Meint framhjáhald gæti tafið málaferli gegn Trump um ár Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2024 13:48 Fani Willis, héraðssaksóknari Fulton-sýslu í Georgíu. AP/John Bazemore Fani Willis, héraðssaksóknari í Fulton-sýslu i Georgíu í Bandaríkjunum, hefur verið sökuð um að halda við saksóknarann sem hún réð til að halda utan um málaferli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. Ásakanirnar gætu leitt til margra ára tafa á málaferlunum gegn Trump og öðrum sem voru ákærðir með honum. Willis réði Nathan Wade til að halda utan um málaferlin þó hann hefði litla reynslu í dómsal. Einn verjenda þeirra sem ákærðir voru með Trump hélt því fram fyrr í mánuðinum að þau tvö hefðu átt í ástarsambandi og hefur hún verið boðuð í vitnaleiðslur vegna skilnaðar Wade og eiginkonu hans. Áðurnefndur verjandi hélt því fram að Willis hefði greitt Wade þegar hann var ráðinn og hann hafi svo í kjölfarið notað þá peninga til að borga fyrir ferðalög þeirra tveggja. Hann hefur ekki fært neinar sannanir fyrir ásökunum en kreditkortaupplýsingar sem fylgdu gögnum frá eiginkonu Wades í málaferlum þeirra vegna skilnaðar, sýna að hann greiddi fyrir flugmiða fyrir sig og Willis til Miami og San Francisco, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Nathan Wade, saksóknari sem ráðinn var af Willis til að halda utan um málaferlin gegn Donald Trump.AP/Elijah Nouvelage Willis hefur varið ráðninguna á Wade og sagt að hann sé hæfur til að halda utan um málið, en hún hefur ekki neitað fyrir viðhaldsásakanirnar. Þá hefur hún ekki gefið til kynna að hún ætli að stíga til hliðar. Sjá einnig: Trump og átján aðrir ákærðir fyrir samsæri New York Times segir að nokkurs konar innri endurskoðandi Fulton-sýslu, þar sem Trump hefur verið ákærður, hafi sent Willis bréf á föstudaginn og krafið hana gagna vegna rannsóknar á því hvort hún hafi persónulega hagnast á opinberu fé sem Wade hafi fengið í laun. Trump og aðrir hafa verið ákærðir af yfirvöldum í Georgíu fyrir að reyna að stnúa úrslitum forsetakosninganna þar árið 2020. Nokkrir þeirra voru ákærðir fyrir að reyna að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar en kjarni ákæranna snýr að því að reynt hafi verið að fá hóp til Repúblikana í Georgíu til að staðfesta ranglega að þeir væru réttkjörnir kjörmenn ríkisins og senda Bandaríkjaþingi skjöl þess efnis þrátt fyrir að kjörmennirnir ættu með réttu að tilheyra Joe Biden. Fjórir af hinum ákærðu hafa lýst yfir sekt sinni. Þar á meðal eru Sidney Powell og Jenna Ellis. Þó meint samband Willis og Wade breyti staðreyndum málsins gegn Trump og hinum ekki, gæti það komið niður á málaferlunum. Verjandinn sem varpaði fyrst fram ásökununum hefur farið fram á að Willis verði vísað frá málinu. Dómarinn, Scott McAfee, þarf nú að segja til um það en hann gæti mögulega vísað Willis og öllum starfsmönnum hennar frá málinu. Það myndi líklega tefja málaferlin um langan tíma. Málið gæti verið fært á hendur annars héraðssaksóknara og það gæti leitt til nokkurra ára tafar. Í samtali við AP segir fyrrverandi héraðssaksóknari annarrar sýslu í Georgíu að erfitt yrði að finna nýjan héraðssaksóknara til að taka við málinu. Fáir hafi getu til að halda utan um svo stór og umfangsmikil mál. Þá segir hann að ef Willis myndi segja sig frá þessum tilteknu málum, væri líklegt að allir hennar starfsmenn þyrftu einnig að gera það. Mynduðu ráð til að refsa héraðssaksóknurum Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins á ríkisþingi Georgíu hafa lagt til að ákæra Willis fyrir embættisbrot og víkja henni úr starfi og hefur Donald Trump tekið undir það opinberlega. Til þess þyrfti þó fleiri þingmenn en Repúblikanar hafa í ríkisþinginu. Repúblikanar mynduðu í fyrra sérstakt ráð sem á að vakta héraðssaksóknara, refsa þeim og jafnvel víkja úr starfi. Ráðið hefur þó ekki hafið störf þar sem hæstiréttur Georgíu neitaði að samþykkja starfsreglur ráðsins. Nú vinna ríkisþingmennirnir að því að fella úr lögum þá kröfu að hæstiréttur þurfi að staðfesta starfsreglurnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Haley tryggði sér öll atkvæðin í Dixville Notch Bandaríski forsetaframbjóðandinn Nikki Haley tryggði sér öll atkvæði í forvali Repúblikana í bænum Dixville Notch í New Hampshire í nótt. Forvali flokksins í New Hampshire fer fram í dag. 23. janúar 2024 07:42 Ron DeSantis dregur framboð sitt til baka Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er hættur við að bjóða sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Hann lýsir yfir stuðningi við Donald Trump sem fulltrúa Repúblikana í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember 21. janúar 2024 20:22 Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið. 21. janúar 2024 08:00 Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Willis réði Nathan Wade til að halda utan um málaferlin þó hann hefði litla reynslu í dómsal. Einn verjenda þeirra sem ákærðir voru með Trump hélt því fram fyrr í mánuðinum að þau tvö hefðu átt í ástarsambandi og hefur hún verið boðuð í vitnaleiðslur vegna skilnaðar Wade og eiginkonu hans. Áðurnefndur verjandi hélt því fram að Willis hefði greitt Wade þegar hann var ráðinn og hann hafi svo í kjölfarið notað þá peninga til að borga fyrir ferðalög þeirra tveggja. Hann hefur ekki fært neinar sannanir fyrir ásökunum en kreditkortaupplýsingar sem fylgdu gögnum frá eiginkonu Wades í málaferlum þeirra vegna skilnaðar, sýna að hann greiddi fyrir flugmiða fyrir sig og Willis til Miami og San Francisco, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Nathan Wade, saksóknari sem ráðinn var af Willis til að halda utan um málaferlin gegn Donald Trump.AP/Elijah Nouvelage Willis hefur varið ráðninguna á Wade og sagt að hann sé hæfur til að halda utan um málið, en hún hefur ekki neitað fyrir viðhaldsásakanirnar. Þá hefur hún ekki gefið til kynna að hún ætli að stíga til hliðar. Sjá einnig: Trump og átján aðrir ákærðir fyrir samsæri New York Times segir að nokkurs konar innri endurskoðandi Fulton-sýslu, þar sem Trump hefur verið ákærður, hafi sent Willis bréf á föstudaginn og krafið hana gagna vegna rannsóknar á því hvort hún hafi persónulega hagnast á opinberu fé sem Wade hafi fengið í laun. Trump og aðrir hafa verið ákærðir af yfirvöldum í Georgíu fyrir að reyna að stnúa úrslitum forsetakosninganna þar árið 2020. Nokkrir þeirra voru ákærðir fyrir að reyna að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar en kjarni ákæranna snýr að því að reynt hafi verið að fá hóp til Repúblikana í Georgíu til að staðfesta ranglega að þeir væru réttkjörnir kjörmenn ríkisins og senda Bandaríkjaþingi skjöl þess efnis þrátt fyrir að kjörmennirnir ættu með réttu að tilheyra Joe Biden. Fjórir af hinum ákærðu hafa lýst yfir sekt sinni. Þar á meðal eru Sidney Powell og Jenna Ellis. Þó meint samband Willis og Wade breyti staðreyndum málsins gegn Trump og hinum ekki, gæti það komið niður á málaferlunum. Verjandinn sem varpaði fyrst fram ásökununum hefur farið fram á að Willis verði vísað frá málinu. Dómarinn, Scott McAfee, þarf nú að segja til um það en hann gæti mögulega vísað Willis og öllum starfsmönnum hennar frá málinu. Það myndi líklega tefja málaferlin um langan tíma. Málið gæti verið fært á hendur annars héraðssaksóknara og það gæti leitt til nokkurra ára tafar. Í samtali við AP segir fyrrverandi héraðssaksóknari annarrar sýslu í Georgíu að erfitt yrði að finna nýjan héraðssaksóknara til að taka við málinu. Fáir hafi getu til að halda utan um svo stór og umfangsmikil mál. Þá segir hann að ef Willis myndi segja sig frá þessum tilteknu málum, væri líklegt að allir hennar starfsmenn þyrftu einnig að gera það. Mynduðu ráð til að refsa héraðssaksóknurum Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins á ríkisþingi Georgíu hafa lagt til að ákæra Willis fyrir embættisbrot og víkja henni úr starfi og hefur Donald Trump tekið undir það opinberlega. Til þess þyrfti þó fleiri þingmenn en Repúblikanar hafa í ríkisþinginu. Repúblikanar mynduðu í fyrra sérstakt ráð sem á að vakta héraðssaksóknara, refsa þeim og jafnvel víkja úr starfi. Ráðið hefur þó ekki hafið störf þar sem hæstiréttur Georgíu neitaði að samþykkja starfsreglur ráðsins. Nú vinna ríkisþingmennirnir að því að fella úr lögum þá kröfu að hæstiréttur þurfi að staðfesta starfsreglurnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Haley tryggði sér öll atkvæðin í Dixville Notch Bandaríski forsetaframbjóðandinn Nikki Haley tryggði sér öll atkvæði í forvali Repúblikana í bænum Dixville Notch í New Hampshire í nótt. Forvali flokksins í New Hampshire fer fram í dag. 23. janúar 2024 07:42 Ron DeSantis dregur framboð sitt til baka Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er hættur við að bjóða sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Hann lýsir yfir stuðningi við Donald Trump sem fulltrúa Repúblikana í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember 21. janúar 2024 20:22 Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið. 21. janúar 2024 08:00 Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Haley tryggði sér öll atkvæðin í Dixville Notch Bandaríski forsetaframbjóðandinn Nikki Haley tryggði sér öll atkvæði í forvali Repúblikana í bænum Dixville Notch í New Hampshire í nótt. Forvali flokksins í New Hampshire fer fram í dag. 23. janúar 2024 07:42
Ron DeSantis dregur framboð sitt til baka Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er hættur við að bjóða sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Hann lýsir yfir stuðningi við Donald Trump sem fulltrúa Repúblikana í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember 21. janúar 2024 20:22
Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið. 21. janúar 2024 08:00
Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00