Rebbi lifði hrottalegt banatilræðið af Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2024 14:58 Þessi refur lét fara vel um sig í Húsdýragarðinum og kærði sig kollóttan um það þó frændi hans vestur á fjörðum stæði í stórræðum. vísir/vilhelm Óhug sló á marga á Instagram þegar snjóruðningsmaður vestur á fjörðum sýndi þegar hann ók yfir ref nokkurn á brú. Refurinn komst ekki undan. Viðkomandi hefur verið tekinn á teppið af Vegagerðinni. Vísi var send upptaka og svo virðist sem snjóplógsmaðurinn sé að stæra sig af drápinu. Myndbandsupptökuna má sjá hér neðar og eru viðkvæmir varaðir við myndefninu. Sá sem sendi Vísi myndbandið sagði að sér væri fullkunnugt um að fjárbændum á svæðinu sýnist refir réttdræpir en það væri ólíðandi að menn væru að monta sig af svona nokkru á Instagram. „Ég dreg sterklega í efa að þeir megi stunda slíkt dráp í vinnu fyrir opinbera stofnun og það á eins ógeðfelldan máta og þetta.“ Sá benti á að eftir því sem hann kemst næst segir í dýraverndunarlögum að dýr skuli aflífa á eins sársaukalausan og skjótan máta og unnt væri. Og þeim hlíft við ótta. Auðvelt er að taka undir þetta og Vísir setti sig í samband við Vegagerðina sem hafði þá fengið myndbandsbrotið í hendur. „Þetta er bara háttsemi sem líðst ekki. Það er búið að tala vandlega við viðkomandi bílsstjóra og tryggja að svona lagað gerist ekki aftur,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsingastjóri Vegagerðarinnar. Hann segir að bílsstjórinn hafi verið á vegum verktakafyrirtækis sem annast snjóruðning á svæðinu. „En við höfum samt rætt við hann,“ segir Pétur. G. Pétur segir þetta alls ekki gott en hann hefur ótrúlegar fregnir að færa: „Refurinn lifði af. Það var snjór á tönninni og hann stóð þetta af sér. Hann lenti ekki undir tækinu heldur fór til hliðar við það.“ Refurinn skaut þannig andskota sínum ref fyrir rass. Ekki er það snjóruðningsmanninum að þakka að skolli er á lífi og vonandi hefur viðkomandi séð villur síns vegar eftir að G. Pétur og hans menn hjá Vegagerðinni lásu yfir hausamótunum á honum. Snjómokstur Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira
Vísi var send upptaka og svo virðist sem snjóplógsmaðurinn sé að stæra sig af drápinu. Myndbandsupptökuna má sjá hér neðar og eru viðkvæmir varaðir við myndefninu. Sá sem sendi Vísi myndbandið sagði að sér væri fullkunnugt um að fjárbændum á svæðinu sýnist refir réttdræpir en það væri ólíðandi að menn væru að monta sig af svona nokkru á Instagram. „Ég dreg sterklega í efa að þeir megi stunda slíkt dráp í vinnu fyrir opinbera stofnun og það á eins ógeðfelldan máta og þetta.“ Sá benti á að eftir því sem hann kemst næst segir í dýraverndunarlögum að dýr skuli aflífa á eins sársaukalausan og skjótan máta og unnt væri. Og þeim hlíft við ótta. Auðvelt er að taka undir þetta og Vísir setti sig í samband við Vegagerðina sem hafði þá fengið myndbandsbrotið í hendur. „Þetta er bara háttsemi sem líðst ekki. Það er búið að tala vandlega við viðkomandi bílsstjóra og tryggja að svona lagað gerist ekki aftur,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsingastjóri Vegagerðarinnar. Hann segir að bílsstjórinn hafi verið á vegum verktakafyrirtækis sem annast snjóruðning á svæðinu. „En við höfum samt rætt við hann,“ segir Pétur. G. Pétur segir þetta alls ekki gott en hann hefur ótrúlegar fregnir að færa: „Refurinn lifði af. Það var snjór á tönninni og hann stóð þetta af sér. Hann lenti ekki undir tækinu heldur fór til hliðar við það.“ Refurinn skaut þannig andskota sínum ref fyrir rass. Ekki er það snjóruðningsmanninum að þakka að skolli er á lífi og vonandi hefur viðkomandi séð villur síns vegar eftir að G. Pétur og hans menn hjá Vegagerðinni lásu yfir hausamótunum á honum.
Snjómokstur Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira