Verði kannski komin á byrjunarreit eftir tíu daga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. janúar 2024 21:05 Víðir ræddi við Sindra Sindrason í beinni útsendingu í kvöld. Vísir/Arnar Víðir Reynisson segir aðgerðir við verðmætabjörgun í Grindavík heilt yfir hafa gengið vel í dag, þrátt fyrir hnökra í upphafi dags. Hann segist vel skilja reiði og pirring Grindvíkinga. Með áframhaldandi landrisi aukist óvissan um hvað gerist næst. Grindvíkingar fengu í fyrsta skipti að vitja eigna sinna í bænum í dag síðan 14. janúar þegar síðast gaus við bæinn. Samkvæmt leiðbeiningum Almannavarna mega ekki vera fleiri en þrjú hundruð manns í bænum hverju sinni og fóru tvö holl inn í bæinn í dag, þrjá tíma í senn klukkan níu og klukkan tvö. „Það voru talsverðir hnökrar í morgun, út af veðrinu fyrst og fremst. Það gekk illa að halda Krýsuvíkurveginum og Suðurstrandarveginum opnum til að byrja með. Um tíuleytið var þetta farið að rúlla ágætlega og þetta gekk síðan bara mjög vel í dag. Ég get ekki sagt annað en að það hafi gert það. Við vorum með okkar fólk þarna í Grindavík og það hitti mjög mikið af íbúum,“ segir Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna. Rætt var við hann í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Sorg er orð sem maður heyrði nokkrum sinnum í dag. Þetta eru auðvitað ólýsanlegar aðstæður, að vera að skammtað þrjá klukkutíma til að fara heim, taka eitthvað af dótinu sínu og vita ekki hvað tekur við. Þetta eru náttúrulega bara aðstæður sem ég held að ekkert okkar geti sett sig í.“ Ráða illa við veðrið Í dag hefur komið fram gagnrýni á skipulag verðmætabjörgunar í Grindavík. Fólk er látið keyra um Suðurstrandarveg til Grindavíkur, og margir sem fara því um Krýsuvíkurveg á leið sinni. „Við ráðum náttúrulega illa við veðrið en gerðum okkar besta í að reyna að halda leiðunum opnum,“ sagði Víðir. Raunverulekinn sé sá að valið standi á milli margra vondra möguleika til að leysa verkefnið. „Þetta var niðurstaðan. Bæði vorum við heimamenn með okkur í þessu, sérfræðinga frá Vegagerðinni, umferðarsérfræðinga og aðra í að velja þetta. Menn voru ekki á eitt sáttir, það er bara þannig. En þetta var niðurstaðan og eftir að búið var að opna þarna í morgun þá gekk þetta bara vel,“ sagði Víðir. Aðstæður sem fólk komi inn í séu ólýsanlegar. Reiði fólks og pirringur sé vel skiljanlegur. Víðir segir hættu í bænum metna samskonar og að undanförnu. Mikil hætta sé á sprunguopnunum á sama tíma og landris heldur áfram í Svartsengi. „Þá erum við í þessari óvissu. Það styttist í að sá tími komi að landrisið nái þeirri hæð sem var bæði fyrir 18. desember og 14. janúar. Kannski enn og aftur lendum við á byrjunarreit eftir viku, tíu daga.“ Skjálftar við Bláfjöll ekki til að slá á áhyggjurnar Aðspurður um jarðskjálfta við Bláfjöll segir Víðir tvennt sem Almannavarnir horfi til. Annars vegar hættu á eldgosum líkt og Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur hefur rætt um. „En ekki síður að þetta er svæðið þar sem stærstu skjálftar í nágrenni Reykjavíkur verða. Við höfum talað um þetta sem hluta af þessari atburðarás. Alveg frá því í janúar 2020 hefur skjálfti við Brennisteinsfjöll verið eitt af því sem við höfum haft áhyggjur af og þær minnka ekki við þetta,“ sagði Víðir. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hefði verið til í fleiri til að bera hægindastólana Einar Dagbjartsson, íbúi í Grindavík, var á meðal Grindvíkinga sem fengu að sækja eigur sínar til Grindavíkur í dag. Hann segir að vel hafi gengið þó að hann hefði verið til í fleiri hendur til að aðstoða sig, við að sækja dót upp á þriðju hæð. 29. janúar 2024 14:43 Takmarka aðgengi svo hægt sé að rýma skyndilega Sérfræðingar í áhættugreiningu hafa greint hvert einasta svæði í Grindavík og leiðbeint Almannavörnum þannig að unnt sé að hleypa íbúum bæjarins heim til sín í skamma stund. Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir bæinn hættulegan og sífelt erfiðara verði að halda lífi í honum. 29. janúar 2024 11:14 Miklar umferðartafir við Grindavík Miklar umferðartafir eru við Grindavík. Hafa Grindvíkingar á leið í bæinn að sækja eignir þurft að snúa við. Vegagerðin mun senda fleiri snjóruðningstæki á vettvang. Einstefna um bæinn er til að koma í veg fyrir flöskuháls, samkvæmt bæjaryfirvöldum. 29. janúar 2024 09:18 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Grindvíkingar fengu í fyrsta skipti að vitja eigna sinna í bænum í dag síðan 14. janúar þegar síðast gaus við bæinn. Samkvæmt leiðbeiningum Almannavarna mega ekki vera fleiri en þrjú hundruð manns í bænum hverju sinni og fóru tvö holl inn í bæinn í dag, þrjá tíma í senn klukkan níu og klukkan tvö. „Það voru talsverðir hnökrar í morgun, út af veðrinu fyrst og fremst. Það gekk illa að halda Krýsuvíkurveginum og Suðurstrandarveginum opnum til að byrja með. Um tíuleytið var þetta farið að rúlla ágætlega og þetta gekk síðan bara mjög vel í dag. Ég get ekki sagt annað en að það hafi gert það. Við vorum með okkar fólk þarna í Grindavík og það hitti mjög mikið af íbúum,“ segir Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna. Rætt var við hann í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Sorg er orð sem maður heyrði nokkrum sinnum í dag. Þetta eru auðvitað ólýsanlegar aðstæður, að vera að skammtað þrjá klukkutíma til að fara heim, taka eitthvað af dótinu sínu og vita ekki hvað tekur við. Þetta eru náttúrulega bara aðstæður sem ég held að ekkert okkar geti sett sig í.“ Ráða illa við veðrið Í dag hefur komið fram gagnrýni á skipulag verðmætabjörgunar í Grindavík. Fólk er látið keyra um Suðurstrandarveg til Grindavíkur, og margir sem fara því um Krýsuvíkurveg á leið sinni. „Við ráðum náttúrulega illa við veðrið en gerðum okkar besta í að reyna að halda leiðunum opnum,“ sagði Víðir. Raunverulekinn sé sá að valið standi á milli margra vondra möguleika til að leysa verkefnið. „Þetta var niðurstaðan. Bæði vorum við heimamenn með okkur í þessu, sérfræðinga frá Vegagerðinni, umferðarsérfræðinga og aðra í að velja þetta. Menn voru ekki á eitt sáttir, það er bara þannig. En þetta var niðurstaðan og eftir að búið var að opna þarna í morgun þá gekk þetta bara vel,“ sagði Víðir. Aðstæður sem fólk komi inn í séu ólýsanlegar. Reiði fólks og pirringur sé vel skiljanlegur. Víðir segir hættu í bænum metna samskonar og að undanförnu. Mikil hætta sé á sprunguopnunum á sama tíma og landris heldur áfram í Svartsengi. „Þá erum við í þessari óvissu. Það styttist í að sá tími komi að landrisið nái þeirri hæð sem var bæði fyrir 18. desember og 14. janúar. Kannski enn og aftur lendum við á byrjunarreit eftir viku, tíu daga.“ Skjálftar við Bláfjöll ekki til að slá á áhyggjurnar Aðspurður um jarðskjálfta við Bláfjöll segir Víðir tvennt sem Almannavarnir horfi til. Annars vegar hættu á eldgosum líkt og Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur hefur rætt um. „En ekki síður að þetta er svæðið þar sem stærstu skjálftar í nágrenni Reykjavíkur verða. Við höfum talað um þetta sem hluta af þessari atburðarás. Alveg frá því í janúar 2020 hefur skjálfti við Brennisteinsfjöll verið eitt af því sem við höfum haft áhyggjur af og þær minnka ekki við þetta,“ sagði Víðir.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hefði verið til í fleiri til að bera hægindastólana Einar Dagbjartsson, íbúi í Grindavík, var á meðal Grindvíkinga sem fengu að sækja eigur sínar til Grindavíkur í dag. Hann segir að vel hafi gengið þó að hann hefði verið til í fleiri hendur til að aðstoða sig, við að sækja dót upp á þriðju hæð. 29. janúar 2024 14:43 Takmarka aðgengi svo hægt sé að rýma skyndilega Sérfræðingar í áhættugreiningu hafa greint hvert einasta svæði í Grindavík og leiðbeint Almannavörnum þannig að unnt sé að hleypa íbúum bæjarins heim til sín í skamma stund. Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir bæinn hættulegan og sífelt erfiðara verði að halda lífi í honum. 29. janúar 2024 11:14 Miklar umferðartafir við Grindavík Miklar umferðartafir eru við Grindavík. Hafa Grindvíkingar á leið í bæinn að sækja eignir þurft að snúa við. Vegagerðin mun senda fleiri snjóruðningstæki á vettvang. Einstefna um bæinn er til að koma í veg fyrir flöskuháls, samkvæmt bæjaryfirvöldum. 29. janúar 2024 09:18 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Hefði verið til í fleiri til að bera hægindastólana Einar Dagbjartsson, íbúi í Grindavík, var á meðal Grindvíkinga sem fengu að sækja eigur sínar til Grindavíkur í dag. Hann segir að vel hafi gengið þó að hann hefði verið til í fleiri hendur til að aðstoða sig, við að sækja dót upp á þriðju hæð. 29. janúar 2024 14:43
Takmarka aðgengi svo hægt sé að rýma skyndilega Sérfræðingar í áhættugreiningu hafa greint hvert einasta svæði í Grindavík og leiðbeint Almannavörnum þannig að unnt sé að hleypa íbúum bæjarins heim til sín í skamma stund. Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir bæinn hættulegan og sífelt erfiðara verði að halda lífi í honum. 29. janúar 2024 11:14
Miklar umferðartafir við Grindavík Miklar umferðartafir eru við Grindavík. Hafa Grindvíkingar á leið í bæinn að sækja eignir þurft að snúa við. Vegagerðin mun senda fleiri snjóruðningstæki á vettvang. Einstefna um bæinn er til að koma í veg fyrir flöskuháls, samkvæmt bæjaryfirvöldum. 29. janúar 2024 09:18
Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21