Þrjú grundvallaratriði um stuðning við Grindvíkinga Kristrún Frostadóttir skrifar 22. janúar 2024 12:16 Náttúruhamfarirnar í Grindavík kalla á fumlaus viðbrögð og forystu í stjórnmálum. Best færi á því að ná breiðri sátt á Alþingi um stuðning við Grindvíkinga. Pólitíkin á að marka grundvallarafstöðu um markmið og skilyrði sem slíkur stuðningur verður að uppfylla. Sex dögum eftir að eldgosið í Heimaey hófst árið 1973 samþykkti Alþingi þingsályktun um að skipuð yrði þverpólitísk þingmannanefnd til að gera tillögur um neyðarráðstafanir og fjármögnun þeirra. Tíu dögum síðar lagði nefndin fram lagafrumvarp um stofnun Viðlagasjóðs. Þar náði Alþingi saman um fjögur skýr markmið sem unnið skyldi eftir í stuðningi við Vestmannaeyinga og fjármögnun aðgerða. Ég tel æskilegt að líta til þessa fordæmis og viðhafa sams konar vinnulag nú. Þannig mætti veita Grindvíkingum ró og fullvissu um samstöðu þjóðar. Um leið gæfist svigrúm til að útfæra stuðninginn sem best til að lágmarka neikvæð þjóðhagsleg áhrif. Með þessari nálgun má einnig forðast óþarfa flokkadrætti um viðbrögð við náttúruhamförunum í Grindavík. Það er enginn bragur á pólitískum yfirboðum í svo viðkvæmu máli. Þrjú grundvallaratriði ættu að gilda um stuðning við Grindvíkinga eftir náttúruhamfarirnar í bænum: Kostnaður falli ekki á Grindvíkinga heldur verði borinn af þjóðinni allri sameiginlega. Neikvæð þjóðhagsleg áhrif verði lágmörkuð — svo sem áhrif á verðbólgu og húsnæðismarkað. Reynt verði að ná breiðri sátt um útfærslu aðgerða og fjármögnun þeirra. Spurningin er ekki hvort við sem þjóð ráðum við að bera þennan kostnað, til dæmis með uppkaupum á fasteignum Grindvíkinga. Spurningin er hvernig við drögum úr neikvæðum hliðaráhrifum af þeim aðgerðum sem ráðist verður í vegna skaða sem nú þegar hefur skeð og hvernig við dreifum kostnaðinum. Ef kostnaðinum er ekki mætt með sérstakri fjármögnun þá fellur hann til í formi þenslu og verðbólgu sem magnar upp skaðann. Og ef ekki er gripið til mótvægisaðgerða á húsnæðismarkaði þá hefur það alvarlegar afleiðingar. Brýnt er að stjórnmálamenn horfist í augu við þetta og skorist ekki undan eigin ábyrgð. Ég tel að Alþingi ætti að sammælast sem allra fyrst um einföld grundvallaratriði á borð við þau sem sett eru fram hér að ofan. Því næst ætti að skipa þverpólitíska þingmannanefnd á þeim grunni til undirbúnings laga um stuðning við Grindvíkinga. Ég hef komið þessari skoðun skýrt á framfæri við forystufólk ríkisstjórnarinnar og formenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi. Flokkar minnihlutans eru sammála um þessa afstöðu og formenn meirihlutaflokkanna tóku vel í nálgun okkar á fundi formanna í Ráðherrabústaðnum í dag. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Alþingi Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Náttúruhamfarirnar í Grindavík kalla á fumlaus viðbrögð og forystu í stjórnmálum. Best færi á því að ná breiðri sátt á Alþingi um stuðning við Grindvíkinga. Pólitíkin á að marka grundvallarafstöðu um markmið og skilyrði sem slíkur stuðningur verður að uppfylla. Sex dögum eftir að eldgosið í Heimaey hófst árið 1973 samþykkti Alþingi þingsályktun um að skipuð yrði þverpólitísk þingmannanefnd til að gera tillögur um neyðarráðstafanir og fjármögnun þeirra. Tíu dögum síðar lagði nefndin fram lagafrumvarp um stofnun Viðlagasjóðs. Þar náði Alþingi saman um fjögur skýr markmið sem unnið skyldi eftir í stuðningi við Vestmannaeyinga og fjármögnun aðgerða. Ég tel æskilegt að líta til þessa fordæmis og viðhafa sams konar vinnulag nú. Þannig mætti veita Grindvíkingum ró og fullvissu um samstöðu þjóðar. Um leið gæfist svigrúm til að útfæra stuðninginn sem best til að lágmarka neikvæð þjóðhagsleg áhrif. Með þessari nálgun má einnig forðast óþarfa flokkadrætti um viðbrögð við náttúruhamförunum í Grindavík. Það er enginn bragur á pólitískum yfirboðum í svo viðkvæmu máli. Þrjú grundvallaratriði ættu að gilda um stuðning við Grindvíkinga eftir náttúruhamfarirnar í bænum: Kostnaður falli ekki á Grindvíkinga heldur verði borinn af þjóðinni allri sameiginlega. Neikvæð þjóðhagsleg áhrif verði lágmörkuð — svo sem áhrif á verðbólgu og húsnæðismarkað. Reynt verði að ná breiðri sátt um útfærslu aðgerða og fjármögnun þeirra. Spurningin er ekki hvort við sem þjóð ráðum við að bera þennan kostnað, til dæmis með uppkaupum á fasteignum Grindvíkinga. Spurningin er hvernig við drögum úr neikvæðum hliðaráhrifum af þeim aðgerðum sem ráðist verður í vegna skaða sem nú þegar hefur skeð og hvernig við dreifum kostnaðinum. Ef kostnaðinum er ekki mætt með sérstakri fjármögnun þá fellur hann til í formi þenslu og verðbólgu sem magnar upp skaðann. Og ef ekki er gripið til mótvægisaðgerða á húsnæðismarkaði þá hefur það alvarlegar afleiðingar. Brýnt er að stjórnmálamenn horfist í augu við þetta og skorist ekki undan eigin ábyrgð. Ég tel að Alþingi ætti að sammælast sem allra fyrst um einföld grundvallaratriði á borð við þau sem sett eru fram hér að ofan. Því næst ætti að skipa þverpólitíska þingmannanefnd á þeim grunni til undirbúnings laga um stuðning við Grindvíkinga. Ég hef komið þessari skoðun skýrt á framfæri við forystufólk ríkisstjórnarinnar og formenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi. Flokkar minnihlutans eru sammála um þessa afstöðu og formenn meirihlutaflokkanna tóku vel í nálgun okkar á fundi formanna í Ráðherrabústaðnum í dag. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun