Grunaður skotmaður í Silfratjörn segist hafa mátað hanska útataða púðri Jón Þór Stefánsson skrifar 31. janúar 2024 09:43 Frá vettvangi málsins í Silfratjörn í Úlfarsársdal. Vísir/Arnar Maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. febrúar næstkomandi vegna skotárásarinnar sem framin var í Silfratjörn í Úlfarsárdal í byrjun nóvembermánaðar. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis og birt hann á vef sínum. Fram kemur í úrskurðinum að maðurinn sé grunaður um tilraun til manndráps, hættubrot og eignaspjöll. Hann er sagður hafa skotið úr bíl með byssu með níu millimetra hlaupi í átt að fjórum einstaklingum sem stóðu utandyra fyrir framan hús. Skot hafnaði í fæti eins þeirra, en sá hlaut ýmsa áverka við sköflung sem voru ekki lífshættulegir. Þá höfnuðu skot einnig í bíl og í íbúðarhúsnæði þar sem að fjögurra manna fjölskylda var sofandi. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir þessi meintu brot, sem og umferðarlagabrot sem tengjast málinu ekki að öðru leiti. Í kjölfar árásarinnar var greint frá því í fjölmiðlum að sjö hefðu verið handteknir vegna málsins, síðan voru sex úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en í þeim hópi hefur síðan fækkað og í lok nóvember voru tveir eftir í gæsluvarðhaldi. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum, sem var kveðinn upp í gær, segir að lögregla hafi aflað upptaka í grennd við árásina og rakið ferðir mannsins og þeirra sem voru með honum. Fullyrt er að maðurinn þekkist á upptökum og að fyrir liggi framburðir um að hann hafi verið á vettvangi og skotið úr byssunni. Að því sem fram kemur í honum var maðurinn ekki einn í bílnum. Jafnframt kemur fram að maðurinn hafi fyrir árásina haft aðgang að skotvopni sambærilegu því sem er talið að hafi verið notað við árásina. Niðurstöður úr DNA rannsókn og púðurleyfarannsókn benda til þess að mikið var af púðurleyfum á peysu mannsins og á hönskum sem maðurinn klæddist samkvæmt DNA rannsókninni. Í skýrslu sem var tekin af manninum daginn eftir árásina kvaðst hann ekkert vita um málið. Hann sagði jafnframt að það kæmi lögreglu ekki við hvar hann hafi verið nóttina þegar árásin átti sér stað. Í annarri skýrslutöku nokkrum dögum síðar neitaði hann að mestu að tjá sig. Það var síðan í enn annarri skýrslutöku í þessum mánuði þar sem niðurstöður rannsóknanna voru bornar undir hann. Hann kvaðst hafa mátað hanskana en neitaði að tjá sig að öðru leyti. Maðurinn ber fyrir sig að hann hafi setið framsæti bílsins og vísar til framburðs eins brotaþola mannsins sem sagði að skotið hafi verið úr aftursæti bílsins. Bent er á að hanskarnir sem um ræðir hafi fundist á heimili annars einstaklings, og að DNA úr manninum væri vegna þess að hann hafi handleikið þá. Þar að auki er bent á að mun minni púðurleyfar hafi verið á peysunni en á hönskunum. Í úrskurðinum segir að maðurinn gæti átt yfir höfði sér ævilangan fangelsisdóm verði hann fundinn sekur, en Héraðsdómur Reykjavíkur fellst á að maðurinn sé undir sterkum grun um að hafa framið þau brot sem honum er gefið að sök. Varðhald sé nauðsynlegt vegna almannahagsmuna. Þá segir að þó að engin hafi hlotið áverka vegna árásarinnar sem stefndi viðkomandi í lífshættu, þá megi áætla að þeir sem urðu fyrir árásinni hafi verið í lífshættu þegar árásin var framin. Fréttin hefur verið uppfærð. Skotárás á Silfratjörn Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Fram kemur í úrskurðinum að maðurinn sé grunaður um tilraun til manndráps, hættubrot og eignaspjöll. Hann er sagður hafa skotið úr bíl með byssu með níu millimetra hlaupi í átt að fjórum einstaklingum sem stóðu utandyra fyrir framan hús. Skot hafnaði í fæti eins þeirra, en sá hlaut ýmsa áverka við sköflung sem voru ekki lífshættulegir. Þá höfnuðu skot einnig í bíl og í íbúðarhúsnæði þar sem að fjögurra manna fjölskylda var sofandi. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir þessi meintu brot, sem og umferðarlagabrot sem tengjast málinu ekki að öðru leiti. Í kjölfar árásarinnar var greint frá því í fjölmiðlum að sjö hefðu verið handteknir vegna málsins, síðan voru sex úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en í þeim hópi hefur síðan fækkað og í lok nóvember voru tveir eftir í gæsluvarðhaldi. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum, sem var kveðinn upp í gær, segir að lögregla hafi aflað upptaka í grennd við árásina og rakið ferðir mannsins og þeirra sem voru með honum. Fullyrt er að maðurinn þekkist á upptökum og að fyrir liggi framburðir um að hann hafi verið á vettvangi og skotið úr byssunni. Að því sem fram kemur í honum var maðurinn ekki einn í bílnum. Jafnframt kemur fram að maðurinn hafi fyrir árásina haft aðgang að skotvopni sambærilegu því sem er talið að hafi verið notað við árásina. Niðurstöður úr DNA rannsókn og púðurleyfarannsókn benda til þess að mikið var af púðurleyfum á peysu mannsins og á hönskum sem maðurinn klæddist samkvæmt DNA rannsókninni. Í skýrslu sem var tekin af manninum daginn eftir árásina kvaðst hann ekkert vita um málið. Hann sagði jafnframt að það kæmi lögreglu ekki við hvar hann hafi verið nóttina þegar árásin átti sér stað. Í annarri skýrslutöku nokkrum dögum síðar neitaði hann að mestu að tjá sig. Það var síðan í enn annarri skýrslutöku í þessum mánuði þar sem niðurstöður rannsóknanna voru bornar undir hann. Hann kvaðst hafa mátað hanskana en neitaði að tjá sig að öðru leyti. Maðurinn ber fyrir sig að hann hafi setið framsæti bílsins og vísar til framburðs eins brotaþola mannsins sem sagði að skotið hafi verið úr aftursæti bílsins. Bent er á að hanskarnir sem um ræðir hafi fundist á heimili annars einstaklings, og að DNA úr manninum væri vegna þess að hann hafi handleikið þá. Þar að auki er bent á að mun minni púðurleyfar hafi verið á peysunni en á hönskunum. Í úrskurðinum segir að maðurinn gæti átt yfir höfði sér ævilangan fangelsisdóm verði hann fundinn sekur, en Héraðsdómur Reykjavíkur fellst á að maðurinn sé undir sterkum grun um að hafa framið þau brot sem honum er gefið að sök. Varðhald sé nauðsynlegt vegna almannahagsmuna. Þá segir að þó að engin hafi hlotið áverka vegna árásarinnar sem stefndi viðkomandi í lífshættu, þá megi áætla að þeir sem urðu fyrir árásinni hafi verið í lífshættu þegar árásin var framin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skotárás á Silfratjörn Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira