Egyptaland áfram eftir mikla dramatík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2024 22:26 Egyptar eru komnir áfram. @EFA Egyptaland er komið áfram í útsláttarkeppni Afríkukeppninnar í knattspyrnu eftir gríðarlega dramatík í lokaumferðinni. Egyptar, sem voru án Mohamed Salah, gerðu jafntefli í öllum þremur leikjum sínum. Þá eru gestgjafar Fílabeinsstrandarinnar einnig úr leik. Fílabeinsströndin hafði átt erfitt uppdráttar í A-riðli áður en hún tók á móti Miðbaugs-Gíneu í dag. Fór það svo að Miðbaugs-Gínea vann 4-0 stórsigur þökk sé tvennu frá Emilio Nsue ásamt einu marki frá Pablo Ganet og Jannick Buyla. Miðbaugs-Gínea vann þar með A-riðil með 7 stig á meðan Fílabeinsströndin sat eftir með 3 stig í þriðja sæti. It s an Emilio Nsue magical moment #TotalEnergiesAFCON2023 l @NzalangNacional pic.twitter.com/nHw9szCD6J— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 22, 2024 Í hinum leik riðilsins vann Nígería 1-0 sigur á Gínea-Bissá. Sigurmarkið reyndist sjálfsmark á 36. mínútu leiksins. Nígería endaði í 2. sæti með 7 stig en lakari markatölu en topplið riðilsins. Í B-riðli var allt galopið þegar Grænhöfðaeyjar og Egyptaland mættust annars vegar og Gana og Mósambík hins vegar. Mohamed Salah var fjarri góðu gamni eftir að hafa meiðst gegn Gana. Hann var þó í stúkunni en búist er við að hann fari til Liverpool í meðhöndlun og snúi svo aftur verði hann orðinn leikfær. Egyptaland gerði 2-2 jafntefli í hádramatískum leik þar sem tæplega stundarfjórðung var bætt við venjulegan leiktíma. Fyrri hálfleikur var þó heldur tíðindalítill en Gilson Tavares kom Grænhöfðaeyjum yfir rétt fyrir lok ans og Egyptar í vonum málum. Mahmoud Trézéguet jafnaði metin þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og þannig var staðan allt fram í uppbótartíma leiksins. Mostafa Mohamed skoraði það sem virtist ætla að verða sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en á níundu mínútu uppbótartímans jafnaði Bryan Silva Teixeira og lokatölur 2-2. Það kom þó ekki að sök þar sem Gana og Mósambík gerðu einnig 2-2 jafntefli í leik þar sem Jordan Ayew hafði komið Gana í 2-0. Hefðu Ganverjar haldið út hefðu þeir komist áfram en þar sem Mósambík jafnaði er Gana úr leik. FULL-TIME! An amazing Mozambique comeback as teams share points! #MOZGHA | #TotalEnergiesAFCON2023 pic.twitter.com/LYEh8cczM8— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 22, 2024 Grænhöfðaeyjar vinna B-riðilinn sannfærandi með 7 stig. Þar á eftir kemur Egyptaland með 3 stig á meðan Gana og Mósambík eru bæði úr leik með 2 stig. Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Venezia - Fiorentina | Mikilvægur Íslendingaslagur Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Sjá meira
Fílabeinsströndin hafði átt erfitt uppdráttar í A-riðli áður en hún tók á móti Miðbaugs-Gíneu í dag. Fór það svo að Miðbaugs-Gínea vann 4-0 stórsigur þökk sé tvennu frá Emilio Nsue ásamt einu marki frá Pablo Ganet og Jannick Buyla. Miðbaugs-Gínea vann þar með A-riðil með 7 stig á meðan Fílabeinsströndin sat eftir með 3 stig í þriðja sæti. It s an Emilio Nsue magical moment #TotalEnergiesAFCON2023 l @NzalangNacional pic.twitter.com/nHw9szCD6J— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 22, 2024 Í hinum leik riðilsins vann Nígería 1-0 sigur á Gínea-Bissá. Sigurmarkið reyndist sjálfsmark á 36. mínútu leiksins. Nígería endaði í 2. sæti með 7 stig en lakari markatölu en topplið riðilsins. Í B-riðli var allt galopið þegar Grænhöfðaeyjar og Egyptaland mættust annars vegar og Gana og Mósambík hins vegar. Mohamed Salah var fjarri góðu gamni eftir að hafa meiðst gegn Gana. Hann var þó í stúkunni en búist er við að hann fari til Liverpool í meðhöndlun og snúi svo aftur verði hann orðinn leikfær. Egyptaland gerði 2-2 jafntefli í hádramatískum leik þar sem tæplega stundarfjórðung var bætt við venjulegan leiktíma. Fyrri hálfleikur var þó heldur tíðindalítill en Gilson Tavares kom Grænhöfðaeyjum yfir rétt fyrir lok ans og Egyptar í vonum málum. Mahmoud Trézéguet jafnaði metin þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og þannig var staðan allt fram í uppbótartíma leiksins. Mostafa Mohamed skoraði það sem virtist ætla að verða sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en á níundu mínútu uppbótartímans jafnaði Bryan Silva Teixeira og lokatölur 2-2. Það kom þó ekki að sök þar sem Gana og Mósambík gerðu einnig 2-2 jafntefli í leik þar sem Jordan Ayew hafði komið Gana í 2-0. Hefðu Ganverjar haldið út hefðu þeir komist áfram en þar sem Mósambík jafnaði er Gana úr leik. FULL-TIME! An amazing Mozambique comeback as teams share points! #MOZGHA | #TotalEnergiesAFCON2023 pic.twitter.com/LYEh8cczM8— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 22, 2024 Grænhöfðaeyjar vinna B-riðilinn sannfærandi með 7 stig. Þar á eftir kemur Egyptaland með 3 stig á meðan Gana og Mósambík eru bæði úr leik með 2 stig.
Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Venezia - Fiorentina | Mikilvægur Íslendingaslagur Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn