Aðgerðir upp á tugi milljarða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. janúar 2024 15:02 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Einar Aðgerðir stjórnvalda fyrir Grindvíkinga nema tugum milljarða króna í útgjöld fyrir ríkissjóð. Forsætisráðherra segir endanlegar línur um framtíð Grindavíkur liggja fyrir í febrúar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddi við fréttastofu að loknum blaðamannafundi ráðherra ríkisstjórnarinnar um aðgerðir stjórnvalda fyrir Grindvíkinga. Hún segir íbúa bæjarins í forgangi í aðgerðunum. Til skoðunar að veita svigrúm til endurkomu „Við erum í samskiptum og samtölum við banka og lífeyrissjóði, semsagt þá aðila sem eru lánveitendur Grindvíkinga, um það að þau komi að þessari lausn,“ segir Katrín. „Síðan erum við auðvitað að tala annars vegar um að beita ríkissjóði og náttúruhamfaratryggingu til þess að tryggja það að Grindvíkingar geti fengið eigið fé til þess að geta í raun og veru hafið nýtt líf á nýjum stað á meðan við getum ekki ábyrgst öryggi í Grindavík.“ Katrín segir eina af þeim leiðum sem til skoðunar séu að Grindvíkingum verði gefið ákveðið svigrúm. Svigrúm til þess að koma sér fyrir en svo mögulega snúa aftur til bæjarins. „Og þá mögulega gert upp þetta framlag. Það er í raun og veru ein leið sem við erum að skoða. Hin leiðin er auðvitað bara hreinlega að kaupa upp allt íbúahúsnæði sem er á svæðinu. En eins og kom fram í mínu máli þá snýst þetta ekki eingöngu um að eyða óvissu Grindvíkinga, sem er gríðarlega mikilvægt markmið, heldur líka að skoða framtíðarmöguleika þessa byggðalags.“ Fjölmörg álitamál og frumvarp í næsta mánuði Áður hefur komið fram að Náttúruhamfaratrygging Íslands miði við brunabótamat þegar ónýt hús séu gerð upp. Spurð við hvað verði miðað í aðgerðum stjórnvalda segir Katrín fjölmörg álitamál á leiðinni. „Og þess vegna höfum við líka óskað eftir þessu samstarfi við stjórnarandstöðuna og það var mjög góður fundur með forrystufólki hennar áðan þar sem þau lýsa sig öll reiðubúin í þetta samtal, því það á eftir að taka afstöðu til fjölmargra álitamála í þessum efnum.“ Katrín segir frumvarp vegna málsins verða lagt fram í næsta mánuði. Hún vonist til að hægt verði að vinna það hratt og ljúka afgreiðslu þess. „Sem þýðir það að Grindvíkingar eru þá í færinu til að hefja nýtt líf á nýjum stað. En það er ekki búið að svara öllum álitamálunum, það er eitthvað sem við viljum líka skapa miklu breiðari samstöðu um, bæði hér á vettvangi Alþingis en líka með Grindvíkingum sjálfum.“ Aðgerðirnar verði ekki verðbólguhvetjandi Katrín segir stjórnvöld huga að því að ráðast í mótvægisaðgerðir til þess að tryggja að aðgerðirnar verði ekki verðbólguhvetjandi. „Það er risastórt mál. Það þarf að huga að fjármögnun þessara aðgerða til lengri tíma, þannig að þetta er auðvitað allt eitthvað sem við erum búin að vera að kortleggja undanfarna daga,“ segir Katrín. „En stóra prinsippákvörðunin snýst um það að við ætlum að taka í raun og veru þennan hóp fólks, 1200 fjölskyldur og segja að ríkið stígur þar inn í og gerir fólki kleyft að gera upp sitt húsnæði og fara á nýjan stað, mögulega með þeim möguleika að geta þá snúið aftur innan tiltekins tíma.“ Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir Katrín segir mikinn meirihluta íbúa sem um ræðir vera í eigin húsnæði. Stjórnvöld séu hinsvegar meðvituð um stöðu leigjenda og hafi því kynnt framhaldshúsnæðisstuðning og beiti ríkinu til að bjóða upp á íbúðir í leigu í gegnum Bríeti og Bjarg. Eruð þið með einhverja verðmiða á það hvað þetta verða mögulega kostnaðarsamar aðgerðir? „Það liggur fyrir að þetta nemur tugum milljarða, það að fara í íbúðarhúsnæði í Grindavík með þessum hætti, þannig það fer auðvitað eftir því við hvað er miðað hver nákvæmlega talan er en það liggur alveg fyrir að um það bil erum við að tala um tugi milljarða sem felst í þessari aðgerð.“ Katrín segir samfélagið í stakk búið til þess að takast á við svona áföll. Á sama tíma séu mótvægisaðgerðir mikilvægar vegna vaxta og verðbólgu. „Grindvíkingar eru að sjá raunverulegar aðgerðir strax hvað varðar framboð á húsnæði, húsnæðisstuðning og afkomustuðning en þessi stóra ákvörðun um framhaldið og framtíð byggðalagsins, við kynnum endanlegar línur um hana í febrúar.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddi við fréttastofu að loknum blaðamannafundi ráðherra ríkisstjórnarinnar um aðgerðir stjórnvalda fyrir Grindvíkinga. Hún segir íbúa bæjarins í forgangi í aðgerðunum. Til skoðunar að veita svigrúm til endurkomu „Við erum í samskiptum og samtölum við banka og lífeyrissjóði, semsagt þá aðila sem eru lánveitendur Grindvíkinga, um það að þau komi að þessari lausn,“ segir Katrín. „Síðan erum við auðvitað að tala annars vegar um að beita ríkissjóði og náttúruhamfaratryggingu til þess að tryggja það að Grindvíkingar geti fengið eigið fé til þess að geta í raun og veru hafið nýtt líf á nýjum stað á meðan við getum ekki ábyrgst öryggi í Grindavík.“ Katrín segir eina af þeim leiðum sem til skoðunar séu að Grindvíkingum verði gefið ákveðið svigrúm. Svigrúm til þess að koma sér fyrir en svo mögulega snúa aftur til bæjarins. „Og þá mögulega gert upp þetta framlag. Það er í raun og veru ein leið sem við erum að skoða. Hin leiðin er auðvitað bara hreinlega að kaupa upp allt íbúahúsnæði sem er á svæðinu. En eins og kom fram í mínu máli þá snýst þetta ekki eingöngu um að eyða óvissu Grindvíkinga, sem er gríðarlega mikilvægt markmið, heldur líka að skoða framtíðarmöguleika þessa byggðalags.“ Fjölmörg álitamál og frumvarp í næsta mánuði Áður hefur komið fram að Náttúruhamfaratrygging Íslands miði við brunabótamat þegar ónýt hús séu gerð upp. Spurð við hvað verði miðað í aðgerðum stjórnvalda segir Katrín fjölmörg álitamál á leiðinni. „Og þess vegna höfum við líka óskað eftir þessu samstarfi við stjórnarandstöðuna og það var mjög góður fundur með forrystufólki hennar áðan þar sem þau lýsa sig öll reiðubúin í þetta samtal, því það á eftir að taka afstöðu til fjölmargra álitamála í þessum efnum.“ Katrín segir frumvarp vegna málsins verða lagt fram í næsta mánuði. Hún vonist til að hægt verði að vinna það hratt og ljúka afgreiðslu þess. „Sem þýðir það að Grindvíkingar eru þá í færinu til að hefja nýtt líf á nýjum stað. En það er ekki búið að svara öllum álitamálunum, það er eitthvað sem við viljum líka skapa miklu breiðari samstöðu um, bæði hér á vettvangi Alþingis en líka með Grindvíkingum sjálfum.“ Aðgerðirnar verði ekki verðbólguhvetjandi Katrín segir stjórnvöld huga að því að ráðast í mótvægisaðgerðir til þess að tryggja að aðgerðirnar verði ekki verðbólguhvetjandi. „Það er risastórt mál. Það þarf að huga að fjármögnun þessara aðgerða til lengri tíma, þannig að þetta er auðvitað allt eitthvað sem við erum búin að vera að kortleggja undanfarna daga,“ segir Katrín. „En stóra prinsippákvörðunin snýst um það að við ætlum að taka í raun og veru þennan hóp fólks, 1200 fjölskyldur og segja að ríkið stígur þar inn í og gerir fólki kleyft að gera upp sitt húsnæði og fara á nýjan stað, mögulega með þeim möguleika að geta þá snúið aftur innan tiltekins tíma.“ Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir Katrín segir mikinn meirihluta íbúa sem um ræðir vera í eigin húsnæði. Stjórnvöld séu hinsvegar meðvituð um stöðu leigjenda og hafi því kynnt framhaldshúsnæðisstuðning og beiti ríkinu til að bjóða upp á íbúðir í leigu í gegnum Bríeti og Bjarg. Eruð þið með einhverja verðmiða á það hvað þetta verða mögulega kostnaðarsamar aðgerðir? „Það liggur fyrir að þetta nemur tugum milljarða, það að fara í íbúðarhúsnæði í Grindavík með þessum hætti, þannig það fer auðvitað eftir því við hvað er miðað hver nákvæmlega talan er en það liggur alveg fyrir að um það bil erum við að tala um tugi milljarða sem felst í þessari aðgerð.“ Katrín segir samfélagið í stakk búið til þess að takast á við svona áföll. Á sama tíma séu mótvægisaðgerðir mikilvægar vegna vaxta og verðbólgu. „Grindvíkingar eru að sjá raunverulegar aðgerðir strax hvað varðar framboð á húsnæði, húsnæðisstuðning og afkomustuðning en þessi stóra ákvörðun um framhaldið og framtíð byggðalagsins, við kynnum endanlegar línur um hana í febrúar.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira