Sjálfstætt fólk, sjálfstæð þjóð Arnar Þór Jónsson skrifar 26. janúar 2024 10:31 Meginástæða þess að ég gef kost á mér til að gegna embætti forseta Íslands er sú að ég tel ógnir steðja að okkar dýrmæta lýðveldi. Þessar hættur leyna á sér og eru misjafnlega sýnilegar fólki; bæði eftir því sem það hefur upplifað sjálft og líka eftir því sem það vill sjá og heyra. Ég veit að það getur stundum verið þægilegt að líta undan og e.t.v. gerum við það flest í æ ríkara mæli eftir því sem við þurfum stöðugt að meðtaka fleiri fréttir og nýjan fróðleik í gegnum allar þær leiðir sem fjölmiðlar og netheimar nútímans nýta til að ná til okkar. Ógnirnar sem steðja að íslensku lýðræði felast að mínu viti í því að fulltrúalýðræðið er að fjarlægjast hinn upphaflega tilgang sinn. Við höfum um langa hríð skipað okkur í ólíkar fylkingar og greitt ólíkum stjórnmálaflokkum atkvæði til þess að tryggja áherslumálum okkar brautargengi. Valdið hefur komið frá fólkinu. Gjarnan mótar stór hópur stefnuna, t.d. á flokksþingum, sem setur svo fulltrúa sína til verka á Alþingi eða í sveitarstjórnum. Þannig höfum við í senn hvatt fólk til sjálfstæðrar ákvarðanatöku og þátttöku á sviði stjórnmálanna. Við höfum laðað fram heilbrigð skoðanaskipti innan flokkanna og á milli þeirra og staðið vörð um sjálfstæði þjóðarinnar og sameiginleg hagsmunamál hennar. En nú er hún Snorrabúð stekkur. Eða hvað? Getur verið að feðranna frægð sé „fallin í gleymsku og dá“ eins og Jónas Hallgrímsson gerði svo eftirminnilega að yrkisefni sínu í ljóðinu um Ísland farsældafrón. Það var heimssögulegur atburður þegar Íslendingar stofnuðu Alþingi á Þingvöllum árið 930. Alþingi var í senn löggjafarþing og æðsti dómstóll þjóðarinnar allt þar til við samþykktum Gamla sáttmála og gengum Noregskonungi á hönd. Um leið seldum við erlendu valdi sjálfstæði okkar og endurheimtum það ekki fyrr en í áföngum meira en sex hundruð árum síðar. Sagan má aldrei endurtaka sig en blikur eru því miður á lofti. Eina vörnin er fólgin í virku lýðræði þar sem hver og einn fær tækifæri til þess að taka þátt og leggja sitt af mörkum. Lýðræði er nefnilega ekki áhorfendasport. Það byggist ekki upp á því að nokkrir útvaldir mæti til leiks og heyi keppnina á eigin forsendum. Þvert á móti. Keppendur eru valdir af grasrótinni og fá ekki einungis fyrirmælin um erindi sitt frá stuðningsfólkinu heldur einnig aðhaldið í gegnum samtal þar sem allir geta tjáð sig og hafa sama aðgang að ræðustólnum. Þannig eru grundvallaratriði lýðræðisins. Um þau vil ég standa vörð og ég tel ekki veita af því að hvatning og aðhald í þeim efnum komi frá eina embættismanni þjóðarinnar sem kosinn er beinni og milliliðalausri lýðræðislegri kosningu – forsetanum. Sérstaklega þegar sú staða virðist blasa við að stór hluti stjórnmálamanna sé smám saman að missa sjónar á aðalatriðunum í hlutverki sínu og skyldum gagnvart umbjóðendum sínum og lýðræðinu. Rót lýðræðisins er hjá almenningi, ekki hjá stjórnmálaflokkunum sjálfum, stórfyrirtækjum sem seilast til áhrifa, fræðimönnum sem tala í krafti sérþekkingar, embættismönnum eða alþjóðlegum stofnunum. Í stað þess að stjórnað sé með reglum sem eiga sér lýðræðislega rót í samfélagi sjálfstæðra einstaklinga færist ákvarðanatakan yfir til flokka sem í framkvæmd sýna viðleitni í þá átt að stýra með valdboði og leggja áherslu á hlýðni við yfirvald fremur en sjálfræði einstaklingsins og þátttöku hans í stjórn sinna mála. Undir merkjum fagmennsku setja þrýstihóparnir gjarnan fram stefnuskrár sem klæddar eru í búning almannahagsmuna en þjóna í reynd þröngum sérhagsmunum. Á hinu alþjóðlega sviði eru sumir þessara þrýstihópa svo stórir, valdamiklir og fjársterkir að smáríki eins og Ísland mega sín lítils í leiknum. Undan þrýstingi á slíkum vettvangi, t.d. meðal embættismanna ESB, meðal auðjöfra í Davos eða fulltrúa (ólýðræðislegra) stórvelda á vettvangi SÞ, mega fulltrúar Íslands ekki kikna. Þeirra hlutverk er ekki að starfa í þágu sérhagsmuna víða um heim heldur að verja stjórnarskrá lýðveldisins og standa vörð um þjóðarhag á breiðum faglegum, efnahagslegum og þjóðhagslegum grunni. Ég hef áhyggjur af því að þjóðkjörnir stjórnmálamenn og ekki síst ráðamenn íslenskrar þjóðar, séu að fjarlægjast lýðræðislegar skyldur sínar og í sumum tilfellum, kannski óafvitandi, að þróast yfir í það að verða einhverskonar embættismenn sem ganga erinda alls kyns þrýstihópa og lúta jafnvel erlendu valdi þannig að gengið sé á stjórnarskrárvarin réttindi fólksins í landinu. Í slíkum tilfellum tel ég að forseti Íslands eigi að nýta sér þann rétt sem hann hefur til þess að vísa málum beint til þjóðarinnar. Það er að mínu viti stærsta verkefni embættis forseta Íslands að næra, eins og frekast er unnt, sjálfstæða ákvarðanatöku einstaklinganna í heilbrigðu lýðræðisríki og standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar í farsælu samstarfi sínu við aðrar þjóðir. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Meginástæða þess að ég gef kost á mér til að gegna embætti forseta Íslands er sú að ég tel ógnir steðja að okkar dýrmæta lýðveldi. Þessar hættur leyna á sér og eru misjafnlega sýnilegar fólki; bæði eftir því sem það hefur upplifað sjálft og líka eftir því sem það vill sjá og heyra. Ég veit að það getur stundum verið þægilegt að líta undan og e.t.v. gerum við það flest í æ ríkara mæli eftir því sem við þurfum stöðugt að meðtaka fleiri fréttir og nýjan fróðleik í gegnum allar þær leiðir sem fjölmiðlar og netheimar nútímans nýta til að ná til okkar. Ógnirnar sem steðja að íslensku lýðræði felast að mínu viti í því að fulltrúalýðræðið er að fjarlægjast hinn upphaflega tilgang sinn. Við höfum um langa hríð skipað okkur í ólíkar fylkingar og greitt ólíkum stjórnmálaflokkum atkvæði til þess að tryggja áherslumálum okkar brautargengi. Valdið hefur komið frá fólkinu. Gjarnan mótar stór hópur stefnuna, t.d. á flokksþingum, sem setur svo fulltrúa sína til verka á Alþingi eða í sveitarstjórnum. Þannig höfum við í senn hvatt fólk til sjálfstæðrar ákvarðanatöku og þátttöku á sviði stjórnmálanna. Við höfum laðað fram heilbrigð skoðanaskipti innan flokkanna og á milli þeirra og staðið vörð um sjálfstæði þjóðarinnar og sameiginleg hagsmunamál hennar. En nú er hún Snorrabúð stekkur. Eða hvað? Getur verið að feðranna frægð sé „fallin í gleymsku og dá“ eins og Jónas Hallgrímsson gerði svo eftirminnilega að yrkisefni sínu í ljóðinu um Ísland farsældafrón. Það var heimssögulegur atburður þegar Íslendingar stofnuðu Alþingi á Þingvöllum árið 930. Alþingi var í senn löggjafarþing og æðsti dómstóll þjóðarinnar allt þar til við samþykktum Gamla sáttmála og gengum Noregskonungi á hönd. Um leið seldum við erlendu valdi sjálfstæði okkar og endurheimtum það ekki fyrr en í áföngum meira en sex hundruð árum síðar. Sagan má aldrei endurtaka sig en blikur eru því miður á lofti. Eina vörnin er fólgin í virku lýðræði þar sem hver og einn fær tækifæri til þess að taka þátt og leggja sitt af mörkum. Lýðræði er nefnilega ekki áhorfendasport. Það byggist ekki upp á því að nokkrir útvaldir mæti til leiks og heyi keppnina á eigin forsendum. Þvert á móti. Keppendur eru valdir af grasrótinni og fá ekki einungis fyrirmælin um erindi sitt frá stuðningsfólkinu heldur einnig aðhaldið í gegnum samtal þar sem allir geta tjáð sig og hafa sama aðgang að ræðustólnum. Þannig eru grundvallaratriði lýðræðisins. Um þau vil ég standa vörð og ég tel ekki veita af því að hvatning og aðhald í þeim efnum komi frá eina embættismanni þjóðarinnar sem kosinn er beinni og milliliðalausri lýðræðislegri kosningu – forsetanum. Sérstaklega þegar sú staða virðist blasa við að stór hluti stjórnmálamanna sé smám saman að missa sjónar á aðalatriðunum í hlutverki sínu og skyldum gagnvart umbjóðendum sínum og lýðræðinu. Rót lýðræðisins er hjá almenningi, ekki hjá stjórnmálaflokkunum sjálfum, stórfyrirtækjum sem seilast til áhrifa, fræðimönnum sem tala í krafti sérþekkingar, embættismönnum eða alþjóðlegum stofnunum. Í stað þess að stjórnað sé með reglum sem eiga sér lýðræðislega rót í samfélagi sjálfstæðra einstaklinga færist ákvarðanatakan yfir til flokka sem í framkvæmd sýna viðleitni í þá átt að stýra með valdboði og leggja áherslu á hlýðni við yfirvald fremur en sjálfræði einstaklingsins og þátttöku hans í stjórn sinna mála. Undir merkjum fagmennsku setja þrýstihóparnir gjarnan fram stefnuskrár sem klæddar eru í búning almannahagsmuna en þjóna í reynd þröngum sérhagsmunum. Á hinu alþjóðlega sviði eru sumir þessara þrýstihópa svo stórir, valdamiklir og fjársterkir að smáríki eins og Ísland mega sín lítils í leiknum. Undan þrýstingi á slíkum vettvangi, t.d. meðal embættismanna ESB, meðal auðjöfra í Davos eða fulltrúa (ólýðræðislegra) stórvelda á vettvangi SÞ, mega fulltrúar Íslands ekki kikna. Þeirra hlutverk er ekki að starfa í þágu sérhagsmuna víða um heim heldur að verja stjórnarskrá lýðveldisins og standa vörð um þjóðarhag á breiðum faglegum, efnahagslegum og þjóðhagslegum grunni. Ég hef áhyggjur af því að þjóðkjörnir stjórnmálamenn og ekki síst ráðamenn íslenskrar þjóðar, séu að fjarlægjast lýðræðislegar skyldur sínar og í sumum tilfellum, kannski óafvitandi, að þróast yfir í það að verða einhverskonar embættismenn sem ganga erinda alls kyns þrýstihópa og lúta jafnvel erlendu valdi þannig að gengið sé á stjórnarskrárvarin réttindi fólksins í landinu. Í slíkum tilfellum tel ég að forseti Íslands eigi að nýta sér þann rétt sem hann hefur til þess að vísa málum beint til þjóðarinnar. Það er að mínu viti stærsta verkefni embættis forseta Íslands að næra, eins og frekast er unnt, sjálfstæða ákvarðanatöku einstaklinganna í heilbrigðu lýðræðisríki og standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar í farsælu samstarfi sínu við aðrar þjóðir. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun