Þá tökum við stöðuna á kjaraviðræðunum en boðað hefur verið til fyrsta fundar fulltrúa breiðfylkingarinnar og SA hjá Ríkissáttasemjara á morgun.
Einnig fjöllum við um snjóflóð sem féll á Súðavíkurhlíð í gærkvöldi en vegurinn til Ísafjarðar var lokaður af þeim sökum fram á morgunn.
Og að auki ræðum við um nýjan lista Transparancy International en Ísland hefur aldrei mælst eins neðarlega á lista samtakanna sem tekur til spillingar í löndum heims.
Og í íþróttapakkanum heyrum við í Hákoni Rafni Valdimarssyni sem markverði sem samdi á dögunum við enska úrvalsdeildarliðið Brentford.