Rebbi lifði hrottalegt banatilræðið af Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2024 14:58 Þessi refur lét fara vel um sig í Húsdýragarðinum og kærði sig kollóttan um það þó frændi hans vestur á fjörðum stæði í stórræðum. vísir/vilhelm Óhug sló á marga á Instagram þegar snjóruðningsmaður vestur á fjörðum sýndi þegar hann ók yfir ref nokkurn á brú. Refurinn komst ekki undan. Viðkomandi hefur verið tekinn á teppið af Vegagerðinni. Vísi var send upptaka og svo virðist sem snjóplógsmaðurinn sé að stæra sig af drápinu. Myndbandsupptökuna má sjá hér neðar og eru viðkvæmir varaðir við myndefninu. Sá sem sendi Vísi myndbandið sagði að sér væri fullkunnugt um að fjárbændum á svæðinu sýnist refir réttdræpir en það væri ólíðandi að menn væru að monta sig af svona nokkru á Instagram. „Ég dreg sterklega í efa að þeir megi stunda slíkt dráp í vinnu fyrir opinbera stofnun og það á eins ógeðfelldan máta og þetta.“ Sá benti á að eftir því sem hann kemst næst segir í dýraverndunarlögum að dýr skuli aflífa á eins sársaukalausan og skjótan máta og unnt væri. Og þeim hlíft við ótta. Auðvelt er að taka undir þetta og Vísir setti sig í samband við Vegagerðina sem hafði þá fengið myndbandsbrotið í hendur. „Þetta er bara háttsemi sem líðst ekki. Það er búið að tala vandlega við viðkomandi bílsstjóra og tryggja að svona lagað gerist ekki aftur,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsingastjóri Vegagerðarinnar. Hann segir að bílsstjórinn hafi verið á vegum verktakafyrirtækis sem annast snjóruðning á svæðinu. „En við höfum samt rætt við hann,“ segir Pétur. G. Pétur segir þetta alls ekki gott en hann hefur ótrúlegar fregnir að færa: „Refurinn lifði af. Það var snjór á tönninni og hann stóð þetta af sér. Hann lenti ekki undir tækinu heldur fór til hliðar við það.“ Refurinn skaut þannig andskota sínum ref fyrir rass. Ekki er það snjóruðningsmanninum að þakka að skolli er á lífi og vonandi hefur viðkomandi séð villur síns vegar eftir að G. Pétur og hans menn hjá Vegagerðinni lásu yfir hausamótunum á honum. Snjómokstur Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fleiri fréttir Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Sjá meira
Vísi var send upptaka og svo virðist sem snjóplógsmaðurinn sé að stæra sig af drápinu. Myndbandsupptökuna má sjá hér neðar og eru viðkvæmir varaðir við myndefninu. Sá sem sendi Vísi myndbandið sagði að sér væri fullkunnugt um að fjárbændum á svæðinu sýnist refir réttdræpir en það væri ólíðandi að menn væru að monta sig af svona nokkru á Instagram. „Ég dreg sterklega í efa að þeir megi stunda slíkt dráp í vinnu fyrir opinbera stofnun og það á eins ógeðfelldan máta og þetta.“ Sá benti á að eftir því sem hann kemst næst segir í dýraverndunarlögum að dýr skuli aflífa á eins sársaukalausan og skjótan máta og unnt væri. Og þeim hlíft við ótta. Auðvelt er að taka undir þetta og Vísir setti sig í samband við Vegagerðina sem hafði þá fengið myndbandsbrotið í hendur. „Þetta er bara háttsemi sem líðst ekki. Það er búið að tala vandlega við viðkomandi bílsstjóra og tryggja að svona lagað gerist ekki aftur,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsingastjóri Vegagerðarinnar. Hann segir að bílsstjórinn hafi verið á vegum verktakafyrirtækis sem annast snjóruðning á svæðinu. „En við höfum samt rætt við hann,“ segir Pétur. G. Pétur segir þetta alls ekki gott en hann hefur ótrúlegar fregnir að færa: „Refurinn lifði af. Það var snjór á tönninni og hann stóð þetta af sér. Hann lenti ekki undir tækinu heldur fór til hliðar við það.“ Refurinn skaut þannig andskota sínum ref fyrir rass. Ekki er það snjóruðningsmanninum að þakka að skolli er á lífi og vonandi hefur viðkomandi séð villur síns vegar eftir að G. Pétur og hans menn hjá Vegagerðinni lásu yfir hausamótunum á honum.
Snjómokstur Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fleiri fréttir Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Sjá meira