Þjálfararnir í fyrsta sinn ekki báðir íslenskir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2024 12:01 Ólafur Stefánsson og félagar hans í íslenska landsliðinu komust yfir vonbrigðin að missa frá sér sigur á móti Austurríki á EM 2010 og unnu á endanum bronsverðlaun á mótinu. Getty/Lars Ronbog Slóveninn Ales Pajovic verður í dag fyrsti þjálfarinn til að stýra liði í leikjum Austurríkis og Íslands á Evrópumótinu í handbolta sem er ekki fæddur á Íslandi. Ísland og Austurríki mætast í dag í lokaleik sínum í milliriðli tvö á EM í Þýskalandi og þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir báðar þjóðir. Þetta er þriðja viðureign Íslands og Austurríkis í úrslitakeppni EM karla í handbolta og sú fyrsta í tíu ár. Hinar viðureignirnar fóru fram á EM 2010 og EM 2014. Ísland gerði 37-37 jafntefli í Linz í Austurríki 21. janúar 2010 en vann 33-27 sigur í Herning í Danmörku 18. janúar 2014. Þjóðirnar mættust líka á HM 2011 í Svíþjóð og þar vann Ísland 26-23 sigur. Þjálfari Austurríkismanna í þeim leik var Svíinn Magnus Andersson. En aftur að viðureignunum á EM. Í þeim báðum voru þjálfarar beggja liða íslenskir. Austurríkismenn fagna stiginu á móti Íslandi eftir að hafa skorað þrjú mörk á síðustu fimmtíu sekúndum leiksins.Getty/Lars Ronbog Get vel skilið gremju landa minna og vina Þegar Ísland mætti Austurríki á Evrópumótinu í Austurríki fyrir fjórtán árum þá var Dagur Sigurðsson þjálfari austurríska liðsins en Guðmundur Guðmundsson með íslenska liðið. Leikurinn var líka mjög eftirminnilegur, mikið skorað og mjög sérstakur endir. Snorri Steinn Guðjónsson kom íslenska liðinu þremur mörkum yfir, 37-34, þegar 59 sekúndur voru eftir að leiknum og sigurinn var í höfn að mati flestra. Austurríkismönnum tókst hins vegar að skora þrjú mörk á síðustu 50 sekúndum leiksins, eitt þegar 50 sekúndur voru eftir, annað þegar 23 sekúndur voru eftir og það þriðja sjö sekúndum fyrir leikslok. Sigurmarkið kom með skoti frá eigin vallarhelmingi og yfir Hreiðar í markinu sem stóð of framarlega. Lokatölurnar urðu því 37-37. ÓTRÚLEG LOKAMÍNÚTA 59 sekúndur eftir Snorri Steinn skorar 37-34 50 sekúndur eftir Austurríki skorar 37-35 30 sekúndur eftir Guðjón Valur lætur verja frá sér á línunni. 23 sekúndur eftir Austurríki skorar 37-36 11 sekúndur eftir Ólafur fær dæmd á sig skref 7 sekúndur eftir Austurríki skorar 37-37 „Ég get vel skilið gremju landa minna og vina. Það eru núna tveir leikir í röð þar sem þeir missa unninn leik niður í jafntefli,“ sagði Dagur Sigurðsson við Morgunblaðið. „Ég klikkaði. Það var það sem gerðist og því fór sem fór,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson við Fréttablaðið. Guðjón Valur fékk línusendingu þegar hálf mínúta var eftir af leiknum í gær og Ísland tveimur mörkum yfir. Skot hans var hins vegar varið og Austurríkismenn náðu með ótrúlegum lokakafla að jafna metin áður en leiktíminn rennur út. „Ég hafði tækifæri til að klára leikinn en gerði það ekki. Þannig komust þeir aftur inn í leikinn. Ég tek þetta einfaldlega á mig því ég á að gera miklu betur,“ sagði Guðjón Valur. Patrekur Jóhannesson að stýra austurríska landsliðinu í handbolta.EPA-EFE/VALDRIN XHEMA Naut þess ekki að horfa á Ísland spila Þremur árum seinna var Patrekur Jóhannesson orðinn þjálfari austurríska landsliðsins en að þessu sinni hélt íslenska liðið út leikinn og vann þriggja marka sigur, 33-27. Íslenska liðið var reyndar níu mörkum yfir, 31-22, þegar sjö mínútur voru eftir an austurríska liðið náði aðeins að laga stöðuna í lokin. Aron Kristjánsson þjálfari þarna íslenska liðið. „Íslenska liðið spilaði vel og lét okkur líta illa út. Þeir voru mjög einbeittir og ég var búinn að vara mína menn við því. Það er stundum erfiðara að framkvæma þá hluti. Ísland var sterkara,“ sagði Patrekur við Vísi eftir leikinn. „Ég naut þess ekki að horfa á Ísland spila í dag en ég mun njóta þess það sem eftir lifir mótsins. Ísland er með frábært lið og liðið á eftir að bíta áfram frá sér,“ sagði Patrekur. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Fleiri fréttir „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Sjá meira
Ísland og Austurríki mætast í dag í lokaleik sínum í milliriðli tvö á EM í Þýskalandi og þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir báðar þjóðir. Þetta er þriðja viðureign Íslands og Austurríkis í úrslitakeppni EM karla í handbolta og sú fyrsta í tíu ár. Hinar viðureignirnar fóru fram á EM 2010 og EM 2014. Ísland gerði 37-37 jafntefli í Linz í Austurríki 21. janúar 2010 en vann 33-27 sigur í Herning í Danmörku 18. janúar 2014. Þjóðirnar mættust líka á HM 2011 í Svíþjóð og þar vann Ísland 26-23 sigur. Þjálfari Austurríkismanna í þeim leik var Svíinn Magnus Andersson. En aftur að viðureignunum á EM. Í þeim báðum voru þjálfarar beggja liða íslenskir. Austurríkismenn fagna stiginu á móti Íslandi eftir að hafa skorað þrjú mörk á síðustu fimmtíu sekúndum leiksins.Getty/Lars Ronbog Get vel skilið gremju landa minna og vina Þegar Ísland mætti Austurríki á Evrópumótinu í Austurríki fyrir fjórtán árum þá var Dagur Sigurðsson þjálfari austurríska liðsins en Guðmundur Guðmundsson með íslenska liðið. Leikurinn var líka mjög eftirminnilegur, mikið skorað og mjög sérstakur endir. Snorri Steinn Guðjónsson kom íslenska liðinu þremur mörkum yfir, 37-34, þegar 59 sekúndur voru eftir að leiknum og sigurinn var í höfn að mati flestra. Austurríkismönnum tókst hins vegar að skora þrjú mörk á síðustu 50 sekúndum leiksins, eitt þegar 50 sekúndur voru eftir, annað þegar 23 sekúndur voru eftir og það þriðja sjö sekúndum fyrir leikslok. Sigurmarkið kom með skoti frá eigin vallarhelmingi og yfir Hreiðar í markinu sem stóð of framarlega. Lokatölurnar urðu því 37-37. ÓTRÚLEG LOKAMÍNÚTA 59 sekúndur eftir Snorri Steinn skorar 37-34 50 sekúndur eftir Austurríki skorar 37-35 30 sekúndur eftir Guðjón Valur lætur verja frá sér á línunni. 23 sekúndur eftir Austurríki skorar 37-36 11 sekúndur eftir Ólafur fær dæmd á sig skref 7 sekúndur eftir Austurríki skorar 37-37 „Ég get vel skilið gremju landa minna og vina. Það eru núna tveir leikir í röð þar sem þeir missa unninn leik niður í jafntefli,“ sagði Dagur Sigurðsson við Morgunblaðið. „Ég klikkaði. Það var það sem gerðist og því fór sem fór,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson við Fréttablaðið. Guðjón Valur fékk línusendingu þegar hálf mínúta var eftir af leiknum í gær og Ísland tveimur mörkum yfir. Skot hans var hins vegar varið og Austurríkismenn náðu með ótrúlegum lokakafla að jafna metin áður en leiktíminn rennur út. „Ég hafði tækifæri til að klára leikinn en gerði það ekki. Þannig komust þeir aftur inn í leikinn. Ég tek þetta einfaldlega á mig því ég á að gera miklu betur,“ sagði Guðjón Valur. Patrekur Jóhannesson að stýra austurríska landsliðinu í handbolta.EPA-EFE/VALDRIN XHEMA Naut þess ekki að horfa á Ísland spila Þremur árum seinna var Patrekur Jóhannesson orðinn þjálfari austurríska landsliðsins en að þessu sinni hélt íslenska liðið út leikinn og vann þriggja marka sigur, 33-27. Íslenska liðið var reyndar níu mörkum yfir, 31-22, þegar sjö mínútur voru eftir an austurríska liðið náði aðeins að laga stöðuna í lokin. Aron Kristjánsson þjálfari þarna íslenska liðið. „Íslenska liðið spilaði vel og lét okkur líta illa út. Þeir voru mjög einbeittir og ég var búinn að vara mína menn við því. Það er stundum erfiðara að framkvæma þá hluti. Ísland var sterkara,“ sagði Patrekur við Vísi eftir leikinn. „Ég naut þess ekki að horfa á Ísland spila í dag en ég mun njóta þess það sem eftir lifir mótsins. Ísland er með frábært lið og liðið á eftir að bíta áfram frá sér,“ sagði Patrekur.
ÓTRÚLEG LOKAMÍNÚTA 59 sekúndur eftir Snorri Steinn skorar 37-34 50 sekúndur eftir Austurríki skorar 37-35 30 sekúndur eftir Guðjón Valur lætur verja frá sér á línunni. 23 sekúndur eftir Austurríki skorar 37-36 11 sekúndur eftir Ólafur fær dæmd á sig skref 7 sekúndur eftir Austurríki skorar 37-37
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Fleiri fréttir „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Sjá meira