„Mættir í stríð og þurfum að vera tilbúnir“ Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2024 12:02 Elvar Örn Jónsson í loftinu í leiknum við Frakka á EM. VÍSIR/VILHELM Elvar Örn Jónsson, einn af strákunum okkar á EM í handbolta, býr sig undir hörkuleik gegn Króötum í dag. Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti í handbolta en nú þarf að verða breyting á. Króatía og Ísland eru einu liðin í milliriðli 1 sem ekki hafa unnið sigur, en Elvar segir Króata illviðráðanlega: „Þetta eru Króatar. Hrikalega góðir í handbolta og hafa sýnt það á mótinu hvað þeir eru góðir. En við þurfum meira að hugsa um okkur. Við erum mættir í stríð og þurfum að vera tilbúnir,“ segir Elvar og vill sjá betri frammistöðu íslenska liðsins í dag en á mótinu til þessa. Ísland á enn möguleika á að komast í undankeppni Ólympíuleikanna, með árangri sínum á EM, en til þess þarf liðið að vinna í dag og gegn Austurríki á miðvikudaginn. Vonin lifir eftir að Austurríki glutraði niður forskoti sínu gegn Þýskalandi í fyrrakvöld: „Maður horfði eitthvað á leikinn og auðvitað gefur þetta okkur einhvern séns, en við þurfum að skila okkar núna og allur fókusinn er bara á okkur. Maður var stressaður í lokin en sem betur fer kom þarna heppni fyrir okkur og Þjóðverja,“ segir Elvar. Klippa: Elvar um leikinn við Króata Ísland spilaði tvo vináttulandsleiki við Austurríki fyrir mót, og vann þá báða, en Austurríkismenn hafa svo komið liða mest á óvart á EM: „Mér finnst þeir líta hrikalega vel út. Markvörðurinn var frábær hjá þeim gegn Þjóðverjum, og maður sér hversu gott lið þetta er. Allir að spila fyrir hvern annan og þeir hafa verið hrikalega flottir á þessu móti,“ segir Elvar en er hægt að læra eitthvað af því sem Austurríki hefur gert á mótinu? „Já, kannski getum við lært eitthvað af því. En ég hef fulla trú á okkur og veit hvað við getum. Við þurfum bara að ná því fram [í dag].“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Mamma og pabbi reikna þetta út“ Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, segir að mótherjar dagsins á EM, Króatar, spili svipaðan handbolta og liðin sem Ísland mætti í fyrstu leikjunum á mótinu. 22. janúar 2024 10:00 Skilur ekki af hverju Haukur hefur ekki verið notaður meira Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta, furðar sig á af hverju Haukur Þrastarson hefur ekki spilað meira á Evrópumótinu í Þýskalandi. 22. janúar 2024 09:00 Þú trúir því ekki en markmið Snorra lifir Hvað ef ég segði þér að það væri enn möguleiki á því að Ísland spilaði um 5. sæti á Evrópumótinu í handbolta? Eða að markmiðið um að komast á Ólympíuleikana í París í sumar sé enn vel raunhæft? Hvorugt er að minnsta kosti lygi. 22. janúar 2024 08:31 Aron: Ætla rétt að vona að við nýtum okkur þetta „Skrokkurinn er góður en almenn líðan er upp og ofan. Einn klukkutíma getur maður náð að gleyma en hinn fer allt á flug,“ segir Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem treystir því að íslenska landsliðið standi sig gegn Króötum á EM í dag. 22. janúar 2024 07:30 Þeirra fjármunir eru ekki ástæða þess að við höfum ekki verið nógu góðir Snorri Steinn Guðjónsson segist læra eitthvað á hverjum degi á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari í handbolta. Hann hafi þó engan tíma til annars en að huga strax að leiknum við Króata á morgun, eftir að hafa gert upp tapið gegn Frökkum á „þungum“ liðsfundi í dag. 21. janúar 2024 22:16 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Sjá meira
Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti í handbolta en nú þarf að verða breyting á. Króatía og Ísland eru einu liðin í milliriðli 1 sem ekki hafa unnið sigur, en Elvar segir Króata illviðráðanlega: „Þetta eru Króatar. Hrikalega góðir í handbolta og hafa sýnt það á mótinu hvað þeir eru góðir. En við þurfum meira að hugsa um okkur. Við erum mættir í stríð og þurfum að vera tilbúnir,“ segir Elvar og vill sjá betri frammistöðu íslenska liðsins í dag en á mótinu til þessa. Ísland á enn möguleika á að komast í undankeppni Ólympíuleikanna, með árangri sínum á EM, en til þess þarf liðið að vinna í dag og gegn Austurríki á miðvikudaginn. Vonin lifir eftir að Austurríki glutraði niður forskoti sínu gegn Þýskalandi í fyrrakvöld: „Maður horfði eitthvað á leikinn og auðvitað gefur þetta okkur einhvern séns, en við þurfum að skila okkar núna og allur fókusinn er bara á okkur. Maður var stressaður í lokin en sem betur fer kom þarna heppni fyrir okkur og Þjóðverja,“ segir Elvar. Klippa: Elvar um leikinn við Króata Ísland spilaði tvo vináttulandsleiki við Austurríki fyrir mót, og vann þá báða, en Austurríkismenn hafa svo komið liða mest á óvart á EM: „Mér finnst þeir líta hrikalega vel út. Markvörðurinn var frábær hjá þeim gegn Þjóðverjum, og maður sér hversu gott lið þetta er. Allir að spila fyrir hvern annan og þeir hafa verið hrikalega flottir á þessu móti,“ segir Elvar en er hægt að læra eitthvað af því sem Austurríki hefur gert á mótinu? „Já, kannski getum við lært eitthvað af því. En ég hef fulla trú á okkur og veit hvað við getum. Við þurfum bara að ná því fram [í dag].“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Mamma og pabbi reikna þetta út“ Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, segir að mótherjar dagsins á EM, Króatar, spili svipaðan handbolta og liðin sem Ísland mætti í fyrstu leikjunum á mótinu. 22. janúar 2024 10:00 Skilur ekki af hverju Haukur hefur ekki verið notaður meira Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta, furðar sig á af hverju Haukur Þrastarson hefur ekki spilað meira á Evrópumótinu í Þýskalandi. 22. janúar 2024 09:00 Þú trúir því ekki en markmið Snorra lifir Hvað ef ég segði þér að það væri enn möguleiki á því að Ísland spilaði um 5. sæti á Evrópumótinu í handbolta? Eða að markmiðið um að komast á Ólympíuleikana í París í sumar sé enn vel raunhæft? Hvorugt er að minnsta kosti lygi. 22. janúar 2024 08:31 Aron: Ætla rétt að vona að við nýtum okkur þetta „Skrokkurinn er góður en almenn líðan er upp og ofan. Einn klukkutíma getur maður náð að gleyma en hinn fer allt á flug,“ segir Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem treystir því að íslenska landsliðið standi sig gegn Króötum á EM í dag. 22. janúar 2024 07:30 Þeirra fjármunir eru ekki ástæða þess að við höfum ekki verið nógu góðir Snorri Steinn Guðjónsson segist læra eitthvað á hverjum degi á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari í handbolta. Hann hafi þó engan tíma til annars en að huga strax að leiknum við Króata á morgun, eftir að hafa gert upp tapið gegn Frökkum á „þungum“ liðsfundi í dag. 21. janúar 2024 22:16 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Sjá meira
„Mamma og pabbi reikna þetta út“ Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, segir að mótherjar dagsins á EM, Króatar, spili svipaðan handbolta og liðin sem Ísland mætti í fyrstu leikjunum á mótinu. 22. janúar 2024 10:00
Skilur ekki af hverju Haukur hefur ekki verið notaður meira Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta, furðar sig á af hverju Haukur Þrastarson hefur ekki spilað meira á Evrópumótinu í Þýskalandi. 22. janúar 2024 09:00
Þú trúir því ekki en markmið Snorra lifir Hvað ef ég segði þér að það væri enn möguleiki á því að Ísland spilaði um 5. sæti á Evrópumótinu í handbolta? Eða að markmiðið um að komast á Ólympíuleikana í París í sumar sé enn vel raunhæft? Hvorugt er að minnsta kosti lygi. 22. janúar 2024 08:31
Aron: Ætla rétt að vona að við nýtum okkur þetta „Skrokkurinn er góður en almenn líðan er upp og ofan. Einn klukkutíma getur maður náð að gleyma en hinn fer allt á flug,“ segir Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem treystir því að íslenska landsliðið standi sig gegn Króötum á EM í dag. 22. janúar 2024 07:30
Þeirra fjármunir eru ekki ástæða þess að við höfum ekki verið nógu góðir Snorri Steinn Guðjónsson segist læra eitthvað á hverjum degi á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari í handbolta. Hann hafi þó engan tíma til annars en að huga strax að leiknum við Króata á morgun, eftir að hafa gert upp tapið gegn Frökkum á „þungum“ liðsfundi í dag. 21. janúar 2024 22:16