skömmu eftir að hann kom inn á og spilaði eins og engill eftir það. Skoraði úr öllum sex skotunum sínum. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 4 (2 mörk - 28:24 mín.) Þetta er Gísli sem við þekkjum og elskum. Dúndurgóð innkoma hjá Hafnfirðingnum sem hleypti nýju lífi í sóknarleik Íslands. Hans langbesti leikur á EM. Stýrði sókninni af myndarbrag og var áræðinn og ákveðinn í sínum aðgerðum. Fór hvað eftir annað illa með Luka Karabatic og Ludovic Fabregas. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 5 (6 mörk - 40:02 mín.) Elskar að spila gegn Frökkum. Kom inn á eftir að Ómar Ingi náði sér ekki á strik og spilaði eins og kóngur í sókninni í seinni hálfleik. Skoraði sex mörk, gaf fjórar stoðsendingar og fiskaði eitt víti. Hefði mátt standa vörnina betur en frábær frammistaða hjá Viggó sem flýtur að fá að byrja næsta leik. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 2 (3 mörk - 33:30 mín.) Óvenju slakur í vörninni og klikkaði á fjórum af sjö skotum sínum. Átti ágætis spretti í seinni bylgjunni en getur miklu betur. Haukur Þrastarson, leikstjórnandi 5 (4 mörk - 16:05 mín.) Hneigðu þig drengur! Þvílík innkoma hjá Hauki. Byrjaði með rosalegum látum. Í fyrstu fjórum sóknunum eftir að hann kom inn á skoraði hann tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar. Endaði með fjögur mörk og þrjár stoðsendingar og sýndi að hann á að vera burðarstólpi í þessu liði til framtíðar. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - 2 (1 mark - 16:23 mín.) Kom ekki mikið við sögu. Skoraði eitt mark en fékk ekkert við ráðið í vörninni. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður 1 - (0 varin skot - 10:55 mín.) Björgvin Páll er annað hvort eða á þessu móti. Annað hvort ver hann vel eða bókstaflega ekki neitt, eins og í þessum leik. Klukkaði ekki eitt af þeim átta skotum sem hann fékk á sig. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður 2 - (0 mörk - 7:30 mín.) Byrjaði á bekknum og sat þar þar til um tæpar tíu mínútur voru eftir. Klikkaði á eina færinu sem hann fékk. Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari - 3 Sóknarleikurinn hefur verið slakur á mótinu en það var ekki hann sem felldi okkur að þessu sinni. Það var alltof passív og grútlin vörn og engin markvarsla. Snorri tók stóra ákvörðun með því að henda Bjarka á bekkinn og var þá kannski að horfa til næstu tveggja leikja. Íslenska sóknin var slök um miðjan fyrri hálfleik en annars góð. En þrátt fyrir að hafa skorað 32 mörk og sýnt góða sóknartakta átti íslenska liðið litla möguleika í leiknum og Frakkarnir svitnuðu ekki mikið. Hvað gerir Snorri í næsta leik? Byrjar hann með Hauk og Viggó sem unnu sér inn prik með frammistöðunni í dag eða treystir hann á Aron og Ómar Inga sem fundu sig ekki í dag. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira
Frakkar voru alltaf með undirtökin og skoruðu þegar þeim sýndist. Þeir gerðu alls 39 mörk og voru með 74 prósent skotnýtingu. Íslenska vörnin var slök og þeir Viktor Gísli Hallgrímsson og Björgvin Páll Gústavsson náðu sér engan veginn á strik í markinu. Óðinn Þór Ríkharðsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson svöruðu fyrir slaka frammistöðu á mótinu til þessa með flottum leik í dag. Óðinn skoraði sex mörk líkt og Elliði Snær Viðarsson og Viggó Kristjánsson sem lék á als oddi í sókninni í seinni hálfleik. Það jákvæðasta við leikinn frá sjónarhóli Íslendinga var samt innkoma Hauks Þrastarsonar sem skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar í seinni hálfleik. Næsti leikur Íslands er gegn Króatíu á mánudaginn og þann leik verður liðið að vinna til að eiga möguleika á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Frakklandi:- Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 2 (10 varin skot - 44:57 mín.) Náði sér engan veginn á strik. Fékk litla hjálp hjá íslensku vörninni en tíu varin skot og 24 prósent hlutfallsmarkvarsla er ekki ásættanlegt hjá jafn góðum markverði og Viktori. Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður - 1 (0 mörk - 51:13 mín.) Byrjaði inn á í fyrsta sinn á mótinu. Fékk úr engu að moða í fyrri hálfleik enda fór boltinn aldrei út í vinstra hornið. Klikkaði á báðum skotunum sínum í seinni hálfleik. Erfitt að réttlæta að vera með hornamann í hóp sem er fyrirmunað að nýta færin sín. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 2 (1 mark - 19:27 mín.) Byrjaði ekki vel en náði sér betur á strik eftir að hann kom inn á seinni hluta fyrri hálfleiks. Spilaði lítið sem ekkert í seinni hálfleik og virkaði hálf bensínlaus. Slakasti leikur fyrirliðans á mótinu. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (1 mark - 6:40 mín.) Byrjaði inn á en náði ekki fylgja eftir frábærum leik gegn Þýskalandi. Spilaði ekkert í seinni hálfleik. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 2 (2 mörk - 20:46 mín.) Fann sig ekki í leiknum og átti litla möguleika gegn sterkum Frökkum. Klúðraði enn einu vítinu á mótinu. Hefur aðeins skorað úr átta af fimmtán vítum á EM sem er hroðaleg nýting. Sigvaldi Guðjónsson, hægri hornamaður - 1 (0 mörk - 19:20 mín.) Slök frammistaða hjá Sigvalda eftir góðan seinni hálfleik gegn Þýskalandi. Klikkaði á báðum færunum sínum og var í kjölfarið tekinn af velli. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 4 (6 mörk - 46:46 mín.) Raðaði inn mörkum í fyrri hálfleik og var öruggur í færunum sínum. Var hins vegar ekki nógu sterkur í vörninni og miðjan á henni míglak. Náði sér heldur ekki á strik þegar hann var færður í bakvörðinn í vörn. Ýmir Örn Gíslason, varnarmaður - 2 (0 mörk - 19:18 mín.) Ekki jafn áræðinn og gegn Þjóðverjum. Frakkar skutu íslenska liðið í kaf án þess að Ýmir og félagar fengju rönd við reist. Hefði þurft að taka meira frumkvæði í vörninni. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 5 (6 mörk - 38:44 mín.) Velkominn til leiks Óðinn! Hefur verið afleitur á mótinu en skoraði undursamlegt sirkusmark skömmu eftir að hann kom inn á og spilaði eins og engill eftir það. Skoraði úr öllum sex skotunum sínum. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 4 (2 mörk - 28:24 mín.) Þetta er Gísli sem við þekkjum og elskum. Dúndurgóð innkoma hjá Hafnfirðingnum sem hleypti nýju lífi í sóknarleik Íslands. Hans langbesti leikur á EM. Stýrði sókninni af myndarbrag og var áræðinn og ákveðinn í sínum aðgerðum. Fór hvað eftir annað illa með Luka Karabatic og Ludovic Fabregas. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 5 (6 mörk - 40:02 mín.) Elskar að spila gegn Frökkum. Kom inn á eftir að Ómar Ingi náði sér ekki á strik og spilaði eins og kóngur í sókninni í seinni hálfleik. Skoraði sex mörk, gaf fjórar stoðsendingar og fiskaði eitt víti. Hefði mátt standa vörnina betur en frábær frammistaða hjá Viggó sem flýtur að fá að byrja næsta leik. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 2 (3 mörk - 33:30 mín.) Óvenju slakur í vörninni og klikkaði á fjórum af sjö skotum sínum. Átti ágætis spretti í seinni bylgjunni en getur miklu betur. Haukur Þrastarson, leikstjórnandi 5 (4 mörk - 16:05 mín.) Hneigðu þig drengur! Þvílík innkoma hjá Hauki. Byrjaði með rosalegum látum. Í fyrstu fjórum sóknunum eftir að hann kom inn á skoraði hann tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar. Endaði með fjögur mörk og þrjár stoðsendingar og sýndi að hann á að vera burðarstólpi í þessu liði til framtíðar. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - 2 (1 mark - 16:23 mín.) Kom ekki mikið við sögu. Skoraði eitt mark en fékk ekkert við ráðið í vörninni. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður 1 - (0 varin skot - 10:55 mín.) Björgvin Páll er annað hvort eða á þessu móti. Annað hvort ver hann vel eða bókstaflega ekki neitt, eins og í þessum leik. Klukkaði ekki eitt af þeim átta skotum sem hann fékk á sig. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður 2 - (0 mörk - 7:30 mín.) Byrjaði á bekknum og sat þar þar til um tæpar tíu mínútur voru eftir. Klikkaði á eina færinu sem hann fékk. Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari - 3 Sóknarleikurinn hefur verið slakur á mótinu en það var ekki hann sem felldi okkur að þessu sinni. Það var alltof passív og grútlin vörn og engin markvarsla. Snorri tók stóra ákvörðun með því að henda Bjarka á bekkinn og var þá kannski að horfa til næstu tveggja leikja. Íslenska sóknin var slök um miðjan fyrri hálfleik en annars góð. En þrátt fyrir að hafa skorað 32 mörk og sýnt góða sóknartakta átti íslenska liðið litla möguleika í leiknum og Frakkarnir svitnuðu ekki mikið. Hvað gerir Snorri í næsta leik? Byrjar hann með Hauk og Viggó sem unnu sér inn prik með frammistöðunni í dag eða treystir hann á Aron og Ómar Inga sem fundu sig ekki í dag. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira