Við hefjum þó leik á Afríkumótinu í knattspyrnu þar sem Suður-Afríka og Túnis eigast við í lokaumferð E-riðils klukkan 16:55 á Vodafone Sport.
Klukkan 19:05 er svo komið að beinni útsendingu frá viðureign Vals og Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta á Stöð 2 Sport, en að leik loknum verðir Körfuboltakvöld á sínum stað þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leikjum umferðarinnar.
Fulham og Liverpool eigast svo við í seinni undanúrslitaviðureign liðanna í enska deildarbikarnum á Vodafone Sport. Liverpool leiðir einvígið 2-1 eftir sigur á heimavelli, en bein útsending hefst klukkan 19:55.
Þá verður Föruneyti Pingsins á sínum stað klukkan 20:00 á Stöð 2 eSport og klukkan 00:05 eftir miðnætti er komið að viðureign Maple Leafs og Jets í NHL-deildinni í íshokkí á Vodafone Sport.