Einkunnir Strákanna okkar á móti Austurríki: Sigvaldi góður en Bjarki brást Íþróttadeild Vísis skrifar 24. janúar 2024 17:01 Bjarki Már Elísson (lengst til hægri) átti afleitan leik gegn Austurríki. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann tveggja marka sigur á Austurríki, 24-26, í lokaleik sínum í milliriðli 1 á EM í Þýskalandi í dag. Afleit byrjun á seinni hálfleik gerði úti um vonir Íslands á að vinna nógu stóran sigur til að komast beint í forkeppni Ólympíuleikanna. Ísland var 8-14 yfir í hálfleik eftir að hafa skorað síðustu sex mörk fyrri hálfleiks. Íslenska liðið komst aftur sex mörkum yfir í byrjun seinni hálfleiks, 9-15, en skoraði svo ekki í rúmar þrettán mínútur. Á meðan gerði Austurríki sjö mörk í röð og komst yfir. Íslenska liðið tók sig taki eftir þetta og gerði nóg til að vinna leikinn en það er óvíst að það dugi til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Viktor Gísli Hallgrímsson var stórkostlegur í fyrri hálfleik þegar hann varði sautján skot, eða 68 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Hann datt hins vegar hressilega niður í seinni hálfleik á meðan Constantin Möstl varði allt hvað af tók í austurríska markinu, alls 22 skot (46 prósent). Sigvaldi Guðjónsson og Aron Pálmarsson skoruðu samtals fimmtán mörk og báru hitann og þungann af markaskorun íslenska liðsins. Aðrir sóknarmenn þess áttu erfitt uppdráttar. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Austurríki:- Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 4 (19 varin skot - 44:39 mín.) Algjörlega stórkostlegur í fyrri hálfleik. Varði þá sautján skot en sex sinnum var dæmt aukakast á íslenska liðið. Var með vart trúanlega 68 prósent hlutfallsmarkvörslu. Íslenska vörnin datt hressilega niður í seinni hálfleik og Viktor sömuleiðis. Varði tvö skot í seinni hálfleik áður en hann var tekinn af velli. Endaði leikinn með nítján varin skot, eða 54 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 1 (0 mörk - 40:38 mín.) Hörmungarframmistaða hjá Bjarka sem klúðraði öllum fjórum skotunum sínum. Staða íslenska liðsins væri allt önnur ef hann hefði nýtt færin sín. Hefur verið ólíkur sjálfum sér undanfarnar vikur og því miður átt sitt lélegasta stórmót síðan hann kom inn í landsliðið. Óásættanleg frammistaða í dag. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 3 (0 mörk - 40:50 mín.) Framúrskarandi í vörninni í fyrri hálfleik en tók skrítnar ákvarðanir í sókninni. Klúðraði öllum þremur skotunum sínum og fann ekki sama takt í vörninni í seinni hálfleik. Aron Pálmarsson, leikstjórnandi - 4 (7 mörk - 38:25 mín.) Kórónaði gott mót með flottri frammistöðu í dag. Byrjaði leikinn af krafti og skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum Íslands. Fékk mikla hvíld í fyrri hálfleik en kom ekki nógu sterkur inn í þann seinni. Fékk ekkert við ráðið á þrettán mínútna kaflanum þar sem Íslendingar skoruðu ekki en vaknaði aftur undir lokin. Lauk leik með sjö mörk og átti heilt yfir góðan leik. Spilaði sitt besta stórmót síðan á Ólympíuleikunum í London 2012. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 3 (3 mörk - 37:35 mín.) Eftir góða frammistöðu á mótinu til þessa fann Viggó ekki alveg taktinn í dag. Átti ágætis kafla en getur gert miklu betur. Sigvaldi Guðjónsson, hægri hornamaður - 5 (8 mörk - 56:35 mín.) Spilaði allan leikinn í hægra horninu og var frábær. Var öryggið uppmálað og skoraði úr öllum átta skotunum sínum. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 2 (2 mörk - 43:18 mín.) Góður í vörn í fyrri hálfleik en afleitur í þeim seinni. Klikkaði á tveimur færum og fékk svo þrjár tveggja mínútna brottvísanir. Íslenska liðið hefði þurft betri frammistöðu frá Elliða í dag. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - 2 (3 varin skot - 11:39 mín.) Kom inn á um miðjan seinni hálfleik en varði aðeins þrjú skot. Hefur átt góðar innkomur á mótinu en þetta var ekki ein af þeim. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 3 (2 mörk - 16:04 mín.) Kom virkilega sterkur inn á í fyrri hálfleik og stýrði sóknarleiknum af festu. Var hins vegar agalega lélegur fyrri hluta seinni hálfleiks og var þá ekki með neina stjórn á hlutunum. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta 2 (1 mark - 19:58 mín.) Sneri aftur eftir veikindi en náði sér engan veginn á strik, ekki frekar en í öðrum leikjum á mótinu. Hefur verið skugginn af sjálfum sér á EM. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - 2 (0 mörk - 18:44 mín.) Var oft úti að aka í íslensku vörninni og tókst ekki að fylla skarðið sem Ýmir Örn Gíslason skildi eftir sig. Haukur Þrastarson, leikstjórnandi - 2 (3 mörk - 30:35 mín.) Eftir frábærar innkomur gegn Frakklandi og Króatíu fann Haukur sig ekki í dag. Með slaka skotnýtingu og náði ekki að breyta gangi leiksins. Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður - 2 (0 mörk - 19:12 mín.) Kom inn á um miðbik seinni hálfleiks þegar það var fullreynt með Bjarka. Virðist enn ekki vera tilbúinn í verkefni sem þetta. Einar Þorsteinn Ólafsson, varnarmaður - (0 mörk - 1:32 mín.) Kom inn á undir lokin til að freista þess að hleypa leiknum upp. Mun búa að reynslunni frá þessu móti í framtíðinni. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - (0 mörk - 16 sek.) Kom inn á til að taka eitt vítakast og klúðraði því. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - spilaði ekkert Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari - 3 Gat verið mjög ánægður með stöðuna í hálfleik enda Ísland sex mörkum yfir. En hvað gerðist eiginlega í hálfleiknum? Íslenska liðið mætti allavega með buxurnar á hælunum til leiks í seinni hálfleik. Vörnin var vond en sóknin enn verri og Íslendingar skoruðu ekki í rúmar þrettán mínútur. Snorri virtist ekki eiga neinar lausnir uppi í erminni á þessum kafla og fær falleinkunn fyrir hann. Getur vissulega ekki nýtt færin fyrir leikmennina sem brugðust flestir í dag, sem og á mótinu öllu en ábyrgðin liggur á endanum hjá þjálfaranum. Hefur komið vel fyrir og verið heiðarlegur í svörum á mótinu en hefur ekki alltaf verið með réttu lausnirnar eða rétta uppleggið í leikjum. Mun læra helling af síðustu vikum. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Fleiri fréttir „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Sjá meira
Ísland var 8-14 yfir í hálfleik eftir að hafa skorað síðustu sex mörk fyrri hálfleiks. Íslenska liðið komst aftur sex mörkum yfir í byrjun seinni hálfleiks, 9-15, en skoraði svo ekki í rúmar þrettán mínútur. Á meðan gerði Austurríki sjö mörk í röð og komst yfir. Íslenska liðið tók sig taki eftir þetta og gerði nóg til að vinna leikinn en það er óvíst að það dugi til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Viktor Gísli Hallgrímsson var stórkostlegur í fyrri hálfleik þegar hann varði sautján skot, eða 68 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Hann datt hins vegar hressilega niður í seinni hálfleik á meðan Constantin Möstl varði allt hvað af tók í austurríska markinu, alls 22 skot (46 prósent). Sigvaldi Guðjónsson og Aron Pálmarsson skoruðu samtals fimmtán mörk og báru hitann og þungann af markaskorun íslenska liðsins. Aðrir sóknarmenn þess áttu erfitt uppdráttar. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Austurríki:- Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 4 (19 varin skot - 44:39 mín.) Algjörlega stórkostlegur í fyrri hálfleik. Varði þá sautján skot en sex sinnum var dæmt aukakast á íslenska liðið. Var með vart trúanlega 68 prósent hlutfallsmarkvörslu. Íslenska vörnin datt hressilega niður í seinni hálfleik og Viktor sömuleiðis. Varði tvö skot í seinni hálfleik áður en hann var tekinn af velli. Endaði leikinn með nítján varin skot, eða 54 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 1 (0 mörk - 40:38 mín.) Hörmungarframmistaða hjá Bjarka sem klúðraði öllum fjórum skotunum sínum. Staða íslenska liðsins væri allt önnur ef hann hefði nýtt færin sín. Hefur verið ólíkur sjálfum sér undanfarnar vikur og því miður átt sitt lélegasta stórmót síðan hann kom inn í landsliðið. Óásættanleg frammistaða í dag. