Svekkjandi að missa handboltastrákana Stefán Árni Pálsson skrifar 31. janúar 2024 08:32 Anton Sveinn stefnir á það að komast í úrslit í París. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee setur stefnuna á að komast í úrslit á Ólympíuleikunum í París í sumar. Næstu mánuðir í hans lífi munu einkennast af stífum æfingum. Anton Sveinn hefur nú þegar tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum. Hann er staddur hér á landi og tók þátt á Reykjavíkurleikunum um helgina. „Þetta var fyrsta mótið á Ólympíutímabilinu og maður er að koma úr þungum æfingum og maður var í rauninni að fá smá stöðumat. Ég stefni á að reyna synda hratt í apríl á opna sænska meistaramótinu og síðan líka á Íslandsmeistaramótinu sem mun vera helgina eftir það,“ segir Anton og heldur áfram. „Núna er lestin farin af stað og hún stoppar ekkert fyrr en maður er kominn til Parísar. Maður er í rauninni búinn að vera undirbúa sig fyrir svona leika í áratugi og þetta er alltaf allavega fjögurra ára ákvörðun að taka þátt á svona leikum.“ Anton ætlar sér stóra hluti á leikunum. Hann hafnaði í 2. sæti í 200 metra bringusundi á EM í desember. „Ég er búinn að komast tvisvar sinnum í úrslita á heimsmeistaramóti og þangað mæta allir þeir bestu. Ég set rána þar og það er svona mitt raunhæfa markmið. Svo er alltaf draumurinn að komast á pall.“ Hann segir að það hafi verið leiðinlegt að sjá á eftir íslenska handboltalandsliðinu en þeim mistókst að koma sér í forkeppni Ólympíuleikanna á EM í Þýskalandi á dögunum. „Þetta var það fyrsta sem ég hugsaði. Það er ótrúlega gaman að hafa stórt lið og þá getur myndast góður andi. Þannig að það var svekkjandi. Ég man enn þá eftir Ólympíuleikunum í London árið 2012 þegar maður var að spjalla við Guðjón Val í matsalnum, sem var svona mitt átrúnaðargoð. Svo þetta er mjög leiðinlegt að vonandi ná fleiri að komast inn.“ Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Anton Sveinn hefur nú þegar tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum. Hann er staddur hér á landi og tók þátt á Reykjavíkurleikunum um helgina. „Þetta var fyrsta mótið á Ólympíutímabilinu og maður er að koma úr þungum æfingum og maður var í rauninni að fá smá stöðumat. Ég stefni á að reyna synda hratt í apríl á opna sænska meistaramótinu og síðan líka á Íslandsmeistaramótinu sem mun vera helgina eftir það,“ segir Anton og heldur áfram. „Núna er lestin farin af stað og hún stoppar ekkert fyrr en maður er kominn til Parísar. Maður er í rauninni búinn að vera undirbúa sig fyrir svona leika í áratugi og þetta er alltaf allavega fjögurra ára ákvörðun að taka þátt á svona leikum.“ Anton ætlar sér stóra hluti á leikunum. Hann hafnaði í 2. sæti í 200 metra bringusundi á EM í desember. „Ég er búinn að komast tvisvar sinnum í úrslita á heimsmeistaramóti og þangað mæta allir þeir bestu. Ég set rána þar og það er svona mitt raunhæfa markmið. Svo er alltaf draumurinn að komast á pall.“ Hann segir að það hafi verið leiðinlegt að sjá á eftir íslenska handboltalandsliðinu en þeim mistókst að koma sér í forkeppni Ólympíuleikanna á EM í Þýskalandi á dögunum. „Þetta var það fyrsta sem ég hugsaði. Það er ótrúlega gaman að hafa stórt lið og þá getur myndast góður andi. Þannig að það var svekkjandi. Ég man enn þá eftir Ólympíuleikunum í London árið 2012 þegar maður var að spjalla við Guðjón Val í matsalnum, sem var svona mitt átrúnaðargoð. Svo þetta er mjög leiðinlegt að vonandi ná fleiri að komast inn.“
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira