„Aron Pálmarsson var stórkostlegur frá A til Ö“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2024 09:31 Aron Pálmarsson kom með beinum hætti að tíu mörkum gegn Króatíu. vísir/vilhelm Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, lék frábærlega í sigrinum á Króatíu, 30-35, í milliriðli á EM í Þýskalandi í fyrradag. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari Fram. Aron skoraði sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar í leiknum gegn Króatíu. Það var fyrsti sigur Íslendinga á Króötum á stórmóti. Með honum á Ísland enn möguleika á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Einar og Hreiðar Levý Guðmundsson gerðu leikinn gegn Króatíu upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. Þar ræddu þeir meðal annars um frammistöðu Arons. „Aron Pálmarsson var stórkostlegur frá A til Ö,“ sagði Einar um fyrirliða íslenska landsliðsins. „Hann stýrði sókninni frá A til Ö. Hann hefði getað verið í hægra horninu; hann var bara að stýra leiknum. Hann opnaði fyrir hina. Þegar það gerðist ekki tók hann sína sénsa. Hann gaf ekki alltaf síðustu sendingu fyrir mark en bjó mikið til og það eina sem næsti maður þurfti að gera var að gefa á fría manninn. Hann var algjör leikbreytir í dag.“ Aron spilaði ekki mikið í leiknum gegn Frakklandi á laugardaginn og var kannski þess vegna ferskur í leiknum gegn Króatíu. „Mér hefur fundist hann spila mjög vel á þessu móti, fyrir utan Frakkaleikinn þar sem hann spilaði lítið en hvort það var bara meðvitað að hvíla hann,“ sagði Einar. Aron og félagar hans í íslenska liðinu mæta því austurríska í síðasta leik sínum á EM í dag. Ísland þarf líklega fimm marka sigur til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Hrósaði Snorra í hástert: „Miklu meiri stríðsmaður í honum“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, hrósaði Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sigurinn á Króatíu í gær. 23. janúar 2024 12:15 Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. 22. janúar 2024 18:30 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira
Aron skoraði sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar í leiknum gegn Króatíu. Það var fyrsti sigur Íslendinga á Króötum á stórmóti. Með honum á Ísland enn möguleika á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Einar og Hreiðar Levý Guðmundsson gerðu leikinn gegn Króatíu upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. Þar ræddu þeir meðal annars um frammistöðu Arons. „Aron Pálmarsson var stórkostlegur frá A til Ö,“ sagði Einar um fyrirliða íslenska landsliðsins. „Hann stýrði sókninni frá A til Ö. Hann hefði getað verið í hægra horninu; hann var bara að stýra leiknum. Hann opnaði fyrir hina. Þegar það gerðist ekki tók hann sína sénsa. Hann gaf ekki alltaf síðustu sendingu fyrir mark en bjó mikið til og það eina sem næsti maður þurfti að gera var að gefa á fría manninn. Hann var algjör leikbreytir í dag.“ Aron spilaði ekki mikið í leiknum gegn Frakklandi á laugardaginn og var kannski þess vegna ferskur í leiknum gegn Króatíu. „Mér hefur fundist hann spila mjög vel á þessu móti, fyrir utan Frakkaleikinn þar sem hann spilaði lítið en hvort það var bara meðvitað að hvíla hann,“ sagði Einar. Aron og félagar hans í íslenska liðinu mæta því austurríska í síðasta leik sínum á EM í dag. Ísland þarf líklega fimm marka sigur til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Hrósaði Snorra í hástert: „Miklu meiri stríðsmaður í honum“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, hrósaði Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sigurinn á Króatíu í gær. 23. janúar 2024 12:15 Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. 22. janúar 2024 18:30 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira
Hrósaði Snorra í hástert: „Miklu meiri stríðsmaður í honum“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, hrósaði Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sigurinn á Króatíu í gær. 23. janúar 2024 12:15
Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. 22. janúar 2024 18:30