Land rís enn við Svartsengi og er komið talsvert hærra en áður hefur mælst á svæðinu. Búast mað við nýju kvikuinnskoti og mögulegu eldgosi eftir nokkrar vikur.
Rætt verður við formann bæjarráðs Grindavíkur, sem segir margt hafa mátt fara betur í aðgerðum stjórnvalda vegna jarðhræringa og eldgoss í Grindavík. Mikill pirringur sé meðal íbúa og andleg heilsa þeirra ekki góð.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.