Aðgerðir upp á tugi milljarða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. janúar 2024 15:02 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Einar Aðgerðir stjórnvalda fyrir Grindvíkinga nema tugum milljarða króna í útgjöld fyrir ríkissjóð. Forsætisráðherra segir endanlegar línur um framtíð Grindavíkur liggja fyrir í febrúar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddi við fréttastofu að loknum blaðamannafundi ráðherra ríkisstjórnarinnar um aðgerðir stjórnvalda fyrir Grindvíkinga. Hún segir íbúa bæjarins í forgangi í aðgerðunum. Til skoðunar að veita svigrúm til endurkomu „Við erum í samskiptum og samtölum við banka og lífeyrissjóði, semsagt þá aðila sem eru lánveitendur Grindvíkinga, um það að þau komi að þessari lausn,“ segir Katrín. „Síðan erum við auðvitað að tala annars vegar um að beita ríkissjóði og náttúruhamfaratryggingu til þess að tryggja það að Grindvíkingar geti fengið eigið fé til þess að geta í raun og veru hafið nýtt líf á nýjum stað á meðan við getum ekki ábyrgst öryggi í Grindavík.“ Katrín segir eina af þeim leiðum sem til skoðunar séu að Grindvíkingum verði gefið ákveðið svigrúm. Svigrúm til þess að koma sér fyrir en svo mögulega snúa aftur til bæjarins. „Og þá mögulega gert upp þetta framlag. Það er í raun og veru ein leið sem við erum að skoða. Hin leiðin er auðvitað bara hreinlega að kaupa upp allt íbúahúsnæði sem er á svæðinu. En eins og kom fram í mínu máli þá snýst þetta ekki eingöngu um að eyða óvissu Grindvíkinga, sem er gríðarlega mikilvægt markmið, heldur líka að skoða framtíðarmöguleika þessa byggðalags.“ Fjölmörg álitamál og frumvarp í næsta mánuði Áður hefur komið fram að Náttúruhamfaratrygging Íslands miði við brunabótamat þegar ónýt hús séu gerð upp. Spurð við hvað verði miðað í aðgerðum stjórnvalda segir Katrín fjölmörg álitamál á leiðinni. „Og þess vegna höfum við líka óskað eftir þessu samstarfi við stjórnarandstöðuna og það var mjög góður fundur með forrystufólki hennar áðan þar sem þau lýsa sig öll reiðubúin í þetta samtal, því það á eftir að taka afstöðu til fjölmargra álitamála í þessum efnum.“ Katrín segir frumvarp vegna málsins verða lagt fram í næsta mánuði. Hún vonist til að hægt verði að vinna það hratt og ljúka afgreiðslu þess. „Sem þýðir það að Grindvíkingar eru þá í færinu til að hefja nýtt líf á nýjum stað. En það er ekki búið að svara öllum álitamálunum, það er eitthvað sem við viljum líka skapa miklu breiðari samstöðu um, bæði hér á vettvangi Alþingis en líka með Grindvíkingum sjálfum.“ Aðgerðirnar verði ekki verðbólguhvetjandi Katrín segir stjórnvöld huga að því að ráðast í mótvægisaðgerðir til þess að tryggja að aðgerðirnar verði ekki verðbólguhvetjandi. „Það er risastórt mál. Það þarf að huga að fjármögnun þessara aðgerða til lengri tíma, þannig að þetta er auðvitað allt eitthvað sem við erum búin að vera að kortleggja undanfarna daga,“ segir Katrín. „En stóra prinsippákvörðunin snýst um það að við ætlum að taka í raun og veru þennan hóp fólks, 1200 fjölskyldur og segja að ríkið stígur þar inn í og gerir fólki kleyft að gera upp sitt húsnæði og fara á nýjan stað, mögulega með þeim möguleika að geta þá snúið aftur innan tiltekins tíma.“ Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir Katrín segir mikinn meirihluta íbúa sem um ræðir vera í eigin húsnæði. Stjórnvöld séu hinsvegar meðvituð um stöðu leigjenda og hafi því kynnt framhaldshúsnæðisstuðning og beiti ríkinu til að bjóða upp á íbúðir í leigu í gegnum Bríeti og Bjarg. Eruð þið með einhverja verðmiða á það hvað þetta verða mögulega kostnaðarsamar aðgerðir? „Það liggur fyrir að þetta nemur tugum milljarða, það að fara í íbúðarhúsnæði í Grindavík með þessum hætti, þannig það fer auðvitað eftir því við hvað er miðað hver nákvæmlega talan er en það liggur alveg fyrir að um það bil erum við að tala um tugi milljarða sem felst í þessari aðgerð.“ Katrín segir samfélagið í stakk búið til þess að takast á við svona áföll. Á sama tíma séu mótvægisaðgerðir mikilvægar vegna vaxta og verðbólgu. „Grindvíkingar eru að sjá raunverulegar aðgerðir strax hvað varðar framboð á húsnæði, húsnæðisstuðning og afkomustuðning en þessi stóra ákvörðun um framhaldið og framtíð byggðalagsins, við kynnum endanlegar línur um hana í febrúar.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddi við fréttastofu að loknum blaðamannafundi ráðherra ríkisstjórnarinnar um aðgerðir stjórnvalda fyrir Grindvíkinga. Hún segir íbúa bæjarins í forgangi í aðgerðunum. Til skoðunar að veita svigrúm til endurkomu „Við erum í samskiptum og samtölum við banka og lífeyrissjóði, semsagt þá aðila sem eru lánveitendur Grindvíkinga, um það að þau komi að þessari lausn,“ segir Katrín. „Síðan erum við auðvitað að tala annars vegar um að beita ríkissjóði og náttúruhamfaratryggingu til þess að tryggja það að Grindvíkingar geti fengið eigið fé til þess að geta í raun og veru hafið nýtt líf á nýjum stað á meðan við getum ekki ábyrgst öryggi í Grindavík.“ Katrín segir eina af þeim leiðum sem til skoðunar séu að Grindvíkingum verði gefið ákveðið svigrúm. Svigrúm til þess að koma sér fyrir en svo mögulega snúa aftur til bæjarins. „Og þá mögulega gert upp þetta framlag. Það er í raun og veru ein leið sem við erum að skoða. Hin leiðin er auðvitað bara hreinlega að kaupa upp allt íbúahúsnæði sem er á svæðinu. En eins og kom fram í mínu máli þá snýst þetta ekki eingöngu um að eyða óvissu Grindvíkinga, sem er gríðarlega mikilvægt markmið, heldur líka að skoða framtíðarmöguleika þessa byggðalags.“ Fjölmörg álitamál og frumvarp í næsta mánuði Áður hefur komið fram að Náttúruhamfaratrygging Íslands miði við brunabótamat þegar ónýt hús séu gerð upp. Spurð við hvað verði miðað í aðgerðum stjórnvalda segir Katrín fjölmörg álitamál á leiðinni. „Og þess vegna höfum við líka óskað eftir þessu samstarfi við stjórnarandstöðuna og það var mjög góður fundur með forrystufólki hennar áðan þar sem þau lýsa sig öll reiðubúin í þetta samtal, því það á eftir að taka afstöðu til fjölmargra álitamála í þessum efnum.“ Katrín segir frumvarp vegna málsins verða lagt fram í næsta mánuði. Hún vonist til að hægt verði að vinna það hratt og ljúka afgreiðslu þess. „Sem þýðir það að Grindvíkingar eru þá í færinu til að hefja nýtt líf á nýjum stað. En það er ekki búið að svara öllum álitamálunum, það er eitthvað sem við viljum líka skapa miklu breiðari samstöðu um, bæði hér á vettvangi Alþingis en líka með Grindvíkingum sjálfum.“ Aðgerðirnar verði ekki verðbólguhvetjandi Katrín segir stjórnvöld huga að því að ráðast í mótvægisaðgerðir til þess að tryggja að aðgerðirnar verði ekki verðbólguhvetjandi. „Það er risastórt mál. Það þarf að huga að fjármögnun þessara aðgerða til lengri tíma, þannig að þetta er auðvitað allt eitthvað sem við erum búin að vera að kortleggja undanfarna daga,“ segir Katrín. „En stóra prinsippákvörðunin snýst um það að við ætlum að taka í raun og veru þennan hóp fólks, 1200 fjölskyldur og segja að ríkið stígur þar inn í og gerir fólki kleyft að gera upp sitt húsnæði og fara á nýjan stað, mögulega með þeim möguleika að geta þá snúið aftur innan tiltekins tíma.“ Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir Katrín segir mikinn meirihluta íbúa sem um ræðir vera í eigin húsnæði. Stjórnvöld séu hinsvegar meðvituð um stöðu leigjenda og hafi því kynnt framhaldshúsnæðisstuðning og beiti ríkinu til að bjóða upp á íbúðir í leigu í gegnum Bríeti og Bjarg. Eruð þið með einhverja verðmiða á það hvað þetta verða mögulega kostnaðarsamar aðgerðir? „Það liggur fyrir að þetta nemur tugum milljarða, það að fara í íbúðarhúsnæði í Grindavík með þessum hætti, þannig það fer auðvitað eftir því við hvað er miðað hver nákvæmlega talan er en það liggur alveg fyrir að um það bil erum við að tala um tugi milljarða sem felst í þessari aðgerð.“ Katrín segir samfélagið í stakk búið til þess að takast á við svona áföll. Á sama tíma séu mótvægisaðgerðir mikilvægar vegna vaxta og verðbólgu. „Grindvíkingar eru að sjá raunverulegar aðgerðir strax hvað varðar framboð á húsnæði, húsnæðisstuðning og afkomustuðning en þessi stóra ákvörðun um framhaldið og framtíð byggðalagsins, við kynnum endanlegar línur um hana í febrúar.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Sjá meira