„Ég er mest feginn að hafa keyrt yfir sprunguna en ekki labbað yfir hana“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. janúar 2024 21:01 Benedikt og barnabarn hans voru í bílnum þegar dekkið pompaði ofan í holuna. Dekkið á vinnubíl Benedikts G. Jónssonar, pípulagningameistara, pompaði niður í holu þegar jörð gaf sig í Grindavík í dag. Benedikt var fljótur að aka upp úr holunni og sakaði engan í atvikinu. Benedikt rekur fyrirtækið Benna pípara og er búinn að vera í Grindavík undanfarna daga eins og fjöldi annarra pípara við að yfirfara hús í bænum. Hann segir jörðina hafa gefið sig óvænt þegar hann ók inn á bílastæði í bænum. „Þetta var núna rétt um hádegið sem við fórum að húsi sem heitir Vigtin. Þetta er á milli slökkvistöðvarinnar og verkstæðisins Grindarinnar. Við vorum að fara þar inn til að ganga frá. Ég keyrði inn götuna og ætlaði reyndar að skilja bílinn eftir á götunni og labba upp að húsinu en ákvað að keyra inn planið af því ég vissi að það var búið að fylla upp í sprunguna sem kom 10. nóvember og menn höfðu verið að leggja bílum þarna áður,“ segir Benedikt. „Ég keyrði inn á planið og þá húrraði bíllinn niður. Ég keyrði hann upp úr strax og stoppaði þannig að sprungan var undir miðjum bílnum,“ segir hann. Það hafi farið um hann ónotatilfinning. „Afastrákurinn minn var með mér og ég rak hann út úr bílnum af því ég hélt að bíllinn færi niður. En það var nú ekki svo slæmt. Svo ákvað ég bara að taka sénsinn að leggja á stýrið og bakka út. Ég hugsaði að hann færi ekki mikið neðar,“ segir hann. Feginn að hafa ekki labbað yfir sprunguna Benedikt segir að í kjölfarið hafi svæðið verið girt af og menn komið til að mæla dýpt holunnar. „Ég sá ekki ofan í botn á þessari sprungu. Þetta er held ég aðalsprungan sem liggur þvert í gegnum bæinn,“ segir hann. Holan var mæld en Benedikt segir hana hafa verið ansi djúpa. Aðsent Þetta var ansi djúpt er það ekki? „Þetta var eins og skæna af sandi sem ég keyri yfir og svo stækkaði holrúmið niður eins og tregt á hvolfi,“ segir hann. „Ég er mest feginn að hafa keyrt yfir sprunguna en ekki labbað yfir hana,“ segir Benedikt. Hann tekur fram að allir sem eru þarna að störfum séu í öryggisbeltum og með hjálma. „Ekki það að það geri mikið ef maður fer lengst ofan í þetta,“ segir hann og bætir við „en það er hugsað til að auðvelda að ná manni upp.“ Svæðið sé þó ekki metið hættulegt. Þú ert ekki orðinn smeykur við að fara þarna um eftir þetta? „Ég get sagt þér að ég passa extra vel upp á hvert ég labba af því núna er ég búinn að sjá þetta sjálfur,“ segir Benedikt. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Benedikt rekur fyrirtækið Benna pípara og er búinn að vera í Grindavík undanfarna daga eins og fjöldi annarra pípara við að yfirfara hús í bænum. Hann segir jörðina hafa gefið sig óvænt þegar hann ók inn á bílastæði í bænum. „Þetta var núna rétt um hádegið sem við fórum að húsi sem heitir Vigtin. Þetta er á milli slökkvistöðvarinnar og verkstæðisins Grindarinnar. Við vorum að fara þar inn til að ganga frá. Ég keyrði inn götuna og ætlaði reyndar að skilja bílinn eftir á götunni og labba upp að húsinu en ákvað að keyra inn planið af því ég vissi að það var búið að fylla upp í sprunguna sem kom 10. nóvember og menn höfðu verið að leggja bílum þarna áður,“ segir Benedikt. „Ég keyrði inn á planið og þá húrraði bíllinn niður. Ég keyrði hann upp úr strax og stoppaði þannig að sprungan var undir miðjum bílnum,“ segir hann. Það hafi farið um hann ónotatilfinning. „Afastrákurinn minn var með mér og ég rak hann út úr bílnum af því ég hélt að bíllinn færi niður. En það var nú ekki svo slæmt. Svo ákvað ég bara að taka sénsinn að leggja á stýrið og bakka út. Ég hugsaði að hann færi ekki mikið neðar,“ segir hann. Feginn að hafa ekki labbað yfir sprunguna Benedikt segir að í kjölfarið hafi svæðið verið girt af og menn komið til að mæla dýpt holunnar. „Ég sá ekki ofan í botn á þessari sprungu. Þetta er held ég aðalsprungan sem liggur þvert í gegnum bæinn,“ segir hann. Holan var mæld en Benedikt segir hana hafa verið ansi djúpa. Aðsent Þetta var ansi djúpt er það ekki? „Þetta var eins og skæna af sandi sem ég keyri yfir og svo stækkaði holrúmið niður eins og tregt á hvolfi,“ segir hann. „Ég er mest feginn að hafa keyrt yfir sprunguna en ekki labbað yfir hana,“ segir Benedikt. Hann tekur fram að allir sem eru þarna að störfum séu í öryggisbeltum og með hjálma. „Ekki það að það geri mikið ef maður fer lengst ofan í þetta,“ segir hann og bætir við „en það er hugsað til að auðvelda að ná manni upp.“ Svæðið sé þó ekki metið hættulegt. Þú ert ekki orðinn smeykur við að fara þarna um eftir þetta? „Ég get sagt þér að ég passa extra vel upp á hvert ég labba af því núna er ég búinn að sjá þetta sjálfur,“ segir Benedikt.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira