Þú trúir því ekki en markmið Snorra lifir Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2024 08:31 „Ha? Er enn séns?“ gæti Gísli Þorgeir Kristjánsson verið að hugsa. VÍSIR/VILHELM Hvað ef ég segði þér að það væri enn möguleiki á því að Ísland spilaði um 5. sæti á Evrópumótinu í handbolta? Eða að markmiðið um að komast á Ólympíuleikana í París í sumar sé enn vel raunhæft? Hvorugt er að minnsta kosti lygi. Strákarnir okkar hafa valdið mörgum vonbrigðum með frammistöðu sinni á EM til þessa og eflaust hrista einhverjir hausinn yfir því að þessi grein sé yfirhöfuð skrifuð. En strákarnir geta enn glatt marga með því að vinna Króatíu í dag, og Austurríki á miðvikudaginn, og því gæti fylgt risastór bónus. Dæmi um leið Íslands inn í undankeppni ÓL: Ísland vinnur Króatíu í dag. Austurríki tapar fyrir Frakklandi. Ísland vinnur Austurríki og Ungverjaland tapar ekki báðum leikjum sínum EÐA Ísland vinnur Austurríki með +5 mörkum. Egyptaland verður Afríkumeistari. Markmið Snorra Steins Guðjónssonar landsliðsþjálfara er að Ísland nái öðru af tveimur sætum sem í boði eru í undankeppni Ólympíuleikanna. Flest bestu liðin hafa þegar náð sæti þar, eða sæti á leikunum sjálfum, svo barátta Íslands um þessi tvö sæti er við Austurríki í milliriðli 1, og Portúgal í milliriðli 2 (og Slóvenía bætist reyndar við baráttuna ef Egyptaland verður ekki Afríkumeistari um helgina, sem er ólíklegt). Holland er úr leik í baráttunni eftir úrslit gærdagsins. Er þetta ekki bara voðalega skýrt? Jæja, til að markmið Snorra Steins náist er alla vega ljóst að Ísland þarf að vinna báða leiki sína og treysta á að Austurríki tapi fyrir Frökkum í dag. Vel raunhæft sem sé en fleira gæti þurft að koma til (mögulega að sigur Íslands á Austurríki verði með +5 marka mun, og að Egyptar verði Afríkumeistarar eða að Ísland endi ofar á mótinu en Portúgal eða Slóvenía). En ef að Ísland vinnur ekki í dag eru allir möguleikar úr sögunni. Ísland verður að vinna í dag. Það eru engir aukasénsar lengur. Staðan í milliriðli 1 þegar tvær umferðir eru eftir. Ísland þarf að komast upp fyrir Austurríki sem hefur enn ekki tapað leik.Vísir Það sem gerir stöðu Íslands verri en ella er að hafa tapað með átta marka mun gegn Ungverjum. Austurríki vann Ungverjaland með eins marks mun. Ef aðeins þessi þrjú lið enda jöfn, hvert með 4 stig, mun innbyrðis markatala úr leikjum þeirra ráða niðurröðun. Fyrir leik Íslands og Austurríkis á miðvikudag er hún svona: Ungverjaland +7, Austurríki +1, Ísland -8. Verði liðin þrjú jöfn þyrfti Ísland því fimm marka sigur á Austurríkismönnum til að geta komist upp fyrir þá. (Og já, Ísland gæti þá með 15 marka sigri líka komist yfir Ungverjaland, sem gæti mögulega gefið 3. sæti í riðlinum svo Ísland spilaði um 5. sæti á mótinu (þetta er vissulega langsótt)). En ef Ungverjar fá stig í dag eða á miðvikudag, gegn Þýskalandi eða Frakklandi, þá endar Ísland aldrei jafnt Ungverjalandi að stigum. Þá myndu sigrar gegn Króatíu og Austurríki duga til að ná Austurríki, bara svo lengi sem að Austurríki tapar gegn Frakklandi í dag. Gætu enn endað fyrir ofan Portúgal Þessi grein er alls ekki nógu flókin svo það verður að bæta við að það hjálpar Íslandi einnig að fræðilega séð getur liðið enn náð að enda ofar á mótinu en Portúgal, sem er með fjögur stig í milliriðli 2. Portúgal þyrfti þá að tapa gegn Hollandi á morgun (og Ísland að vinna upp átta marka mun í markatölu sem ætti að vera vel gerlegt). Staðan í milliriðli 2 þegar þar er ein umferð eftir. Portúgal er í baráttu um sæti í undankeppni ÓL en vonir Hollands eru úti.Vísir Það er í lagi að annað hvort Portúgal eða Austurríki endi fyrir ofan Ísland á mótinu, svo lengi sem að Egyptaland verður Afríkumeistari um helgina (því annars færu Egyptar í undankeppni ÓL). Ef Eyptum tekst það ekki bætist Slóvenía í baráttuna, og Ísland þyrfti þá að hafa endað fyrir ofan tvö af þessum liðum: Austurríki, Portúgal og Slóvenía. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Þeirra fjármunir eru ekki ástæða þess að við höfum ekki verið nógu góðir Snorri Steinn Guðjónsson segist læra eitthvað á hverjum degi á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari í handbolta. Hann hafi þó engan tíma til annars en að huga strax að leiknum við Króata á morgun, eftir að hafa gert upp tapið gegn Frökkum á „þungum“ liðsfundi í dag. 21. janúar 2024 22:16 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Sjá meira
Strákarnir okkar hafa valdið mörgum vonbrigðum með frammistöðu sinni á EM til þessa og eflaust hrista einhverjir hausinn yfir því að þessi grein sé yfirhöfuð skrifuð. En strákarnir geta enn glatt marga með því að vinna Króatíu í dag, og Austurríki á miðvikudaginn, og því gæti fylgt risastór bónus. Dæmi um leið Íslands inn í undankeppni ÓL: Ísland vinnur Króatíu í dag. Austurríki tapar fyrir Frakklandi. Ísland vinnur Austurríki og Ungverjaland tapar ekki báðum leikjum sínum EÐA Ísland vinnur Austurríki með +5 mörkum. Egyptaland verður Afríkumeistari. Markmið Snorra Steins Guðjónssonar landsliðsþjálfara er að Ísland nái öðru af tveimur sætum sem í boði eru í undankeppni Ólympíuleikanna. Flest bestu liðin hafa þegar náð sæti þar, eða sæti á leikunum sjálfum, svo barátta Íslands um þessi tvö sæti er við Austurríki í milliriðli 1, og Portúgal í milliriðli 2 (og Slóvenía bætist reyndar við baráttuna ef Egyptaland verður ekki Afríkumeistari um helgina, sem er ólíklegt). Holland er úr leik í baráttunni eftir úrslit gærdagsins. Er þetta ekki bara voðalega skýrt? Jæja, til að markmið Snorra Steins náist er alla vega ljóst að Ísland þarf að vinna báða leiki sína og treysta á að Austurríki tapi fyrir Frökkum í dag. Vel raunhæft sem sé en fleira gæti þurft að koma til (mögulega að sigur Íslands á Austurríki verði með +5 marka mun, og að Egyptar verði Afríkumeistarar eða að Ísland endi ofar á mótinu en Portúgal eða Slóvenía). En ef að Ísland vinnur ekki í dag eru allir möguleikar úr sögunni. Ísland verður að vinna í dag. Það eru engir aukasénsar lengur. Staðan í milliriðli 1 þegar tvær umferðir eru eftir. Ísland þarf að komast upp fyrir Austurríki sem hefur enn ekki tapað leik.Vísir Það sem gerir stöðu Íslands verri en ella er að hafa tapað með átta marka mun gegn Ungverjum. Austurríki vann Ungverjaland með eins marks mun. Ef aðeins þessi þrjú lið enda jöfn, hvert með 4 stig, mun innbyrðis markatala úr leikjum þeirra ráða niðurröðun. Fyrir leik Íslands og Austurríkis á miðvikudag er hún svona: Ungverjaland +7, Austurríki +1, Ísland -8. Verði liðin þrjú jöfn þyrfti Ísland því fimm marka sigur á Austurríkismönnum til að geta komist upp fyrir þá. (Og já, Ísland gæti þá með 15 marka sigri líka komist yfir Ungverjaland, sem gæti mögulega gefið 3. sæti í riðlinum svo Ísland spilaði um 5. sæti á mótinu (þetta er vissulega langsótt)). En ef Ungverjar fá stig í dag eða á miðvikudag, gegn Þýskalandi eða Frakklandi, þá endar Ísland aldrei jafnt Ungverjalandi að stigum. Þá myndu sigrar gegn Króatíu og Austurríki duga til að ná Austurríki, bara svo lengi sem að Austurríki tapar gegn Frakklandi í dag. Gætu enn endað fyrir ofan Portúgal Þessi grein er alls ekki nógu flókin svo það verður að bæta við að það hjálpar Íslandi einnig að fræðilega séð getur liðið enn náð að enda ofar á mótinu en Portúgal, sem er með fjögur stig í milliriðli 2. Portúgal þyrfti þá að tapa gegn Hollandi á morgun (og Ísland að vinna upp átta marka mun í markatölu sem ætti að vera vel gerlegt). Staðan í milliriðli 2 þegar þar er ein umferð eftir. Portúgal er í baráttu um sæti í undankeppni ÓL en vonir Hollands eru úti.Vísir Það er í lagi að annað hvort Portúgal eða Austurríki endi fyrir ofan Ísland á mótinu, svo lengi sem að Egyptaland verður Afríkumeistari um helgina (því annars færu Egyptar í undankeppni ÓL). Ef Eyptum tekst það ekki bætist Slóvenía í baráttuna, og Ísland þyrfti þá að hafa endað fyrir ofan tvö af þessum liðum: Austurríki, Portúgal og Slóvenía. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum.
Dæmi um leið Íslands inn í undankeppni ÓL: Ísland vinnur Króatíu í dag. Austurríki tapar fyrir Frakklandi. Ísland vinnur Austurríki og Ungverjaland tapar ekki báðum leikjum sínum EÐA Ísland vinnur Austurríki með +5 mörkum. Egyptaland verður Afríkumeistari.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Þeirra fjármunir eru ekki ástæða þess að við höfum ekki verið nógu góðir Snorri Steinn Guðjónsson segist læra eitthvað á hverjum degi á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari í handbolta. Hann hafi þó engan tíma til annars en að huga strax að leiknum við Króata á morgun, eftir að hafa gert upp tapið gegn Frökkum á „þungum“ liðsfundi í dag. 21. janúar 2024 22:16 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Sjá meira
Þeirra fjármunir eru ekki ástæða þess að við höfum ekki verið nógu góðir Snorri Steinn Guðjónsson segist læra eitthvað á hverjum degi á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari í handbolta. Hann hafi þó engan tíma til annars en að huga strax að leiknum við Króata á morgun, eftir að hafa gert upp tapið gegn Frökkum á „þungum“ liðsfundi í dag. 21. janúar 2024 22:16