Landsmenn hvattir til að telja fugla í görðum sínum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. janúar 2024 13:03 Garðfuglahelgi Fuglaverndar fer fram um helgina þar sem landsmenn eru hvattir til að telja fugla og greina þá í görðum sínum. Tómas Grétar Gunnarsson Landsmenn eru hvattir til að telja fugla í görðum sínum um helgina en Garðfuglahelgi Fuglaverndar fer einmitt fram í dag og á morgun. Eingöngu á að telja þá fugla, sem eru í garðinum, ekki þá sem fljúga yfir. Það er komið að árlegri Garðfuglahelgi Fuglaverndar, sem er oftast haldin síðustu helgina í janúar. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem fólk þarf að gera er að fylgjast með garðinum sínum í einn klukkutíma um helgina og skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. Bara þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir. Niðurstöðurnar eru svo sendar rafrænt til Fuglaverndar. Guðni Sighvatsson, fuglaáhugamaður á Laugarvatni veit allt um Garðfuglahelgina. „Tilgangurinn er að við sjáum og skráum það sem við finnum og hvaða fugla við sjáum. Margskonar nyt eru af þessum upplýsingum eins og til dæmis fjöldi fuglanna sem eru. Erum við að sjá eitthvað nýtt, erum við að sjá tegundir, sem við höfum ekki séð áður eða þær, sem hafa verið og eru að koma aftur, allt í þeim dúr,” segir Guðni. En hvenær dagsins er best að telja fuglana? „Best er að miða við ljósaskiptin á morgnanna eða kvöldin þegar fuglarnir eru oftast örvæntingarfyllri að ná sér í fóður eftir nóttina eða fyrir nóttina. Þá eru meiri líkur á að þú sjáir þá á ferðinni.” Silkitoppa, falleg mynd.Jóhann Óli Hilmarsson. En hverju á helst að huga að núna þessa dagana með fuglana. Það er hríðarbylur úti og skítakuldi, hvað er svona best að gera? „Þeir, sem eru sérstaklega hérna á veturna eru alveg sér gerðir fyrir þessar aðstæður og til að mynda þolir Snjótittlingurinn allt að 90 gráðu frost, sem er ansi mikill kuldi en það sem er kannski erfiðast fyrir þá alla er æti, að komast í einhvers konar fæðu og þegar það eru jarðbönn og lítið um þá byrja vandræðin aðeins að hrannast upp hjá þeim því þeir þurfa náttúrulega til að kynda líkann og kynda einangrunina þá þurfa þeir orku,” segir Guðni. Upplýsingar um helgina Bláskógabyggð Fuglar Dýr Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Sjá meira
Það er komið að árlegri Garðfuglahelgi Fuglaverndar, sem er oftast haldin síðustu helgina í janúar. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem fólk þarf að gera er að fylgjast með garðinum sínum í einn klukkutíma um helgina og skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. Bara þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir. Niðurstöðurnar eru svo sendar rafrænt til Fuglaverndar. Guðni Sighvatsson, fuglaáhugamaður á Laugarvatni veit allt um Garðfuglahelgina. „Tilgangurinn er að við sjáum og skráum það sem við finnum og hvaða fugla við sjáum. Margskonar nyt eru af þessum upplýsingum eins og til dæmis fjöldi fuglanna sem eru. Erum við að sjá eitthvað nýtt, erum við að sjá tegundir, sem við höfum ekki séð áður eða þær, sem hafa verið og eru að koma aftur, allt í þeim dúr,” segir Guðni. En hvenær dagsins er best að telja fuglana? „Best er að miða við ljósaskiptin á morgnanna eða kvöldin þegar fuglarnir eru oftast örvæntingarfyllri að ná sér í fóður eftir nóttina eða fyrir nóttina. Þá eru meiri líkur á að þú sjáir þá á ferðinni.” Silkitoppa, falleg mynd.Jóhann Óli Hilmarsson. En hverju á helst að huga að núna þessa dagana með fuglana. Það er hríðarbylur úti og skítakuldi, hvað er svona best að gera? „Þeir, sem eru sérstaklega hérna á veturna eru alveg sér gerðir fyrir þessar aðstæður og til að mynda þolir Snjótittlingurinn allt að 90 gráðu frost, sem er ansi mikill kuldi en það sem er kannski erfiðast fyrir þá alla er æti, að komast í einhvers konar fæðu og þegar það eru jarðbönn og lítið um þá byrja vandræðin aðeins að hrannast upp hjá þeim því þeir þurfa náttúrulega til að kynda líkann og kynda einangrunina þá þurfa þeir orku,” segir Guðni. Upplýsingar um helgina
Bláskógabyggð Fuglar Dýr Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Sjá meira