Bjarni gaf Ómari Inga ráð eftir „glatað mót“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2024 10:01 Ómar Ingi Magnússon varð fimmti markahæsti leikmaður íslenska liðsins á mótinu en nýtti aðeins 8 af 15 vítum sínum sem gerir skelfilega 53 prósent vítanýtingu. Vísir/Vilhelm Ómar Ingi Magnússon á ekki aðeins að vera besti leikmaður íslenska liðsins heldur einn besti handboltamaður heims. Hann var hins vegar langt frá því á Evrópumótinu sem endaði hjá íslenska handboltalandsliðinu í gær. Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir lokaleikinn gegn Austurríki ásamt Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu. Þar ræddu þeir meðal annars um frammistöðu Ómars Inga á Evrópumótinu í Þýskalandi. „Það hlýtur að vera ofboðslegt áhyggjuefni hvernig Ómar Ingi var á mótinu. Við þurfum að koma honum inn í leik okkar, því þetta er einn besti handboltamaðurinn í heiminum,“ sagði Stefán Árni. „Ég held að hann fari bara heim. Hann átti glatað mót en vinnur nú bara í sínum málum og kemur sterkari til baka. Þú verður ekkert lélegur í handbolta á einni nóttu. Stundum þá bara gengur þetta ekki upp og þá ferð þú í það að finna út hvað það sem gekk ekki upp og heldur svo áfram,“ sagði Bjarni. „Hann fór í aðgerð beint eftir mótið í fyrra. Hann tók ekkert undirbúningstímabil og kom aftur inn í þetta þegar tímabilið var byrjað. Hann er ekki kominn á þann stað til að geta gert nákvæmlega þá hluti sem hann er bestur í,“ sagði Bjarni. „Við vorum að sjá að hann var ekki að vinna þessa maður á mann stöðu á þessu móti og kannski er það vegna þess að hann er ekki alveg kominn í sitt besta stand. Svo kannski þarf hann bara að hugsa um það að menn sé byrjaðir að stúdera hann betur eða eitthvað,“ sagði Bjarni. „Ég hef engar áhyggjur af því. Hann mun finna sinn fyrri styrk aftur,“ sagði Bjarni. „Við þurfum heldur betur á þessum manni að halda,“ sagði Stefán. „Alveg klárlega. Hann í sínu besta standi er bara stórkostlegur,“ sagði Einar sem var sammála Bjarna. „Hann fer núna bara heim í hérað og ég veit ekki hvort ég að segja það en lærir af þessu. Gleymir þessu og svo bara áfram gakk,“ sagði Einar. „Ég er rosalega hrifinn af því að þú sért ekki að taka of mikla dramatík í þetta. Fjölmiðlaumfjöllun er svolítið mikil dramatík. Þið eruð að blása þetta upp,“ sagði Bjarni sem vildi hvetja Ómar Inga áfram að festast ekki í þessu móti. „Stundum virkar þetta ekki, stundum heppnast þetta ekki og þó að þú sért að gera allt rétt og leggja mikið á þig. Einhvern veginn. Eins og á vítalinunni. Það þarf ekkert að hanga yfir því. Þetta var bara svona núna, svo ferð þú bara heim, skoðað hvað þú getur gert betur, æfir þig og svo bara kemur þetta,“ sagði Bjarni. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: HK - KA | Eiga harma að hefna eftir spennutrylli fyrir norðan Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir lokaleikinn gegn Austurríki ásamt Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu. Þar ræddu þeir meðal annars um frammistöðu Ómars Inga á Evrópumótinu í Þýskalandi. „Það hlýtur að vera ofboðslegt áhyggjuefni hvernig Ómar Ingi var á mótinu. Við þurfum að koma honum inn í leik okkar, því þetta er einn besti handboltamaðurinn í heiminum,“ sagði Stefán Árni. „Ég held að hann fari bara heim. Hann átti glatað mót en vinnur nú bara í sínum málum og kemur sterkari til baka. Þú verður ekkert lélegur í handbolta á einni nóttu. Stundum þá bara gengur þetta ekki upp og þá ferð þú í það að finna út hvað það sem gekk ekki upp og heldur svo áfram,“ sagði Bjarni. „Hann fór í aðgerð beint eftir mótið í fyrra. Hann tók ekkert undirbúningstímabil og kom aftur inn í þetta þegar tímabilið var byrjað. Hann er ekki kominn á þann stað til að geta gert nákvæmlega þá hluti sem hann er bestur í,“ sagði Bjarni. „Við vorum að sjá að hann var ekki að vinna þessa maður á mann stöðu á þessu móti og kannski er það vegna þess að hann er ekki alveg kominn í sitt besta stand. Svo kannski þarf hann bara að hugsa um það að menn sé byrjaðir að stúdera hann betur eða eitthvað,“ sagði Bjarni. „Ég hef engar áhyggjur af því. Hann mun finna sinn fyrri styrk aftur,“ sagði Bjarni. „Við þurfum heldur betur á þessum manni að halda,“ sagði Stefán. „Alveg klárlega. Hann í sínu besta standi er bara stórkostlegur,“ sagði Einar sem var sammála Bjarna. „Hann fer núna bara heim í hérað og ég veit ekki hvort ég að segja það en lærir af þessu. Gleymir þessu og svo bara áfram gakk,“ sagði Einar. „Ég er rosalega hrifinn af því að þú sért ekki að taka of mikla dramatík í þetta. Fjölmiðlaumfjöllun er svolítið mikil dramatík. Þið eruð að blása þetta upp,“ sagði Bjarni sem vildi hvetja Ómar Inga áfram að festast ekki í þessu móti. „Stundum virkar þetta ekki, stundum heppnast þetta ekki og þó að þú sért að gera allt rétt og leggja mikið á þig. Einhvern veginn. Eins og á vítalinunni. Það þarf ekkert að hanga yfir því. Þetta var bara svona núna, svo ferð þú bara heim, skoðað hvað þú getur gert betur, æfir þig og svo bara kemur þetta,“ sagði Bjarni. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: HK - KA | Eiga harma að hefna eftir spennutrylli fyrir norðan Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Sjá meira