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 3 (0 mörk - 40:50 mín.) Framúrskarandi í vörninni í fyrri hálfleik en tók skrítnar ákvarðanir í sókninni. Klúðraði öllum þremur skotunum sínum og fann ekki sama takt í vörninni í seinni hálfleik. Aron Pálmarsson, leikstjórnandi - 4 (7 mörk - 38:25 mín.) Kórónaði gott mót með flottri frammistöðu í dag. Byrjaði leikinn af krafti og skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum Íslands. Fékk mikla hvíld í fyrri hálfleik en kom ekki nógu sterkur inn í þann seinni. Fékk ekkert við ráðið á þrettán mínútna kaflanum þar sem Íslendingar skoruðu ekki en vaknaði aftur undir lokin. Lauk leik með sjö mörk og átti heilt yfir góðan leik. Spilaði sitt besta stórmót síðan á Ólympíuleikunum í London 2012. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 3 (3 mörk - 37:35 mín.) Eftir góða frammistöðu á mótinu til þessa fann Viggó ekki alveg taktinn í dag. Átti ágætis kafla en getur gert miklu betur. Sigvaldi Guðjónsson, hægri hornamaður - 5 (8 mörk - 56:35 mín.) Spilaði allan leikinn í hægra horninu og var frábær. Var öryggið uppmálað og skoraði úr öllum átta skotunum sínum. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 2 (2 mörk - 43:18 mín.) Góður í vörn í fyrri hálfleik en afleitur í þeim seinni. Klikkaði á tveimur færum og fékk svo þrjár tveggja mínútna brottvísanir. Íslenska liðið hefði þurft betri frammistöðu frá Elliða í dag. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - 2 (3 varin skot - 11:39 mín.) Kom inn á um miðjan seinni hálfleik en varði aðeins þrjú skot. Hefur átt góðar innkomur á mótinu en þetta var ekki ein af þeim. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 3 (2 mörk - 16:04 mín.) Kom virkilega sterkur inn á í fyrri hálfleik og stýrði sóknarleiknum af festu. Var hins vegar agalega lélegur fyrri hluta seinni hálfleiks og var þá ekki með neina stjórn á hlutunum. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta 2 (1 mark - 19:58 mín.) Sneri aftur eftir veikindi en náði sér engan veginn á strik, ekki frekar en í öðrum leikjum á mótinu. Hefur verið skugginn af sjálfum sér á EM. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - 2 (0 mörk - 18:44 mín.) Var oft úti að aka í íslensku vörninni og tókst ekki að fylla skarðið sem Ýmir Örn Gíslason skildi eftir sig. Haukur Þrastarson, leikstjórnandi - 2 (3 mörk - 30:35 mín.) Eftir frábærar innkomur gegn Frakklandi og Króatíu fann Haukur sig ekki í dag. Með slaka skotnýtingu og náði ekki að breyta gangi leiksins. Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður - 2 (0 mörk - 19:12 mín.) Kom inn á um miðbik seinni hálfleiks þegar það var fullreynt með Bjarka. Virðist enn ekki vera tilbúinn í verkefni sem þetta. Einar Þorsteinn Ólafsson, varnarmaður - (0 mörk - 1:32 mín.) Kom inn á undir lokin til að freista þess að hleypa leiknum upp. Mun búa að reynslunni frá þessu móti í framtíðinni. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - (0 mörk - 16 sek.) Kom inn á til að taka eitt vítakast og klúðraði því. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - spilaði ekkert Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari - 3 Gat verið mjög ánægður með stöðuna í hálfleik enda Ísland sex mörkum yfir. En hvað gerðist eiginlega í hálfleiknum? Íslenska liðið mætti allavega með buxurnar á hælunum til leiks í seinni hálfleik. Vörnin var vond en sóknin enn verri og Íslendingar skoruðu ekki í rúmar þrettán mínútur. Snorri virtist ekki eiga neinar lausnir uppi í erminni á þessum kafla og fær falleinkunn fyrir hann. Getur vissulega ekki nýtt færin fyrir leikmennina sem brugðust flestir í dag, sem og á mótinu öllu en ábyrgðin liggur á endanum hjá þjálfaranum. Hefur komið vel fyrir og verið heiðarlegur í svörum á mótinu en hefur ekki alltaf verið með réttu lausnirnar eða rétta uppleggið í leikjum. Mun læra helling af síðustu vikum. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Fleiri fréttir „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Sjá meira